Evróputúrinn: Paratore sigurvegari Nordea Masters 2017!
Það var ítalski kylfingurinn Renato Paratore, sem stóð uppi sem sigurvegari á Nordea Masters, sem var frumraun Guðmundar Ágústs „okkar“ Kristjánssonar, GR, á Evrópumótaröðinni. Paratore lék samtals á 11 undir pari, 281 höggi (68 72 71 70). Öðru sætinu deildu Englendingarnir Matthew Fitzpatrick og Chris Wood, höggi á eftir Paratore. Fjórða sætinu deildu síðan Daninn Thorbjörn Olesen og George Coetzee frá S-Afríku, báðir enn einu höggi á eftir. Sjá má hápunkta lokahrings Nordea Masters með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna á Nordea Masters með því að SMELLA HÉR:
Eimskipsmótaröðin 2017 (4): Vikar sigraði!
Það var Vikar Jónasson, úr Golfklúbbnum Keili (GK), sem stóð uppi sem sigurvegari á Símamótinu í dag. Mótið fór fram að Hamarsvelli í Borgarnesi og stóð dagana 2.-4. júní 2017. Vikar sigraði á samtals 6 undir pari; með 3 frábæra hringi – 6 (68 69 70), sem allir voru undir pari. Eftir sigurinn í dag sagði Vikar m.a. í viðtali við golf.is: „Ég hef æft mikið undanfarin misseri og þá sérstaklega púttin. Það hefur skilað árangri og ég er mjög ánægður að hafa brotið ísinn og sigrað í fyrsta sinn á ferlinum. Mér leið vel á hringnum í dag og sérstaklega eftir að Birgir Björn Magnússon félagi minn úr Keili Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kári Þór Guðmundsson – 4. júní 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Kári Þór Guðmundsson. Kári Þór er fæddur 4. júní 1987 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Kára Þór hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Kári Þór Guðmundsson – 30 ára Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sandra Haynie, 4. júní 1943 (74 ára); Sandra Post, 4. júní 1948 (69 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2017 (4): Fylgist með lokahring Símamótsins HÉR:
Í dag verða spilaðir lokahringirnir á Símamótinu, 4. móti Eimskipsmótaraðarinnar keppnistímabilið 2016-2017. Keppnin fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi Efst fyrir lokahringinn eru GR-ingarnir Saga Traustadóttir og Hákon Örn Magnússon. Saga er búin að spila á samtals 5 yfir pari en Hákon Örn á 7 undir pari og er hann jafnframt á besta skorinu á Símamótinu. Fylgjast má með stöðunni á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Ólafía Þórunn komst ekki g. niðurskurð á Shoprite Classic
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst því miður ekki í gegnum niðurskurð á Shoprite Classic mótinu. Ólafía Þórunn lék hringi sína tvo í mótinu á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (73 74) og það dugði ekki til. Niðurskurður var miðaður við 3 yfir pari eða betra skori. Þetta er 9. mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í og hún hefir komist í gegnum 3 niðurskurði og fyrri niðurskurð af tveimur í einu móti. Efsta sætinu deila Paula Creamer og In-Kyung Kim, báðar búnar að spila á 9 undir pari, 133 höggum (66 67). Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess Lesa meira
PGA: Summerhays efstur f. lokahring The Memorial – Hápunktar 3. dags
Það er bandaríski kylfingurinn Daníel Summerhays, sem er efstur eftir 3. keppnisdag The Memorial. Summerhays er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum (66 69 68). Summerhays er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn á PGA Tour og því má hér sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti á The Memorial er Matt Kuchar, 3 höggum á eftir Summerhays, á samtals 10 undir pari, 206 höggum (66 69 68). Þriðja sætinu deila síðan þeir Jason Dufner, Bubba Watson og Justin Thomas, allir á samtals 9 undir pari, hver. Sjá má hápunkta 3. dags á The Memorial með því að SMELLA HÉR: Lesa meira
Evróputúrinn: Chris Wood efstur á Nordea Masters – Hápunktar 3. dags
Það er enski kylfingurinn Chris Wood, sem tekið hefir forystuna eftir 3. dag Nordea Masters. Wood hefir spilað á 9 undir pari, 210 höggum (74 68 68). Öðru sætinu deila ítalski kylfingurinn Renato Paratore og franski kylfingurinn Herbert Benjamin, báðir á samtals 8 undir pari, hvor. Thorbjörn Olesen frá Danmörku er síðan einn í 4. sæti á samtals 7 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá heildarstöðuna eftir 3. keppnisdag Nordea Masters SMELLIÐ HÉR:
Golfgrín á laugardegi 2017 (5)
Hér koma 10 golfbrandarar; flestir gamlir en góðir og verða þeir að þessu sinni bara birtir á ensku, þar sem suma er erfitt að þýða: Nr. 1 A golfer had made an awful shot and tore up a large piece of turf. He picked it up and, looking about, said, „What shall I do with this?“ „If I were you,“ said the caddie, „I’d take it home to practice on.“ Nr. 2 Mr. Nicklaus, „Your name is synonymous with golf-You really know your way around the course. What is your secret?“ Jack’s response? „The holes are numbered!“ Nr. 3 What do golf and sex have in common? They’re two things that Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2017 (4): Hákon Örn heldur forystunni á 2. degi Símamótsins
Hinn 19 ára Hákon Örn Magnússon, úr GR, er aldeilis að spila glæsilega á Símamótinu, 4. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2017, sem fram fer á Hamarsvelli í Borgarnesi. Hákon Örn lék á 1 undir pari, 70 höggum 2. keppnisdag; á hring þar sem hann fékk 4 fugla, 11 pör og 3 skolla. Samtals er Hákon Örn búinn að spila á 7 undir pari 135 höggum (65 70). Í 2. sæti er Vikar Jónasson úr Golfklúbbnum Keili, en hann hefir samtals spilað á 5 undir pari, 137 höggum (68 69). Segja má að Hákon Örn og Vikar séu búnir að stinga hina af og að líklegast standi baráttan um sigurinn milli þeirra tveggja, Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-42 e. 3. dag á Swiss Challenge
Birgir Leifur Hafþórsson er í 42.-50. sæti fyrir lokahringinn á Swiss Challenge mótinu á Áskorendamótaröðinni sem fram fer á Golf Sempachersee vellinum, sem opnaði árið 1995 og er hannaður af Rossknecht Kurt. Birgir Leifur lék frábært golf fyrstu tvo keppnisdagana, þar sem hann var í toppbaráttunni með tvo hringi upp á 67 högg eða 8 högg undir pari samtals. Á 3. hringnum gekk ekkert upp hjá Birgi, en hringinn lék hann á 76 höggum eða 5 yfir pari. Hann er því samtals á 3 yfir pari fyrir lokahringinn. Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: Þetta er áttunda árið í röð sem þetta mót fer fram á þessum Lesa meira










