Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2017 | 18:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (4): Saga efst í kvennaflokki e. 2. dag

Það er Saga Traustadóttir, GR, sem tekið hefir forystuna á 2. degi Símamótsins, sem er 4. mót Eimskipsmótaraðarinnar, keppnistímabilið 2016-2017. Saga hefir spilað á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (74 73) og hefir 2 högga forskot á 3 kylfinga sem deila 2. sætinu: Helgu Kristínu Einarsdóttur, GK (72 77); Huldu Clöru Gestsdóttur, GKG (74 75) og Ragnhildi Kristinsdóttur, GR (76 73). Sjá má heildarstöðuna í kvennaflokki á Símamótinu eftir 2. keppnisdag hér að neðan: 1 Saga Traustadóttir GR 4 F 37 36 73 2 74 73 147 5 2 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 3 F 39 34 73 2 76 73 149 7 3 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 8 F Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Baldvin K. Baldvinsson, Ásgeir Ingvarsson og Elísa Rún Gunnlaugsdóttir – 3. júní 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Baldvin K Baldvinsson, Ásgeir Ingvarsson og Elísa Rún Gunnlaugsdóttir. Baldvin er fæddur 3. júní 1967 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Baldvín er í Golfklúbbnum Oddi (GO). Komast má á facebook síðu Ásgeirs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Baldvin K. Baldvinsson (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Ásgeir er fæddur 3. júní 1977 og á  því 40 ára stórafmæli í dag. Ásgeir er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Komast má á facebook síðu Ásgeirs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:   Ásgeir Ingvarsson (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Hinn afmæliskylfingurinn er Elísa Rún Gunnlaugsdóttir. Hún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2017 | 11:45

LPGA: Nordqvist leiðir e. 1. dag – Ólafía T-79 – fer út kl. 16:15 í dag – Fylgist með HÉR!

Eftir 1. hring á Shoprite Classic mótinu er það sænski kylfingurinn Anna Nordqvist sem leiðir á glæsilegum 7 undir pari, 64 höggum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR,  lék 1. hring á 2 yfir pari, 73 höggum og er T-79 eftir 1. hring. Því miður var niðurskurðarlínan eftir 1. dag dregin við 1 yfir pari og betra og Ólafía því 1 höggi undir línunni og verður að gefa í ætli hún sér að gulltryggja það að komast í gegnum niðurskurð. Ólafía Þórunn fer út kl. 12:15 að staðartíma í dag (þ.e. kl. 16:15 að íslenskum tíma). Þess mætti geta að nr. 3 á heimslistanum So Yeon Ryu, sem með góðri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2017 | 11:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (4): Annar hringur Símamótsins hafinn – Fylgist með HÉR

Símamótið á Eimskipsmótaröðinni hófst í gær á Hamarsvelli, í Borgarnesi. Þetta er 2. mót ársins 2017 á Eimskipsmótaröðinni og 4. mót keppnistímabilsins 2016-2017 á Eimskipsmótaröðinni. Hákon Örn Magnússon úr GR og Helga Kristín Einarsdóttir úr GK eru efst að loknum fyrsta hringnum af alls þremur. Forysta þeirra er naum og stefnir í mikla baráttu í dag milli efstu manna. Fylgjast má með stöðu keppenda á Símamótinu á skortöflu með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2017 | 10:30

LET Access: Valdís Þóra lauk leik í Frakklandi á glæsilegum 68 höggum!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefir nú nýlokið við 3. og síðasta hring í Jabra Ladies Open í Frakklandi. Lokahringinn lék Valdís Þóra á glæsilegum 3 undir pari, 68 höggum. Á hringnum fékk Valdís Þóra 5 fugla, 10 pör og 3 skolla. Samtals lék Valdís Þóra á 1 yfir pari, 214 höggum (71 75 68) – Glæsilegur árangur!!! Til þess að sjá lokastöðuna á Jabra Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2017 | 06:45

LET Access: Valdís Þóra komst g. niðurskurð – Fylgist m/ 3. hring hennar HÉR

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lék 2. hringinn á Jabra Ladies Open á 4 yfir pari, 76 höggum. Eftir 2. keppnisdag er Valdís Þóra því samtals á 4 yfir pari 146 höggum (71 75). Hún komst í gegnum niðurskurð og er í þessum skrifuðu orðum að spila 3. hring sinn, en mótið stendur 1. -3. júní 2017 og lýkur í dag. Hún byrjaði vel fékk 2 fugla, síðan komu tveir skollar og nú á 6. holu fékk hún aftur fugl og er því á -1 eftir 6 spilaðar holur á 3. hring sínum. Haldi Valdís Þóra áfram að fá fugla færist hún ofar á skortöflunni, en það er hún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2017 | 23:44

PGA: Dufner enn efstur í hálfleik á The Memorial

Jason Dufner heldur forystu sinni 2. daginn í röð á The Memorial, móti vikunnar á PGA Tour. Dufner hefir spilað  á samtals 14 undir pari, 130 höggum (65 65). Í 2. sæti, heilum 5 höggum á eftir Dufner, á samtals 9 undir pari (66 69)  er Daníel Summerhays. Í 3. sæti er síðan Rickie Fowler á samtals 8 undir pari (70 66). Jordan Spieth, Jamie Lovemark og Justin Thomas deila síðan 4. sætinu á samtals 6 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á The Memorial SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2017 | 23:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-5 á Swiss Challenge e. 2. dag

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, lék frábært golf á 2.  keppnisdeginum á Swiss Challenge mótinu sem fram fer í Sviss. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu. Birgir Leifur endurtók leikinn frá því í gær og lék aftur á 67 frábærum höggum. Á hringnum í dag fékk Birgir Leifur 6 fugla og 1 skramba. Samtals er Birgir Leifur því búinn að spila á 8 undir pari, 134 höggum (67 67) og T-5 þ.e. deilir 5. sætinu með 3 öðum kylfingum. Sjá má stöðuna á Swiss Challenge með því að SMELLA HÉR:  Mótið í Sviss er annað mótið á þessu tímabili hjá Birgi á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2017 | 22:00

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst úr leik á Nordea Masters

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tók þátt í Nordea Masters mótinu, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni, en náði ekki niðurskurði í dag eftir 2. keppnisdag. Í frumraun sinni á Evrópumótaröðinni lék Guðmundur Ágúst á samtals 11 yfir pari 157 höggum (79 78). Í efsta sæti eftir 2. dag er velski kylfingurinn Jamie Donaldson á samtals 8 undir pari. Í 2. sæti er Ítalinn Renato Paratore á samtals 6 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Nordea Masters að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2017 | 20:00

Nordic Golf League: Axel lauk leik í 3. sæti á Jyske Bank – Ísl. keppendurnir stóðu sig vel!

Axel Bóasson, GK, endaði í þriðja sæti á Jyske Bank PGA Championship sem lauk í dag í Silkeborg. Andri Þór Björnsson GR lék frábært golf á lokahringum þar sem hann fékk átta fugla og endaði hann í áttunda sæti. Haraldur Franklín Magnús GR endaði í 19. sæti. Mótið er hlut af Nordic League atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Axel sem keppir fyrir Keili var í öðru sæti fyrir lokahringinn en hann lék á 71 höggi í dag eða -1. Samtals lék hann á -8 (73-64-71). Andri Þór Björnsson úr GR átti frábæran lokahring þar sem hann lék á -7 eða 65 höggum. Samtals var hann á -4 sem Lesa meira