Lindsey Vonn birtir bikínímynd af sér aðeins klukkustund e. handtöku Tiger
Er þetta óheppileg tímasetning eða tilviljun? Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Tiger var handtekinn grunaður um ölvunarakstur s.l. mánudag, birti fyrrum kærasta hans, Lindsey Vonn, ljósmynd af sér þar sem hún er aðeins í bikiní og að skemmta sér í Monte Carlo, í Monakó. Hin 32 ára skíðadrottning (Vonn) sýndi þar flottan líkama sinn í agnarsmáu, rauðu bikiní. Hún setti bikinímyndina á Instagram með meðfylgjandi orðsendingu: „Ég er þakklát fyrir frábæra vini og skemmtileg ævintýri og reyni að horfa fram á við. Framtíðin er björt.“ (Ens.: „Thankful for great friends and fun adventures but keeping my eyes on the horizon. The future is bright.“)
Robert Karlsson útnefndur varafyrirliði Ryder bikarsliðs Evrópu
Robert Karlsson hefir verið útnefndur varafyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu 2018, en keppnin milli heimsálfanna fer þá fram í Frakklandi. Fyrirliði Evrópu, Thomas Björn var sá sem útnefndi hinn 47 ára varafyrirliða sinn, sem keppti í sigurliði Evrópu í Rydernum 2006 og var í tapliði Evrópu 2008. „Ég hef spilað í tveimur Ryder bikars keppnum þannig að ég hef reynsluna af því hvað bíður kylfinganna og ég hef líka mikla reynslu af Evrópumótaröðinni,“ sagði Karlsson. „Ég þekki líka leikmennina vel og Thomas (fyrirliðann) mjög vel, líka.“ Karlsson er fyrsta útnefning fyrlirliðans Björn, fyrir mótið sem fram fer á Le Golf National golfvellinum í París, dagana 28.-30. september 2018. „Robert er mér nauðsynlegur Lesa meira
Pro Golf: Þórður Rafn lauk keppni T-24 á Amstal Open
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tók þátt í Adamstal Open 2017 powered by EURAM Bank AG mótinu, sem fram fór í Austurríki og stóð dagana 29.-31. maí 2017 og lauk því í dag. Mótið er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni. Þórður Rafn lék á samtals á 7 yfir pari, 217 höggum (72 72 73). Þórður Rafn spilaði mjög jafnt og stöðugt golf. Sjá má lokastöðuna á Amstal Open má SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Helga Rún ——— 31. maí 2017
Afmæliskylfingur dagsins Helga Rún Guðmundsdóttir, GL Helga Rún er fædd 31. maí 1970 og því 47 ára í dag. Hún er í kvennanefnd Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Mánudaginn 28. maí, 2012 tók afmæliskylfingurinn þátt í Hvítasunnumóti Guðmundar B Hannah á Garðavelli, á Akranesi og varð í verðlaunasæti þ.e. í 2. sæti af 96 þátttakendum með 41 glæsilegan punkt! Viðtal við Helgu Rún hefir birtst á Golf1, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér Helga Rún Guðmundsdóttir · 47 ára – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira
Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst hefur leik kl. 12:10 á morgun á Nordea Masters
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, hefur leik á morgun á Nordea Masters sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Hann er meðal síðustu manna út; á rástíma kl. 14:10 að staðartíma (þ.e. kl. 12:10 hér heima á Íslandi). Mótið er mjög sterkt; meðal keppenda eru evrópskir kylfingar á borð við nr. 5 á heimslistanum Henrik Stenson, Thorbjørn Olesen og Grégory Havret. Golf 1 óskar Guðmundi Ágúst alls hins besta! Fylgjast má með gengi hans á skortöflu á morgun með því að SMELLA HÉR:
Erfðaskrá Arnie
Arnold Palmer vann sér inn yfir $875 milljóna (87,5 milljarða íslenskra króna) á golfleik og viðskiptum á ævi sinni. En hvað verður um þá gríðarlegu fjármuni sem konungurinn lætur eftir sig? Hluti þeirra fer til góðgerðstofnanna, til seinni eiginkonu hans, fyrrum starfsmanna og lánadrottna skv. dómsskjölum sem WESH sjónvarpsstöðin í Orlandó varð sér úti um. Skv. þeim skjölum hlýtur seinni eiginkona Arnie, Kathleen, eingungis $ 10 milljónir. Stærsti hluti arfsins – þ.á.m fjölmörg hús og golfvellir sem Arnie átti – skiptist jafnt milli tveggja dætra Arnie, Peggy Palmer og Amy Palmer. Ein mesta golfgoðsögn allra tíma, Arnold Palmer lést að heimili sínu 25. september í fyrra, 2016, 87 ára að aldri. Lesa meira
GL: Frístundamiðstöð á borðinu hjá GL
Golfklúbburinn Leynir mun ganga til samninga við Akraneskaupstað um verkefnið Frístundamiðstöð við Garðavöll. Tillaga þess efnis var samþykkt á fjölmennum félagsfundi sem fór fram í gær,( 30. maí 2017) í klúbbhúsi Leynis. Á fundinum voru lagðar fram tillögur sem stjórn Leynis hefur unnið að undanfarin tvö ár. Akraneskaupstaður mun byggja frístundamiðstöðina í samráði við Leyni þar sem að núverandi golfskáli er til staðar í dag. Halldór Stefánsson hefur unnið tillögu fyrir stjórn Leyni, en um er að ræða metnaðarfullar teikningar af tæplega 1000 fermetra húsi, sem skiptist í 660 fermetra jarðhæð og rúmlega 300 fermetra kjallara. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 300 milljónir kr. Akraneskaupstaður verður eigandi hússins en Leynir Lesa meira
Afmæliskylfingar dagins: Jason Wright og Jocelyne Bourassa – 30. maí 2017
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Jason Wright og Jocelyne Bourassa. Jason Wright fæddist 30. maí 1987 og á því 30 ára stórafmæli!!! Hann er frá Durrington í Wiltshire, á Englandi en býr á Akureyri og er í Golfklúbbi Akureyrar. Jason er mikill Manchester United aðdáandi, en þess utan frábær kylfingur. Komast má á facebook síðu Jason Wright til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Jason Wright (30 ára – innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Jocelyne Bourassa fæddist í Shawinigan í Quebec, Kanada 30. maí 1947 og er því 70 ára stórafmæli í dag. Hún átti frábæran áhugamannaferil vann á unglingamótum í Quebec, 1963, 1964 og 1965 Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2017 (1): Henning Darri sigraði í piltaflokki (19-21 árs)
Henning Darri Þórðarson, GK, stóð uppi sem sigurvegari í flokki 19-21 árs pilta á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2017, sem fram fór á Strandarvelli, Hellu, dagana 26.-28. maí s.l. Þess mætti geta að enginn þátttakandi var í stúlknaflokki 19-21 árs og er það miður. Henning Darri var á besta skorinu yfir alla flokka í mótinu. Hann lék á samtals 2 yfir pari, 212 höggum ( 71 70 71). Í 2. sæti var klúbbfélagi hans, Vikar Jónasson, GK á 5 yfir pari, 215 höggum (78 68 69); en það má segja að slakur upphafshringur Vikars hafi orðið til þess að hann varð af sigri. Jóhannes Guðmundsson, GR, varð síðan í 3. sæti Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2017 (1): Amanda sigraði í stúlknaflokki (17-18 ára)
Það var Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD, sem stóð uppi sem sigurvegari í stúlknaflokki (17-18 ára) á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu 26.-28. maí sl. Í stúlknaflokki voru spilaðir 3 hringir. Amanda lék hringina þrjá á samtals 32 yfir pari, 242 höggum (79 81 82 ). Í 2. sæti varð Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, 1 höggi á eftir þ.e. á 33 yfir pari og í 3. sæti varð Zuzanna Korpak, GS, á samtals 45 yfir pari. Heildarúrslit í stúlknaflokki (17-18 ára) á 1. mót Íslandsbankamótaraðarinnar á Hellu 2017 urðu eftirfarandi: 1 Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD 7 F 39 43 82 12 79 81 82 242 32 2 Lesa meira










