Íslandsbankamótaröðin 2017 (2): Daníel Ísak sigraði í piltaflokki (17-18 ára)
Annað mót Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 fór fram dagana 9.-11. júní á Hólmsvelli í Leiru og lauk því í dag. Þátttakendur í piltaflokki 17-18 ára voru 20 talsins og sigurvegari varð Daníel Ísak Steinarsson, GK. Daníel Ísak lék Leiruna á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (73 74 75). Í 2. sæti varð Ragnar Már Ríkharðsson, GM á samtals 7 yfir pari og í 3. sæti varð Elvar Már Kristinsson, GR, á samtals 9 yfir pari. Sjá má heildarúrslitin í piltaflokki (17-18 ára) á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 hér að neðan: 1 Daníel Ísak Steinarsson GK 3 F 37 38 75 3 73 74 75 222 6 2 Ragnar Már Ríkarðsson GM 3 Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2017 (2): Laufey Jóna sigraði í stúlknaflokki (19-21 árs)
Annað mót Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 fór fram dagana 9.-11. júní á Hólmsvelli í Leiru og lauk því í dag. Í stúlknaflokki (19-21 árs) var aðeins 1 þátttakandi, en það er samt 100% fjölgun frá því í 1. Íslandsbankamótaraðarmótinu í ár. Það var Laufey Jóna Jónsdóttir, GS, sem sigraði. Laufey Jóna lék Leiruna á samtals 40 yfir pari, 256 höggum (89 80 87). Það væri nú gaman ef fleiri stúlkur tækju þátt og veittu Laufey Jónu samkeppni í komandi mótum, en frábært engu að síður að Laufey Jóna skyldi taka þátt og spila!!!
Íslandsbankamótaröðin 2017 (2): Helgi Snær sigraði í piltaflokki (19-21 árs)
Annað mót Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 fór fram dagana 9.-11. júní á Hólmsvelli í Leiru. Þátttakendur í piltaflokki 19-21 árs voru 7 og sigurvegari varð Helgi Snær Björgvinsson, GK. Helgi Snær lék Leiruna á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (75 73 79). Í 2. sæti varð Eggert Kristján Kristmundsson, GR á 20 yfir pari og í 3. sæti varð Ernir Sigmundsson, GR, á samtals 23 yfir pari. Sjá má heildarúrslitin í piltaflokki (19-21 árs) á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 hér að neðan: 1 Helgi Snær Björgvinsson GK 5 F 42 37 79 7 75 73 79 227 11 2 Eggert Kristján Kristmundsson GR 3 F 46 38 84 12 75 77 84 236 Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2017 (2): Hulda Clara sigraði í telpuflokki (15-16 ára)
Annað mót Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 fór fram dagana 9.-11. júní á Hólmsvelli í Leiru. Í telpuflokki voru 11 þátttakendur. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sigraði – lék Leiruna á samtals 16 yfir pari, 160 höggum (77 83). Í 2. sæti varð Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA á samtals 20 yfir pari og í 3. sæti Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR á samtals 25 yfir pari. Sjá má úrslitin í heild í telpuflokki (15-16 ára) hér að neðan: 1 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 5 F 43 40 83 11 77 83 160 16 2 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 6 F 44 42 86 14 78 86 164 20 3 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 8 F Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lauk keppni T-4 í Belgíu!!!
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt í KPMG Trophy en mótinu lauk í dag. Birgir Leifur lék samtals á 16 undir pari, 272 höggum (69 68 69 66) og lauk keppni T-4 þ.e. deildi 4. sætinu með 5 öðrum kylfingum. Fyrir árangur sinn hlaut Birgir Leifur tékka upp á € 6.630 eða u.þ.b. 750.000 íslenskar krónur. Sigurvegari í mótinu varð Austurríkismaðurinn Martin Wiegele, á samtals 19 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna í KPMG Trophy SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Rúnar Arnórsson – 11. júní 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Rúnar Arnórsson. Rúnar er fæddur 11. júní 1992 og á því 25 ára merkisafmæli í dag!!! Rúnar er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er í afrekshóp GSÍ. Hann spilar á Eimskipsmótaröðinni og varð m.a. stigameistarari GSI 2013! Rúnar spilar í bandaríska háskólagolfinu med golfliði University of Minnesota. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Rúnar með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Rúnar Arnórsson (25 ára!!! – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bruce Plummer, 11. júní 1957 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Deborah Lesa meira
GOS: Daníel Arnar, Kjartan + 8 aðrir sigruðu á Opnu Kótelettunni!
Í gær fór fram Opna Kótelettan, golfmót, sem haldið er í tengslum við bæjarhátíðina Kótelettuna á Selfossi. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni og veitt verðlaun fyrir efstu 10 sætin. Verðlaun voru þannig að keppendur gátu valið af verðlaunaborði um eftirfarandi verðlaun, sá í 1. sæti átti fyrsta val; sá í 2. sæti 2. val o.s.frv. Verðlaunin, sem í ár voru stórglæsileg og hlupu á á hundruðum þúsunda, voru eftirfarandi: Napoleon Grill frá Byko, Tjald frá Byko, Tjald frá Byko, Under Armon bakpoki frá Intersport,Mánaðarkort í Krafbrennzlunni, Sun Mountain golfkerra frá Erninum, Sign armband Karl úrsmiður, Miði á Kótelettuna, TRS Grill hitamælir, Hótel Selfoss Gistismellur með morgunmat, Platínum kort í Bása + Duzen af Titleist Pro v1, FootJoy DNA golfskór frá Íslensk/ameríska, Hringur fyrir Lesa meira
GSF: Jóhann Stefánsson og Þorsteinn Arason sigruðu á Sjómannadagsmótinu
Í gær, 10. júní, fór fram Sjómannadagsmót GSF og Marports, en mótið er hluti af Austurlandsmótaröðinni 2017 ,sem er samstarfsverkefni GBE, GFH, GKF, GSF og GN. Mótið er haldið til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Veitt voru þrenn verðlaun í punktakeppni og ein verðlaun í höggleik og gat sami aðili ekki unnið bæði punkta- og höggleik. Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir lengsta teighögg á 7. og 16. braut og nándarverðlaun á 9. og 18. holu. Félagar í GSF kepptu ennfremur um Marportsbikarinn (punktakeppni). Alls voru þátttakendur í Marsportsmótinu 45 þar af 2 kvenkylfingar. Úrslit urðu þau að í höggleiknum sigraði Jóhann Stefánsson, GSF, en hann lék heimavöllinn, Hagavöll á 78 höggum Lesa meira
LPGA: Lexi leiðir f. lokahring Manulife
Það er bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson, nr. 4 á Rolex-heimslista kvenna, sem leiðir fyrir lokahring Manulife LPGA Classic. Lexi hefir spilað fyrstu 3 keppnishringi Manulife á samtals 17 undir pari, 199 höggum (67 65 67). Einu höggi á eftir er bandaríski kylfingurinn Lindy Duncan á samtals 16 undir pari – Sjá eldri kynningu Golf 1 á Duncan með því að SMELLA HÉR: Í 3. sæti er síðan nr. 5 á Rolex-heimslista kvenna, In Gee Chun frá S-Kóreu, á samtals 15 undir pari. Til þess að sjá stöðuna í heild á Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:
PGA: 3 C efstir á St. Jude Classic e. 3. dag
Það eru 3 kylfingar, hvers eftirnöfn byrja öll á C, sem verma efsta sætið eftir 3. keppnisdag á FedEx St. Jude Classic mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Þetta eru þeir Rafa Cabrera Bello, Stewart Cink og Ben Crane. Allir eru þeir búnir að spila á 9 undir pari, 201 höggi. Til þess að sjá stöðuna á St. Jude Classic að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR:










