Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2017 | 18:00

LPGA: Ólafía Þórunn á 73 e. 1. dag Shoprite Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, hóf keppni á Shoprite Classic mótinu í dag. Hún lauk 1. hring á 2 yfir pari, 73 höggum; fékk 2 fugla, 12 pör og 4 skolla. Efst sem stendur er sænski kylfingurinn Anna Nordqvist en hún lék á 7 undir pari, 64 höggum. Enn eiga þó nokkrar eftir að ljúka hringjum sínum og því gæti staðann enn breyst. Ólafía verður að eiga feykigóðan hring á morgun, en skor eru fremur lág í mótinu. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2017 | 17:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (4): Hákon Örn í forystu á glæsilegum 65 e. 1. dag

Það er Hákon Örn Magnússon, GR, sem er í efsta sæti eftir 1. dag Símamótsins, 4. móts Eimskipsmótaraðarinnar, sem hófst í dag, 2. júní 2017. Hákon Örn kom í hús á stórglæsilegu skori, 6 undir pari, 65 höggum; þar sem hann fékk 6 fugla og 12 pör og skilaði meiriháttar skollalausu skorkorti. Í 2. sæti eru GM-ingarnir Kristófer Karl Karlsson og Kristján Þór Einarsson, báðir á 4 undir pari. 4. sætinu deila síðan Lárus Ingi Antonsson, GA og Vikar Jónasson, GK, báðir á 3 undir pari. Sjá má heildarstöðuna í karlaflokki á 4. móti Eimskipsmótaraðrinnar, Símamótinu hér að neðan: 1 Hákon Örn Magnússon GR -1 F 33 32 65 -6 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Charles Sifford —— 2. júní 2017

Það er Charles Sifford sem er afmæliskylfingur dagsins. Charles Sifford fæddist í Charlotte, Norður-Karólínu 2. júní 1922 og lést 3. febrúar 2015. Sjá með því að SMELLA HÉR: Hann hefði orðið 95 ára í dag. Hann hóf feril sinn í golfi 13 ára þegar hann gegndi störfum kaddýs. Seinna keppti hann á golfmótum svartra þar sem svörtum var ekki heimiluð þátttaka á PGA. Hann reyndi fyrst að komast á PGA 1952 á Phoenix Open og notaði boð þáverandi heimsmeistara í boxi Joe Louis, en varð m.a. fyrir líflátshótunum vegna litarháttar síns og mátti þola allskyns kynþáttatengd meiðyrði þegar hann keppti í mótum upp frá því. Sifford sigraði 1957 Long Beach Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2017 | 15:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (4): Helga Kristín efst e. 1. dag

Það er Helga Kristín Einarsdóttir, GK, sem leiðir í kvennaflokki á 4. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, sem fram fer á Hamarsvelli í Borgarnesi og stendur dagana 2.-5. júní 2017. Helga Kristín lék 1. hring á  á 1 yfir pari, 72 höggum. Á hringnum fékk Helga Kristín 4 fugla og 5 skolla. Öðru sætinu deila þær Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Saga Traustadóttir, GR, báðar á 3 yfir pari, 74 höggum. Hér má sjá stöðuna í kvennaflokki í heild á 4. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu: 1 Helga Kristín Einarsdóttir GK 6 F 36 36 72 1 72 72 1 2 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 8 F 38 36 74 3 74 74 3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2017 | 06:00

Lydia Ko ekki lengur nr. 1

Nú um helgina mun Lydia Ko þurfa að stíga af hásæti sínu, efsta sæti Rolex-heimslista kvenkylfinga. Setu hennar í 1. sætinu lýkur eftir 84 vikur þar samfellt, að loknu ShopRite Classic mótinu; en henni hefir bara ekki gengið nógu vel að undanförnu. Næstkomandi mánudag munu annaðhvort Ariya Jutanugarn frá Thaílandi eða So Yeon Ryu frá S-Kóreu, taka við hásæti Rolex-listans. Og allt er í höndum Ryu, því hún er sú eina af þremenningunum sem tíar upp á the Stockton Seaview Hotel and Golf Club fyrir utan Atlantic City og tekur þátt í  ShopRite mótinu; þar sem Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, er líka á meðal keppenda. Ryu er nr. 3 á Rolex-heimslistanum. Ef hún verður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2017 | 05:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (4): Símamótið hefst í dag

Fjórða mótið á 2016-2017 keppnistímabili Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótið, hefst á Hamarsvelli í Borgarnesi í dag. Fylgjast má með stöðunni á Símamótinu með því að SMELLA HÉR:  Alls eru 80 kylfingar skráðir til leiks; 64 karl- og 16 kvenkylfingar, frá samtals 13 golfklúbbum víðsvegar af landinu. Flestir keppendur eru úr GR og næstflestir eru úr GKG: Golfklúbbur Reykjavíkur (21) Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (15) Golfklúbburinn Keilir (12) Golfklúbbur Mosfellsbæjar (11) Golfklúbbur Akureyrar (8) Golfklúbbur Setbergs (2) Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (2) Golfklúbburinn Hamar Dalvík (2) Golfklúbbur Suðurnesja (2) Golfklúbbur Hveragerðis (1) Golfklúbburinn Hellu (1) Golfklúbburinn Leynir Akranesi (1) Golfklúbbur Öndverðarness (1) Golfklúbbur Selfoss (1) Golfklúbbur Vestmannaeyja (1) Forgjafartakmarkanir eru á Eimskipsmótaröðinni, 5,5 og lægra í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2017 | 00:01

PGA: Dufner og Lingmerth leiða á The Memorial – Hápunktar 1. dags

Það eru þeir Jason Dufner og David Lingmerth, sem leiða á móti vikunnar á PGA Tour, The Memorial Tournament presented by Nationwide. Báðir spiluðu þeir 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum. Þriðja sætinu deila síðan þeir Jordan Spieth og Daniel Summerhays, 1 höggi á eftir. Sjá má hápunkta 1. dags á The Memorial með því að SMELLA HÉR:  Sjá má stöðuna á The Memorial með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2017 | 17:45

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst á 79 1. dag á Nordea Masters

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tekur þátt í Nordea Masters mótinu, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Guðmundur Ágúst komst á mótið eftir glæsilega frammistöðu í úrtökumóti fyrir Nordea Masters – Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:  Á úrtökumótinu var Guðmundur Ágúst á glæsilegum 5 undir pari, 68 höggum. Í dag á 1. móti sínu á Evróputúrnum lék Guðmundur Ágúst 1. hringinn því miður á 6 yfir pari, 79 höggum – hann fékk 1 fugl, 10 pör og 7 skolla. Þeir sem eru í efstu sætum eru á sama skori og Guðmundur Ágúst var á í úrtökumótinu 5 undir pari en það eru Ítalinn Renato Paratore Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2017 | 17:30

LET Access: Valdís Þóra á 71 höggi 1. dag í Frakklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL,  hefir nú lokið 1. hring á Jabra Ladies Open mótinu, sem er hluti af LET Access atvinnumótaröðinni. Hún lék 1. hring á sléttu pari, 71 höggi; fékk 3 skolla og 3 fugla. Reyndar var byrjunin hjá Valdísi Þóru ekki gæfuleg; hún fékk 3 skolla í röð (á 4.-6. braut), en Valdís sýndi karakter og tók þá alla tilbaka með fuglum á par-5 9. og 15. brautunum og par-4 11. brautinni. Sem stendur er Valdís Þóra T-22 þ.e. deilir 22. sætinu 8 öðrum kylfingum sem lokið hafa leik, en nokkrar eiga eftir að ljúka hringjum sínum og því gæti sætistalan breyst eitthvað eða fjöldi þeirra sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2017 | 16:20

Nordic Golf League: Axel á stórglæsilegum 64 – í 2. sæti og bestur íslensku keppendanna

Þrír íslenskir kylfingar, þeir Andri Þór Björnsson, GR Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR taka þátt í Jyske Bank PGA Championship mótinu, en mótið er hluti af Nordic Golf League. Mótið fer fram dagana 31. maí – 2. júní 2016 og er spilað á golfvelli Silkeborg Ry golfklúbbsins. Eftir 1. keppnisdag voru allir íslensku kylfingarnir voru allir á sama skorinu 1 yfir pari, 73 höggum og voru T-17. Nú annan 2. keppnisdag hefir Axel staðið sig best af íslensku keppendunum; hann lék 2. hring á stórglæsilegum 64 höggum og er í 2. sæti mótsins.  Á 64 hring sínum fékk Axel 8 fugla og 10 pör, skilaði skollalausu æðislegu skorkorti!!! Lesa meira