Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 08:00

Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í 18. sæti á EM

Íslenska kvennalandsliðið tók þátt í EM í liðakeppni dagana 11.-15. júlí s.l., en EM kvenna fór fram í Montado Resort í Portúgal. Fyrstu tvo keppnisdagana var spilaður höggleikur og þar hafnaði íslenska kvennalandsliðið í 18. sæti af 19 þátttökuþjóðum. Liðin sem urðu í 1.-8. sæti kepptu síðan um Evrópumeistaratitilinn í 3 daga holukeppni og Evrópumeistari í liðakeppni 2017 er lið Englands skipað þeim: Liönnu Bailey, Gemmu Clews, Indiu Clyburn, Alice Hewson,  Sophie Lamb og Rochelle Morris.  Liðin í 9.-16. sæti í höggleiknum kepptu í B-riðli og liðin í 17.-19. sæti kepptu í C-riðli. Íslenska kvennalandsliðið keppti því í C-riðli og hóf holukeppnina á því að sigra lið Portúgal á fimmtudaginn 13. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 06:00

GKB: Haraldur fór holu í höggi

Haraldur Þórðarson, GKB, fór holu í höggi á meistaramóti GKB, sem lauk í gær. Ásinn fékk Haraldur á 2. degi meistaramótsins, fimmtudaginn 13. júlí á 12. holu Kiðjabergsvallar. Tólfta holan er par-3, 133 m af gulum teigum. Haraldur varð í 2. sæti í meistaraflokki karla á meistaramótinu í gær. Golf 1 óskar Haraldi innilega til hamingju með draumahöggið!

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2017 | 18:30

Íslandsbankamótaröðin 2017 (4): Staðan e. 2. dag

Það eru 142 þátttakendur í 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fer á Garðavelli á Akranesi. Keppt er í 8 flokkum þ.e. 4 aldursflokkum og hjá báðum kynjum. Elstu flokkarnir spila 3 en þeir yngri 2 hringi. Lokahringirnir verða spilaðir á morgun, sunnudaginn 16. júlí 2017. Hér að neðan má sjá stöðuna í öllum flokkum eftir 2. keppnisdag: Piltar 19-21 árs: 1 Jóhannes Guðmundsson GR 1 F 37 34 71 -1 80 71 151 7 2 Vikar Jónasson GK 0 F 36 35 71 -1 83 71 154 10 3 Víðir Steinar Tómasson GA 3 F 38 39 77 5 77 77 154 10 4 Björn Óskar Guðjónsson GM 0 F Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2017 | 13:30

PGA: Rodgers efstur í hálfleik á John Deere Classic – Hápunktar 2. dags

Það er fremur óþekktur bandarískur kylfingur Patrick Rodgers, sem leiðir í hálfleik á John Deere Classic, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Rodgers er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 129 högg (65 64). Í 2. sæti er Bryson DeChambeau 2 höggum á eftir, 11 undir pari, 131 högg (66 65). Til þess að sjá hápunkta 2. dags á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2017 | 13:00

Evróputúrinn: Harrington einn þriggja efstu á Opna skoska í hálfleik – Hápunktar 2. dags

Aberdeen Assett Management Opna skoska er í fullum gangi, en mótið er mót vikunnar á Evróputúrnum. Eftir 1. dag var kylfingurinn finnski Mikko Ilonen, sem leiddi á 7 undir pari en í hálfleik deildu 3 kylfingar með sér efsta sætinu: Þeir Pádraig Harrington, Alexander Knappe og Englendingurinn Callum Shinkwin; allir á samtals 9 undir pari. Jafnir í 4. sæti eftir 2. keppnisdag eru síðan Ian Poulter og Andrew Dodt; báðir einu höggi á eftir þ.e. á 8 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna skoska SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2017 | 12:00

GSE: Jóhanna Margrét og Tryggvi Valtýr klúbbmeistarar GSE 2017

Meistaramót Golfklúbbsins Setbergs í Hafnarfirði fór fram dagana 5.-8. júlí 2017 Þátttakendur voru 87 og spilað í 9 flokkum. Klúbbmeistarar GSE 2017 eru Jóhanna Margrét Sveinsdóttir og Tryggvi Valtýr Traustason. Úrslit í öllum flokkum má sjá hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Tryggvi Valtýr Traustason GÖ 0 F 34 36 70 -2 73 77 71 70 291 3 2 Ólafur Hreinn Jóhannesson GSE 1 F 37 36 73 1 74 75 76 73 298 10 3 Sigurjón Sigmundsson GSE 2 F 38 40 78 6 76 77 75 78 306 18 4 Helgi Birkir Þórisson GSE 0 F 42 44 86 14 78 70 76 86 310 22 Konur: 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2017 | 10:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2017 (4): Klara sigraði í stúlknaflokki 15-18 ára

Fjórða Áskorendamóti Íslandsbanka 2017 lauk á Garðavelli á Akranesi, í fyrradag, fimmtudaginn 13. júlí, með þáttöku um 65 barna og unglinga. Frábærar vallaraðstæður og gott veður settu svip sinn á mótið sem tókst afar vel og lauk með grillveislu í boði Golfklúbbsins Leynis og verðlaunaafhendingu í golfskála. Á Áskorendamótaröðinni keppa kylfingar, sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Þeir sem voru 15-18 ára spiluðu 18 holur. Sigurvegari í flokki 15-18 stúlkna varð heimakonan Klara Kristvinsdóttir, úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi . Hún lék 18 holurnar á Garðavelli á 104 glæsihöggum! Úrslit í stúlkuflokki 15-18 ára á 4. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka urðu eftirfarandi: 1 Klara Kristvinsdóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2017 | 09:45

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2017 (4): Aron Bjarki sigraði í fl. 15-18 ára pilta

Fjórða Áskorendamóti Íslandsbanka 2017 lauk á Garðavelli á Akranesi, í fyrradag, fimmtudaginn 13. júlí, með þáttöku um 65 barna og unglinga. Frábærar vallaraðstæður og gott veður settu svip sinn á mótið sem tókst afar vel og lauk með grillveislu í boði Golfklúbbsins Leynis og verðlaunaafhendingu í golfskála. Á Áskorendamótaröðinni keppa kylfingar, sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Þeir sem voru 15-18 ára og yngri spiluðu 18 holur. Sigurvegari í flokki 15-18 ára pilta varð heimamaðurinn Aron Bjarki Kristjánsson, úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Hann lék 18 holurnar á Garðavelli á 94 glæsihöggum! Úrslit í piltaflokki 15-18 ára á 4. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka urðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2017 | 09:30

GBB: LEIÐRÉTT FRÉTT – Ólafía Björnsdóttir klúbbmeistari kvenna í GBB 2017

Golf 1 birti hér á dögunum, nánar tiltekið 13. júlí 2017 frétt þess efnis að klúbbmeistarar GBB þ.e. Golfklúbbsins á Bíldudal hefðu orðið Magnús Jónsson og Kristjana Andrésdóttir. Birt voru úrslit eins og þau koma fyrir á vefsíðu GSÍ, golf.is. Þar er hins vegar rangt með farið s.s. nokkrir félagar úr GBB, sem samband höfðu við Golf 1 bentu á. Meintur klúbbmeistari Kristjana Andrésdóttir leiðrétti sjálf vitlausu fréttinu, þar sem hún segir: „Í kvennaflokki varð Ólafía Björnsdóttir klúbbmeistari, í öðru sæti Guðný Sigurðardóttir og þriðja Kristjana Andrrésdóttir. Í karlaflokki varð Magnús Jónsson klúbbmeistari, Heiðar Jóhannsson í öðru og þriðja Arnar Arnarsson.“ Klúbbmeistarar GBB árið 2017 eru því Magnús Jónsson og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2017 | 09:15

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2017 (4): Gabríel Þór sigraði í fl. 14 ára og yngri stráka

Fjórða Áskorendamóti Íslandsbanka 2017 lauk á Garðavelli á Akranesi, í fyrradag, fimmtudaginn 13. júlí, með þáttöku um 65 barna og unglinga. Frábærar vallaraðstæður og gott veður settu svip sinn á mótið sem tókst afar vel og lauk með grillveislu í boði Golfklúbbsins Leynis og verðlaunaafhendingu í golfskála. Á Áskorendamótaröðinni keppa kylfingar, sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Þeir sem voru 14 ára og yngri spiluðu 18 holur. Sigurvegari í flokki 14 ára og yngri stráka varð heimamaðurinn Gabríel Þór Þórðarson, úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi . Hann lék 18 holurnar á Garðavelli á 82 glæsihöggum! Gabríel Þór var jafnframt á besta skori allra Lesa meira