Hver er kylfingurinn: In Kyung Kim?
In-Kyung oft kölluð „I. K.“ Kim sigraði sl. helgi á Shoprite Classic mótinu á LPGA mótaröðinni og er þetta 5. LPGA sigur Kim. IK Kim fæddist fæddist 13. júní 1988 og er því 28 ára. Kim er frá S-Kóreu en býr í Rancho Santa Fe í Kaliforníu. Hápunktar áhugamannsferils Kim Kim var í kóreanska kvennagolflandsliðinu 2003 og 2004 og vann 3 mót á International Junior Golf tour. Árið 2005 spilaði hún í mótum á vegum bandaríska golfsambandsins (the American Junior Golf Association – skammst. AJGA) og þar sigraði hún m.a. 2005 á Hargray Junior Classic. Árið 2005 vann hún líka U.S. Girls’ Junior og var í 1. sæti í höggleikshluta U.S. Women’s Amateur, Lesa meira
Rory eini kylfingurinn meðal 10 hæstlaunuðu íþróttamanna heims
Nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy er sá eini sem kemst á lista Forbes yfir hæstlaunuðu íþróttamenn heims. Rory er í 6. sæti en hann vann sér inn $50 milljónir, bæði innan og utan vallar á síðasta ári. Yfirburðarstaða Rory kemur til af því að hann vann sér inn $10 milljóna bónus pottinn í FedEx Cup síðasta haust. Reyndar deilir Rory 6. sætinu með Andrew Luck, fyrirliða Indianapolis Colts í bandaríska fótboltanu. Þeir íþróttamenn sem eru tekjuhærri en Rory eru: Cristiano Ronaldo, LeBron James, Lionel Messi, Roger Federer og Kevin Durant. Aðeins 5 kylfingar eru meðal 100 tekjuhæstu í heimi. Sá næsttekjuhæsti á lista Forbes er Phil Mickelson, sem er í 12. sæti með Lesa meira
Pádraig Harrington meiddur á olnboga eftir að áhugamaður sló í hann á æfingasvæði
Þrefaldi risamótssigurvegarinn Pádraig Harrington hefir sagt frá olnbogameiðslum sem hann hlaut á æfingsvæði eftir að hann var að reyna að leiðbeina áhugakylfingi. Meiðslin hafa leitt til þess að hann varð að draga sig úr FedEx St Jude Classic mótinu, sem hefst í Memphis á morgun eftir að sauma varð 6 spor í hann. „Meðan að ég var að þjálfa áhugamann í golfi (í Washington DC) þ.e. kenna honum hvernig lækna mætti húkkið í honum, fór ég of nálægt honum til þess að kenna honum að feida boltann,“ skrifaði Harrnington á vefsíðu sína. „En þegar ég færði mig frá honum var hann enn í sveiflu og hitti mig beint á olnbotann.“ „Fyrsta hugsunin Lesa meira
Ólafía Þórunn hefur keppni á Manulife á morgun kl. 18:05
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR hefur keppni á morgun í Cambridge Ontario í Kanada, á Manulife LPGA Classic mótinu. Mótið stendur dagana 8.-11. júní 2017 Þetta er 10. mót Ólafíu Þórunnar á LPGA. Í ráshóp með Ólafíu eru ensku kylfingarnir Stephanie Meadow og Holly Clyburn. Sjá kynningu Golf 1 á Meadow með því að SMELLA HÉR: og Clyburn. með því að SMELLA HÉR: Ólafía fer út kl. 18:05 að íslenskum tíma (2.05 pm að kanadískum) og má fylgjast með gengi Ólafíu með því að SMELLA HÉR:
GR: Ingvar Andri á besta skorinu á Opna Icelandair Golfers
Opna Icelandair Golfers í samvinnu við SAMSUNG var leikið í Grafarholtinu sunnudaginn 4. júní s.l. og var fullbókað í mótið. Keppt var í tveimur forgjafarflokkum, 0-14 og 14,1-54 og eru verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki, verðlaun fyrir besta skor auk nándarverðlauna. Úrslit úr mótinu urðu eftirfarandi: 0 – 14: Ronnarong Wongmahadtai, GKG – 40 punktar Helga Rut Svanbergsdóttir, GM – 39 punktar Eva María Gestsdóttir, GM – 39 punktar 14,1 – 54: Ásgeir Halldórsson, GM – 41 punktar Hilmar Helgi Sigfússon, GM – 40 punktar Ragnhildur Ágústsdóttir, GR – 37 punktar (best á seinni 9) Besta skor: Ingvar Andri Magnússon, GR – 69 högg Nándarverðlaun: 2. Lesa meira
LEK: Þórdís Geirs og Frans Páll á besta skorinu á Opna Ping Öldungamótinu
Mánudaginn 4. júní 2017 fór fram Opna Ping Öldungamótið á Hvaleyrarvelli. 133 LEK kylfingar tóku þátt og var þetta mót nr. 2 hjá þeim. Fínar aðstæður og völlurinn heldur betur að taka við sér. Það var Íslensk Ameríska heildverslun og umboðsaðili PING á Íslandi sem gaf öll verðlaun í mótið. Verðlaun voru veitt fyrir besta skor kvenna og karla og 5. efstu sætin í punktakeppni kvenna og karla. Einnig voru veitt nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofu Keilis innan 6 mánaða og óskum við vinningshöfum til hamingju með árangurinn. Úrslit urðu svo eftirfarandi: Besta skor kvenna Þórdís Geirsdóttir GK 82 högg. Besta skor karla Lesa meira
Valdís Þóra 1. varamaður inn á Opna bandaríska kvenrisamótið
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, var hársbreidd frá því að komast inn á Opna bandaríska meistaramótið eftir úrtökumót á Englandi. Valsdís lék á einu höggi yfir pari vallar á 36 holum og komst hún í þriggja manna bráðabana um tvö laus sæti á risamótinu. Caroline Hedwall frá Svíþjóð og Carly Booth frá Skotlandi léku á -1 samtals og komust beint inn á risamótið. Kelsey MacDonald frá Skotlandi og Meghan MacLaren frá Englandi komust áfram eftir bráðabanann gegn Valdísi Þóru sem fékk skolla á meðan þær fengu par. Valdís Þóra var því hársbreidd frá því að komast inn á risamótið, en íslenskur kylfingur hefur aldrei komist inn á risamót í Lesa meira
Carly Booth spilar á Opna bandaríska kvenrisamótinu
Carly Booth var aðeins 17 ára þegar hún gerðist atvinnumaður í golfi, eftir stjörnuáhugamannsferil þar sem hún var m.a. sú yngsta til að spila í Curtis Cup og eftir að hafa unnið fjölmarga skoska titla. Síðan þá eru 8 ár og Booth er 25 ára í dag. En síðustu ár hafa verið henni erfið – eftir stjörnumánuð 2012 sem virtist vera „breakthrough-ið“ hennar þá kom í ljós að það var aðeins smá toppur í lífsins golföldudal. Á síðustu 4 keppnistímabilum á Evróputúr kvenna hefir henni aðeins tekist tvívegis að vera meðal efstu 10 á LET – hún náði 4. sætinu á Opna skoska 2013, þegar hún var að verja titil Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jock Hutchison – 6. júní 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Jock Hutchison, f. 6. júní 1884 – d. 27. september 1977. Sjá má eldri Golf 1 kynningu á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: ; Ólafur Haukur Kárason, 6. júní 1958 (58 ára); Lárus Hrafn Lárusson, GR, 6. júní 1961 (56 ára) fgj. 18.3; Baldur Baldursson, 6. júní 1968 (49 ára); Veigar Margeirsson, 6. júní 1972 (45 ára); Sjomenn Á Spáni Costablanca, 6. júní 1985 (32 ára); Prentsmiðjan Rúnir, 6. júní 1986 (31 árs) Brooke Pancake, 6. júní 1990 (27 ára); Hinrik Hinriksson, 6. júní 1990 (27 ára) ….. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira
Einhenti 6 ára Tommy Morrissey vann úrtökumót f. „Drive Chip and Putt Championship“
Golfstjarnan Tommy Morrissey komst áfram í Drive, Chip & Putt Championship, í hnokkaflokki 7-9 ára. Morrissey fæddist án hægri handleggjar og er aðeins 6 ára en verður 7 síðar á árinu. Það hefir hins vegar aldrei komið í veg fyrir að hann hafi hlotið athygli og viðurkenningu golfáhanganda og atvinnumanna í golfi fyrir hæfni sína á golfvellinum. Morrisey birti mynd af sjálfum sér á Instagram, þar sem hann var sigurvegari í úrtökumóti fyrir „Drive Chip and Putt Championship.“ Hann bætti við að hann myndi „gera allt til að komast til Augusta“ þar sem úrslitamót Drive, Chip & Putt (ens.: national finals) finals fara fram árið 2018.










