PGA: 4 efstir á St. Jude Classic – Hápunktar 1. dags
Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir 1. dag St. Jude Classic, sem er PGA Tour mót vinunnar. Þetta eru þeir: Stewart Cink, Matt Every, Sebastian Muñoz og Scott Brown, en allir léku þeir á 64 höggum. Mótið fer fram á TPC Southwind í Memphis, Tennessee. Sjá má stöðuna á St. Jude Classic, en 2. hringur er þegar hafinn með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á St. Jude Classic með því að SMELLA HÉR:
GK: 3 kylfingar úr Keili keppa á Opna breska áhugamannamótinu
Þrír íslenskir kylfingar verða á meðal keppenda á Opna breska áhugamannamótinu í karlaflokki sem fram fer á hinum sögufræga Royal St.George’s velli 19.-24. júní. Kylfingarnir eru allir úr Golfklúbbnum Keili og þeir eru: Gísli Sveinbergsson, Henning Darri Þórðarson og Rúnar Arnórsson. Royal St.George er við bæinn Sandwich í Kent og hefur Opna breska meistaramótið farið þar fram alls 13 sinnum, fyrst árið 1984. Opna breska áhugamannamótið fer fram á þessum velli í 14. sinn í ár en fyrst var keppt á Hoylake vellinum árið 1885. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að á fyrstu tveimur keppnisdögunum er leikinn höggleikur þar sem að 288 keppendur taka þátt. Að því loknu tekur við Lesa meira
LPGA: Ólafía Þórunn á 73 höggum á Manulife LPGA Classic – Hápunktar 1. dags
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hóf leik í gær á Manulife LPGA Classic. Eftir erfiða byrjun sýndi Ólafía Þórunn karakter og náði að klára hringinn á 1 yfir pari, 73 höggum. Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 4 fugla, 3 skolla, og 1 skramba og er T-82 og því miður 1 höggi undir niðurskurðarlínunni. Hún verður því að eiga feykigóðan hring til þess að komast i gegnum niðurskurð Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Aguilar efstur á Lyoness Open – Hápunktar 1. dags
Þann 8. -11. júní 2017 fer fram Lyoness Open í Austurríki og er það mót vikunnar á Evróputúrnum. Eftir 1. dag er það Felipe Aguilar frá Chile sem er í efsta sæti; lék 1. hring á 7 undir pari, 65 glæsihöggum. Á hringnum fékk Aguilar 8 fugla og 1 skolla – Verið er að spila 2. hring. Til þess að sjá stöðuna á Lyoness Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Lyoness Open SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Ólafía byrjar illa á Manulife – Fylgist með hér!
Æ, æ, æ. Ólafía Þórunn átti afar erfiða byrjun á Manulife LPGA Classic. Hún er aðeins búin að spila 2 holur en er þegar komin 3 yfir. Á fyrstu holunni sem var par-4 fékk hún tvöfaldan skolla og á þeirri næstu sem einnig er par-4 kom annar skolli. Það er vonandi að Ólafía jafni sig, finni jafnvægið og rétti þetta við! Skorin eru afar lág á mótinu það sem af er; í efsta sæti sem stendur eru norska frænka okkar Suzann Pettersen og Mi Hyang Lee frá S-Kóreu. Fylgjast má með Ólafíu Þórunni á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Valdimar Sigurgeirsson – 8. júní 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Valdimar Sigurgeirsson. Valdimar er fæddur 8. júní 1956 og á því 61 árs afmæli í dag. Valdimar er í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Valdimar Sigurgeirsson – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Illugastaðir Kaffihús, 8. júní 1913 (104 árs); John Restino, f. 8. júní 1963 (54 ára); Susan Smith, f. 8. júní 1963 (54 ára); Kathryn Christine Marshall, 8. júní 1967 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Dagbjört Rós, 8. júní 1981 (3 ára); og Galvanic Spa , 8. júní 1988 (29 ára). Golf 1 Lesa meira
Cheyenne Woods tekur þátt í US Open!
Frænka Tiger Woods og fyrrum skóla- og liðsfélagi Ólafíu Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur, Cheyenne Woods, tók þriðjudaginn fyrir viku þ.e. 30. maí 2017 þátt í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska kvenrisamótið eða US Open kvenna. Úrtökumótið fór fram á Eisenhower golfvelli Industry Hills golfklúbbsins í Industry, Kaliforníu. Cheyenne átti tvo frábæra hringi upp á 141 högg (71 70), líkt og bandaríski kylfingurinn Brianna Do, sem einnig tók þátt í mótinu og urðu þær efstar og jafnar í þessu úrtökumóti í Industry, þar sem 74 þátttakendur voru – Sjá má eldri kynningu Golf 1 á á Briönnu Do með því að SMELLA HÉR: Einungis tvær efstu úr Industry úrtökumótinu fengu þátttökurétt á Opna Lesa meira
Reynir Sigurbjörns og Dean Edward Martin sigruðu í góðgerðargolfmóti Team Rynkeby Ísland til styrktar krabbameinssjúkum börnum
Í sumar mun Ísland í fyrsta sinn taka þátt í einu stærsta samnorræna góðgerðaverkefni Norðurlanda ,,Team Rynkeby“. Þá munu 33 Íslendingar hjóla á einni viku frá Kaupmannahöfn til Parísar um 1300 km leið til stuðnings Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra barna á Íslandi. Í för verða einnig 8 manna aðstoðarlið. Þátttakendur í Team Rynkeby Ísland er hópur fólks með ólíkan bakgrunn. Öll með það sameiginlega markmið að safna peningum til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Í samstarfi við Golfklúbbinn Leyni efndi Team Rynkeby til veglegs golfmóts á Garðavelli, 27. maí s.l., þar sem allur ágóði rann til styrktar verkefninu. Leikfyrirkomlag var 18 holu punktakeppni í tveimur flokkum 0-10,1 og 10,2 og yfir. – Hámarksforgjöf karla var Lesa meira
Evróputúrinn: Garcia kylfingur aprílmánaðar
Það kom fáum á óvart að Sergio Garcia skyldi vera valinn kylfingur aprílmánaðar á Evróputúrnum, eftir frækinn sigur á 1. risamóti ársins, The Masters, þar sem hann hafði betur gegn Justin Rose. Garcia er 3. Spánverjinn til þess að sigra á Masters, en á undan honum hafa þeir Seve Ballesteros (1980 aog 1984) og José María Olazábal (1994 og 1999) sigrað í mótinu. Það var mjög við hæfi að sigur Garcia kom á þeim degi sem átrúnaðargoð hans í golfinu, Seve, hefði orðið 60 ára. Í 2. sæti um kjör á kylfingi aprílmánaðar Evróputúrsins varð Justin Rose, fyrir frábæra frammistöðu á Masters og í 3. sæti Edoardo Molinari, eftir að hann Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steingrímur Walterson – 7. júní 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Steingrímur Walterson. Steingrímur fæddist 7. júní 1971 og er því 46 ára í dag. Steingrímur er félagi í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM). Steingrímur er kvæntur Elínu Rósu Finnbogadóttur og eiga þau tvö börn. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan Steingrímur Waltersson (46 ára) Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Terry Gale, 7. júní 1946 (71 árs); Stefanía M Jónsdóttir, GR, 7. júní 1958 (59 ára); Steven David Rintoul, 7. júní 1963 (54 ára); Hilary Lunke, 7. júní 1979 (38 ára); Keegan Bradley, 7. júní 1986 (31 árs) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem Lesa meira










