Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2017 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2017 (6)

Einn frekar nastý, sem ekki verður þýddur hér: Steve, Bob and Jeff are out golfing on a cloudy day, when it starts raining furiously. Suddenly, Steve is struck by lightning and is killed instantaneously. After the ambulance leaves with Steve’s body, Bob and Jeff realize they’ll have to inform his wife. Bob says he’s good at this sort of sensitive stuff, so he volunteers to do the job. After two hours he returns, carrying a six-pack of beer. „So, did you tell her?“ asks Jeff. „Yep“, replies Bob. „Say, where did you get the six pack?“ Bob informs Jeff, „She gave it to me.“ „WHAT??“ exclaims Jeff, „You just told Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2017 | 19:00

GL: Vel heppnað styrktarmót Valdísar Þóru

Styrktarmót Valdísar Þóru fór fram á Garðavelli í dag, laugardaginn 10. júní  2017, í frábæru veðri þar sem vallaraðstæður voru mjög góðar . Þátttakendur voru um 180. Valdís Þóra og Golfklúbburinn Leynir vilja þakka öllum fyrir þátttökuna og stuðninginn og vinningshöfum til hamingju með verðlaunin. Úrslit mótsins má sjá hér en önnur helstu úrslit voru eftirfarandi og verður vinningum komið á alla verðlaunahafanna í komandi viku: 1. Skelin – 51 punktur, 25 punktar á seinni 9: 2x 100.000 gjafabréf á Novo Sancti haust 2017, 2x gjafakort í Laugarvatn Fontana Spa 2. H + V – 51 punktur, 24 punktar á seinni 9: 2x 35.000 kr gjafabréf frá Safari Quad Ferðum, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2017 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir í toppbaráttunni í Belgíu

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, heldur áfram að spila frábært golf á KPMG Trophy í Belgíu. Allir 3 hringir hans á KPMG Trophy hafa verið undir 70, en samtals er hann búinn að spila á 10 undir pari, 206 högg (69 68 69). Þriðji hringur hans var upp á 3 undir pari, 69 högg og þar fékk Birgir Leifur 5 fugla og 2 skolla. Birgir Leifur er T-14 e. 3. dag, en í efsta sæti mótsins er ítalski kylfingurinn  Francesco Laporta á samtals 15 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á KPMG Trophy SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2017 | 17:00

Evróputúrinn: Aguilar efstur f. lokahring Lyoness Open – Hápunktar 3. dags

Það er enn Felipe Aguilar frá Chile sem heldur forystu á móti vikunnar á Evróputúrnum, Lyoness Open, eftir 3. keppnisdag. Mótið fer fram í Diamond CC, í Atzenbrügg, nálægt Vín í Austurríki. Aguilar er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum (65 70 72). Sjá má stöðuna að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 3. dags á Lyoness Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurlaug Rún Jónsdóttir – 10. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurlaug Rún Jónsdóttir.  Sigurlaug Rún á 20 ára stórafmæli í dag, fædd 10. júní 1997. Hún er í Golfklúbbnum Keili og spilar með Drake í bandaríska háskólagolfinu. Hér heima hefir hún nú í sumar spilað á mótaröð þeirra bestu, Eimskipsmótaröðinni. Sigurlaug Rún Jónsdóttir Innilega til hamingju með 20 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Daníel Einarsson, 10. júní 1959 GSG (58 ára); Ludviga Thomsen, 10. júní 1962 (55 ára); Benedikt Lafleur, 10. júní 1965 (52 ára); Sóley Erla Ingólfsdóttir, 10. júní 1972 (45 ára); Hee-Won Han, 10. júní 1978 (39 ára); Anna Nordqvist, 10. júní 1987 (30 ára Stórafmæli); Arna Rún Kristjánsdóttir, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2017 | 02:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-9 e. 2. dag KPMG Trophy

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í KPMG Trophy, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu og stendur 8. -11. júní 2017. Mótið fer fram í Royal Waterloo golfklúbbnum, í  Lasne, Belgíu. Birgir Leifur er T-9 eftir 2. mótsdag á samtals 7 undir pari, 137 högg (69 68). Skorkortið hjá Birgi Leif á 2. hring var ansi skrautlegt, en hann lék á 4 undir pari, 68 höggum;  fékk m.a.1 ás, 1 örn, 5 fugla, 3 skolla og 1 skramba. Til þess að sjá stöðuna á KPMG Trophy SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2017 | 01:00

LPGA: Ólafía Þórunn komst ekki gegnum niðurskurð á Manulife

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst því miður ekki í gegnum niðurskurð á Manulife LPGA Classic mótinu. Hún lék á samtals 1 undir pari, 143 höggum (73 70), en það dugði ekki til. Þeir sem náðu niðurskurði urðu að vera á 2 undir pari eða betra og því munaði aðeins 1 höggi hjá Ólafíu. Á 2. hringnum glæsilega í gær, þar sem Ólafía lék á 2 undir pari, 70 höggum fékk hún 5 fugla og 3 skolla. Sjá má stöðuna á Manulife LPGA Classic með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sævar Ómarsson – 9. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Sævar Ómarsson. Sævar er fæddur 9. júní 1983 og á því 34 ára afmæli í dag. Afmæliskylfingurinn er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM). Sævar er kvæntur Magdalenu Dubik. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sævar Ómarsson (34 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Sowards, 9. júní 1968 (49 ára); Keith Horne, 9. júní 1971 (46 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2017 | 15:00

Fjórir nýliðar í íslensku landsliðunum sem keppa á EM

Jussi Pitkänen, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið eftirtalda kylfinga sem keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða í júlí. Um er að ræða landslið, karla- og kvenna og öll skipuð áhugakylfingum. Karla- og kvennalandsliðin keppa í efstu deild um Evrópumeistaratitilinn. Evrópukeppni landsliða kvenna: 11.-15. júlí: Montado Resort, Portúgal. Anna Sólveig Snorradóttir (GK)​ Berglind Björnsdóttir (GR) Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) Helga Kristín Einarsdóttir (GK)​ Ragnhildur Kristinsdóttir (GR)​ Saga Traustadóttir (GR) Liðsstjóri: Björgvin Sigurbergsson. Helga Kristín og Saga eru nýliðar í A-landsliði kvenna. Evrópukeppni landsliða karla: 11.-15. júlí: Diamond CC, Austurríki. Aron Snær Júlíusson (GKG) Bjarki Pétursson (GB) Fannar Ingi Steingrimsson (GHG) Gísli Sveinbergsson (GK) Henning Darri Þórðarson (GK) Rúnar Arnórsson (GK) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2017 | 14:00

Stúlknalandsliðið valið fyrir EM í Finnlandi

Jussi Pitkänen, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið sex kylfinga sem keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni stúlknalandsliða í Finnlandi um miðjan júlí. Keppnin fer fram á St. Laurence Golf Club dagana 11.-15. júlí. Liðið er þannig skipað: Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD) Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA) Andrea Bergsdóttir (HILLS GK, Svíþjóð) Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) Kinga Korpak (GS) Zuzanna Korpak (GS) Fararstjóri: Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir. Liðsstjóri: Jussi Pitkänen.