Hver er kylfingurinn: Renato Paratore?
Renato Paratore sigraði á móti Evrópumótaraðarinnar í sl viku, Nordea Masters. Paratore er sá 3. yngsti í sögu Evrópumótarraðarinnar til þess að komast á Evrópumótaröðina í gegnum Q-school var aðeins 17 ára og 341 daga ungur, þegar hann flaug í gegn varð sem segir í 3. sæti í lokaúrtökumótinu og spilar nú á Evrópumótaröðinni, keppnistímabilið 2014-2015. Lokaúrtökumótið var fyrsta mót Paratore sem atvinnumanns í golfi. Aðeins nokkrum dögum síðar vann Paratore ítalska PGA meistaramótið (ens. Italian PGA Championship) á glæsilegan hátt þar sem hann átti stórglæsilegan lokahring upp á 62 högg í San Domenico Golf áður en hann sigraði fyrrum nr. 1 á Áskorendamótaröðinni Andrea Pavan í bráðabana. Birgir Leifur Lesa meira
Opna bandaríska 2017: Luke Donald ekki með – komst ekki g. úrtökumót
Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Luke Donald verður ekki með í Opna bandaríska risamótinu, sem hefst í næstu viku og stendur 15. -18. júní, þar sem honum tókst ekki að komast í gegnum úrtökumót. Hinum 39 ára Donald, sem nú er nr. 75 á heimslistanum, tókst ekki að vera meðal 14 efstu af 120 sterkum kylfingum sem kepptu í úrtökumótinu á the Brookside and Lakes courses í Columbus. Donald var 5 undir pari eftir 2 hringi úrtökumótsins, 3 höggum frá niðurskurðarlínunni, sem þýðir að hann verður af 2. risamóti ársins, sem að þessu sinni fer fram að Erin Hills, í Wisconsin. Luke Donald á enn eftir að sigra í risamóti, en það Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Marinó Örn Ólafsson – 5. júní 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Marinó Örn Ólafsson. Marínó Örn fæddist í 5. júní 1996 og á því 21 árs afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Marinó Örn Ólafsson – Innilega til hamingju með 21 árs afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Katrín Baldvinsdóttir, 5. júní 1959 (58 ára); John Scott, 5. júní 1965 (52 ára); Massimo Scarpa, 5. júní 1970 (47 ára); Dylan Fritelli (frá Suður-Afríku) 5. júní 1990 (27 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag Lesa meira
Dýr á golfvöllum: Skógarbjörn stelur sér samloku úr golfpoka!
Tveir kylfingar höfðu rétt lokið við að spila 8. holu á Moose Run Creek golfvellinum í Alaska, þegar stór skógarbjörn labbaði sig inn á flötina og virtist vera að skoða flaggið. Atvikið var fest á myndskeið og þar má heyra mennina reyna með hrópum að fæla bjössa frá. „Ég vil ekki fá hann nálægt pokanum mínum,“ heyrist annar þeirra segja. En það er einmitt þá þegar bjössi ákveður að hann þurfi nú einmitt að athuga nánar um poka þess manns. Væntanlega hefir hann fundið lyktina af gómsætri samloku, sem var ofan í pokanum og hann sést stela sér henni og koma sér síðan af flöt. Sjá má atvikið á meðfylgjandi myndskeiði Lesa meira
Stelpugolfdagurinn fer fram í dag
Stelpugolfdagurinn fer fram á nokkrum stöðum á landinu í dag, mánudaginn 5. júní. Verkefnið er samstarfsverkefni PGA á Íslandi og GSÍ. „Þessi skemmtilegi golfdagur hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður. Á síðasta ári var Stelpugolf einnig haldið á Akureyri og Austurlandi og í ár ætla Akranes, Borgarnes og Vestfirði að bætast í hópinn – en á tveimur síðastnefndu stöðunum verður dagurinn haldinn síðar í sumar. Það verður því sannkölluð golfveisla víða á mánudaginn og við hvetjum alla til að kíkja á okkur og eiga glaða stund með golfívafi,“ segir Andrea Ásgrímsdóttir framkvæmdastjóri PGA á Íslandi. „Markmiðið með viðburðinum er að efla kvennagolf á Íslandi. Öllum konum er boðið Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2017 (4): Myndasería
LPGA: In-Kyung Kim sigraði á Shoprite Classic
In Kyung Kim frá S-Kóreu sigraði á Shoprite Classic mótinu. Kim lék á samtals 11 undir pari, 202 höggum (66 67 69). Sigurtékki Kim var upp á $225,000.00 (þ.e. 22,5 milljónir íslenskra króna). Í 2. sæti varð Anna Nordqvist á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR:
PGA: Dufner sigraði á The Memorial
Það var Jason Dufner sem sigraði á The Memorial. Dufner lék á samtals 13 undir pari, 275 höggum (65 65 77 68). Þrátt fyrir dapran 3. hring upp á 5 yfir pari, tókst Dufner að halda haus og spilaði lokahringinn á glæsilegum 4 undir pari og vann þar með sigur! Íslandsvinurinn Anhirban Lahiri og Rickie Fowler deildu 2. sætinu 3 höggum á eftir Dufner. Til þess að sjá hápunkta í leik Dufner á The Memorial SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á The Memorial SMELLIÐ HÉR:
Eimskipsmótaröðin 2017 (4): Ragnhildur sigraði í kvennaflokki á Símamótinu!!!
Það var Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sem sigraði í kvennaflokki á Símamótinu, 4. móti Eimskipsmótaraðarinnar á keppnistímabilinu 2016-2017. Símamótið fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi, dagana 2.-4. júní 2017 og lauk í dag. Ragnhildur lék á samtals 6 yfir pari, 219 höggum (76 73 70) og spilaði sífellt betur eftir því sem leið á mótið. Þess mæti geta að Ragnhildur hefir verið að kljást við hnémeiðsli að undanförnu, þannig að sigurinn er þeim mun flottari hjá henni fyrir vikið. Í viðtali við golf.is eftir sigurinn í dag sagði Ragnhildur: „Ég hrökk í gang í gær á öðrum keppnisdeginum þegar ég fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum. Það breytti miklu fyrir Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lauk keppni T-48 á Swiss Challenge
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk keppni í dag á Swiss Challenge, sem var mót á Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur lék á samtals 2 undir pari, 282 höggum (67 67 76 72) og lauk keppni T-48 af þeim 64, sem komust í gegnum niðurskurð. Birgir Leifur hlaut € 731 fyrir frammistöðu sína (tæpar 83.000 íslenskar krónur) Sigurvegari mótsins var heimamaðurinn Joel Girrbach, en hann lék á samtals 17 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Swiss Challenge SMELLIÐ HÉR:










