Afmæliskylfingur dagsins: Hansína Þorkelsdóttir – 1. júní 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Hansína Þorkelsdóttir. Hansína er fædd 1. júní 1979 og því 38 ára í dag. Hún er ein af okkar bestu kylfingum og er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hansína er alin upp í Mosfellsbænum, en býr í Reykjavík. Hún hefir spilað á íslensku mótaröðinni undanfarin sumur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dísa Í Blómabúðinni, 1. júní 1960 (57 ára); Rafnkell Guttormsson, 1. júní 1970 (47 ára); Marisa Isabel Baena, 1. júní 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!) kólombísk á LPGA; Dagmar Una Ólafsdóttir, 1. júní 1981 (36 ára); Tano Goya (Argentínumaður á Evróputúrnum) 1. júní 1988 (29 ára) og Carlota Ciganda, 1. júní 1990 (27 Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur á glæsilegum 68 á 1. degi Swiss Challenge
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hóf í dag leik á Swiss Challenge mótinu, en mótið er hluti Áskorendamótaraðar Evrópu. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á stórglæsilegum 4 undir pari, 68 höggum. Hann fékk 5 fugla, en því miður líka 1 skolla og það á par-5 17. braut Golf Sempachersee, í Lucerne Sviss, þar sem mótið fer fram. Verðlaunafé í mótinu er € 170,000, en það sem öllum finnst best við þetta mót er að fá a stærðarinnar svissneska kúabjöllu, sem er verðlaunagripur í mótinu! Það er vonandi að Birgi Leif gangi sem allra best áfram!!! Sjá má stöðuna á Swiss Challenge með því að SMELLA HÉR:
LET Access: Valdís Þóra fer út kl. 12:49 í Frakklandi
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik í dag, fimmtudaginn 1. júní 2017, á Jabra Ladies Open mótinu, sem er hluti af LET Access atvinnumótaröðinni – sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Mótið, sem fram fer í Evian í Frakklandi, er einnig úrtökumót fyrir Evian risamótið sem fram fer í september í Frakklandi. Valdís Þóra hefur glímt við veikindi undanfarnar vikur en er bjartsýn á komandi verkefni. „Völlurinn er í frábæru ástandi og er virkilega krefjandi,“ segir Valdís m.a. á fésbókarsíðu sinni. Hún á rástíma kl. 12:49 í dag (1. júní 2017) og 9:09 á morgun (2. júní 2017), en mótið stendur yfir í þrjá daga. Hægt er að fylgjast með Lesa meira
Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst fer út kl. 12:10 í dag á Nordea Masters
Guðmundur Ágúst Kristjánsson keppir á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu næstu daga. GR-ingurinn hefur leik kl. 12:10 að íslenskum tíma, í dag, fimmtudaginn 1. júní á Nordea Masters sem fram fer á hinum þekkta velli Barsebäck Golf & Country Club á Skåne í Svíþjóð. Guðmundur Ágúst tryggði sér keppnisrétt á þessu móti með frábærum árangri á úrtökumóti sem fram fór á þessum sama velli nýverið. Þar lék Guðmundur Ágúst á fimm höggum undir pari vallar. Alls reyndu 124 kylfingar sig á úrtökumótinu en alls komust þrír áfram. Adrien Bernadet og Niklas Lemke öðluðust keppnisrétt líkt og Guðmundur Ágúst. Á Nordea Masters mæta til leiks kylfingar á borð við heimamennina Henrik Stenson og Lesa meira
GV: Grétar Þór, Unnar, Héðinn og Anton Freyr sigruðu í Böddabitamótinu
Hið árlega Böddabitamót fór fram laugardaginn sl., 27. maí 2017, en að þessu sinni var mótið styrktarmót, fyrir sveit eldri kylfinga GV, styrkt af Böddabita í Vestmannaeyjum. Keppnisform var 18 holu punktakeppni og voru verðlaun veitt fyrir 3.bestu skorin í punktakeppni og besta skor án forgjafar, en tekið fram að sami kylfingur gæti ekki unnið til verðlauna með og án forgjafar. Verðlaunin voru að venju glæsileg: fiskur og harðfiskur frá Böddabita, 2x gjafabréf frá Icelandair, öl frá Ölgerðinni, út að borða fyrir 2 hjá Einsa Kalda, hótelgisting fyrir 2 á Hótel Stracta Hellu með morgunverði og gisting á Hótel Vestmannaeyjar. Nándarverðlaun voru veitt á öllum par þrjú holunum og fjöldi aukaverðlauna, frá eftirtöldum Lesa meira
Hjalti Már á besta skorinu á Læknamótinu
Föstudaginn 26. maí s.l. fór fram læknamót á golfvelli Keilis, Hvaleyrinni og voru þátttakendur 24 þar af 1 kvenkylfingslæknir, Ásgerður Sverrisdóttir, GR, sem var meðal þeirra efstu. Keppnisfyrirkomulag var almennt þ.e. keppt bæði í höggleik og punktakeppni. Í höggleiknum sigraði Hjalti Már Þórisson, GR á 11 yfir pari, 82 höggum. Í punktakeppninni sigraði hins vegar Jón Þrándur Steinsson, GR, á 36 punktum. Hér að neðan má sjá heildarúrslitin í læknamótinu 26. maí sl. í höggleiknum: 1 Hjalti Már Þórisson GR 5 F 41 41 82 11 82 82 11 2 Steinn Auðunn Jónsson GÖ 5 F 40 43 83 12 83 83 12 3 Guðlaugur B Sveinsson GK 13 F Lesa meira
LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni á morgun kl. 11:15 í New Jersey
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í 9. móti sínu á LPGA og hefur keppni á morgun, 2. júní 2017. Mótið heitir Shoprite LPGA Classic presented by Acer og fer fram dagana 2.-4. júní í Galloway, New Jersey. Ólafía er í 1. ráshóp og fer út með Simin Feng frá Kína og Jackie Stoelting frá Bandaríkjunum. Þær stöllur í 1. ráshóp fara út kl. 7:15 að staðartíma (sem er kl. 11:15 á morgun hjá okkur hér á Íslandi, 2. júní!!!) Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
Myndskeið af handtöku Tiger
Lögreglan í Flórída hefir sent frá sér uppstöku af handtöku Tiger Woods s.l. mánudag, 29. maí 2017. Hann fannst sofandi bakvið stýri bifreiðar sinnar og var síðan handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Í fréttatilkynningu sem Tiger sendi frá sér kom fram að hann hefði ekki gert sér grein fyrir sterkum áhrifum blöndu af lyfseðlisskyldum lyfjum, sem hann verður að taka sem hluta endurhæfingar vegna bakmeiðsla sinna. Í meðfylgjandi myndskeiði sést lögreglumaður biðja Tiger um að taka 9 skref og ganga eftir hvítri, beinni línu, en eins og sjá má á Tiger býsna erfitt með það. Það má draga í efa lögmæti þessa myndskeiðs, því hvenær þegar almennningur er handtekinn eru Lesa meira
Heimslistinn: Haraldur Franklín upp um 208 sæti – Hærri en Tiger
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hefur náð frábærum árangri á undanförnum vikum á Nordic League atvinnumótaröðinni. Haraldur Franklín endaði í öðru sæti á tveimur síðustu mótum en mótaröðin sem hann leikur á er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu. Haraldur fór upp um 208 sæti á heimslistanum sem er uppfærður vikulega. Haraldur Franklín er efstur þeirra Íslendinga sem eru á listanum en alls eru níu kylfingar á heimslista karla. Axel Bóasson úr Keili hefur farið upp um 847 sæti á heimslistanum á þessu ári. Til samanburðar má geta þess að Tiger Woods er í sæti nr. 876 á heimslistanum þessa stundina og er Haraldur Franklín því fyrir ofan Woods á Lesa meira
Nordic Golf League: Andri Þór, Axel og Haraldur allir T-17 e. 1. dag Jyske Bank
Þrír íslenskir kylfingar, þeir Andri Þór Björnsson, GR Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR hófu í dag leik Jyske Bank PGA Championship mótinu, en mótið er hluti af Nordic Golf League. Mótið fer fram dagana 31. maí – 2. júní 2016 og er spilað á golfvelli Silkeborg Ry golfklúbbsins. Íslensku kylfingarnir voru allir á sama skorinu fyrsta daginn; 1 yfir pari, 73 höggum og eru T-17 eftir 1. keppnisdag. Andri Þór og Haraldur Franklín fengu 3 fugla og 4 skolla á hringjum sínum en meiri sviptingar voru á skorkorti Axels; hann var með 6 fugla, 5 skolla og 1 skramba. Sjá má stöðuna á Jyske Bank mótinu með því að Lesa meira










