Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 22:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (4): Böðvar Bragi Íslandsmeistari í höggleik 14 ára og yngri stráka

Íslandsmóti unglinga á Íslandsmótaröðinni lauk í kvöld á Garðavelli á Akranesi. Alls voru átta Íslandsmeistarar krýndir á mótinu en um 150 keppendur tóku þátt. Kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur voru sigursælir og fékk GR alls fimm Íslandsmeistaratitla af alls átta sem voru í boði. Keppt var í fyrsta sinn í flokki 19-21 árs á Íslandsmótinu. Íslandsmeistari í strákaflokki 14 ára og yngri varð Böðvar Bragi Pálsson, GR. Úrslit í strákaflokki 14 ára og yngri á Íslandsmóti unglinga í höggleik 2017 voru eftirfarandi (spilað af bláum teigum): 1 Böðvar Bragi Pálsson GR -2 F 33 35 68 -4 80 76 68 224 8 2 Dagur Fannar Ólafsson GKG 6 F 38 36 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 20:00

Úrslit úr Íslandsmóti eldri kylfinga 2017 á Jaðarsvelli

Íslandsmót eldri kylfinga 2017 fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri þar sem tæplega 140 kylfingar tóku þátt. Aðstæður voru prýðilegar á góðum keppnisvelli og urðu úrslit eftirfarandi. Verðlaunahafar 65+ Karlar með forgjöf +65 1. Einar Magnússon , GS 213 högg 2. Tryggvi Þór Tryggvason, GK 219 högg 3. Þorsteinn Geirharðsson, GS 219 högg Karlar án forgjafar +65 1. Rúnar Svanholt , GR (78-84-80) 242 högg 2. Tryggvi Þór Tryggvason, GK (82-85-79) 246 högg 3. Þorsteinn Geirharðsson, GS (79-82-85) 246 högg *Tryggvi varð annar eftir bráðabana Konur með forgjöf +65 1. Margrét Geirsdóttir, GR 223 högg 2. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, GK 241 högg 3. Krístin H. Pálsdóttir, GK 245 högg Konur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 18:45

GSS: Árný Lilja og Arnar Geir klúbbmeistarar GSS 2017

Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks í flokki fullorðinna var haldið 12.-.15.júlí og lauk því í gær. Áður hafði Meistaramót barna hjá GSS farið fram og verða úrslit í því birt á eftir þeim fullorðnu. Meistaramót barna fór nánar tiltekið fram 10.-12. júlí 2017 og voru þátttakendur 19 og spilað í 5 flokkum. Meistaramót hinna fullorðnu fór fram í kjölfarið þ.e. dagana 12.-15. júlí og voru þátttakendur sem luku keppni 31 og keppt í 7 flokkum. Samtals voru því þátttakendur 50 og keppt í 12 flokkum í Meistaramótum GSS 2017. Mikil baraátta var í nokkrum flokkanna og réðust ekki úrslit fyrr en á lokah0lunum. Í flestum flokkum voru leiknar 72 holur á þessum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 18:30

GG: Andrea og Helgi Dan klúbbmeistarar GG 2017

Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur fór fram dagana 12.-15. júlí og lauk því í gær. Þátttakendur voru 54 og keppt í 8 flokkum. Klúbbmeistarar GG 2017 eru Andrea Ásgrímsdóttir og Helgi Dan Steinsson. Helgi Dan var á sérlega flottu skori, en heildarskor hans yfir 4 keppnisdaga var 9 undir pari (68 69 64 70). Hér að neðan má sjá úrslit í öllum flokkum: Meistaraflokkur karla: 1 Helgi Dan Steinsson GL -3 F 35 35 70 0 68 69 64 70 271 -9 2 Jón Júlíus Karlsson GG 3 F 41 38 79 9 74 72 72 79 297 17 3 Hávarður Gunnarsson GG 2 F 39 38 77 7 77 78 73 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 18:00

GK: Þrjár nýjar holur opnaðar á Hvaleyrinni

Á Bastilludaginn, föstudaginn 14. júlí klukkan 09:00 hófst nýr kafli í sögu Keilis þegar ný viðbót við Hvaleyrarvöll var opnuð ásamt breytingum á Sveinskotsvelli. Þrjár nýjar brautir bættust við Hvaleyrina. Ný 13. hola, Holtið, er par 4 og liggur frá 18. flöt að nýjum 14. teig. Ný 14. hola, Lónið, liggur frá bátaskýlunum við Hvaleyrarlón og að teig nýrrar 15. holu, sem er par 3 hola og hefur hlotið nafnið Yfir hafið og heim. Framkvæmdatíminn hefur verið með allra stysta móti. Sáð var í 14. brautina fyrir 11 mánuðum síðan og er ótrúlegt að sjá gróskuna í brautinni. Vallarstarfsmenn vinna nú að því að ganga frá síðustu glompunum ásamt því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Sigríður Pálsdóttir, Ólafur Sigurjónsson og Anton Ingi Arnarsson – 16. júlí 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír að þessu sinni: Anna Sigríður Pálsdóttir, Ólafur Sigurjónsson og Anton Ingi Arnarsson. Anna Sigríður er fædd 16. júlí 1947 og á því 70 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Önnu Sigríðar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan Anna Sigríður Pálsdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Ólafur Sigurjónsson, fæddist 16. júní 1977 og á því 40 ára stórafmæli. Komast má á facebooksíðu Ólafs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Ólafur Sigurjónsson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Anton Ingi Arnarsson er fæddur 16. júlí 1997 og á því 20 ára afmæli í dag. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 15:00

Íslenska karlalandsliðið hafnaði í 12. sæti á EM í liðakeppni

Þann 11.-15. júlí fór fram EM í liðakeppni karla og fór mótið fram í Diamond CC í Austurríki. Fyrstu tvo dagana var spilaður höggleikur og var íslenska karlalandsliðið í 11. sæti eftir dagana tvo. Við tók 3 daga holukeppni. Í fyrstu viðureigninni vann Ísland, Belgíu með 3,5 vinningi gegn 1,5. Í annarri viðureigninni 14. júlí tapaði íslenska karlalandsliðið naumt gegn heimamönnum, liði Austurríkis 3&2. Og eins fór í lokaviðureigninni gegn Tékkum í gær, 15, júlí; Ísland tapaði aftur 3&2 og tólfta sætið staðreynd. Íslenska karlalandsliðið á EM í liðakeppni var skipað þeim: Aron Snæ Júlíussyni GKG; Bjarka Péturssyni, GB; Fannari Inga Steingrímssyni, GHG; Gísli Sveinbergssyni, GK; Henning Darra Þórðarsyni, GK og Rúnari Arnórssyni, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 14:00

GB: Snorri Hjaltason fékk ás!!!

Snorri Hjaltason GB og GKB tók þátt í meistaramóti GB nú fyrr í mánuðnum. Á fyrsta keppnisdegi, 5. júlí 2017,  fór Snorri, sem keppti í meistaraflokki karla hjá GB, holu í höggi. Draumahöggið sló Snorri á 14. braut Hamarsvallar, sem er par-3 og 140 m af gulum teigum. Snorri varð í 4. sæti í meistaraflokki GB á Meistaramóti GB, en hann tók einnig þátt í Meistaramóti GKB, sem lauk í gær (15. júlí 2014) en þar varð Snorri enn í 4. sæti. Golf 1 óskar Snorra innilega til hamingju með ásinn!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 12:00

PGA: Patrick Rodgers enn efstur f. lokahring John Deere Classic – Hápunktar 3. dags

Bandaríski kylfingurinn Patrick Rodgers er enn í efsta sæti fyrir lokahring John Deere Classic mótsins, sem spilaður verður í kvöld. Rodgers hefir spilað á samtals 16 undir pari, 197 höggum (65 64 68). Öðru sætinu deila þeir Daníel Berger og Scott Stallings, báðir á samtals 14 undir pari, hvor. Sjá má hápunkta 3. dags á John Deere Classic með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 10:00

GKB: Áslaug og Rúnar Óli klúbbmeistarar GKB 2017

Meistaramót Golfklúbbsins í Kiðjabergi fór fram dagana 12.-15. júlí og lauk í gær. Rúnar Óli Einarsson er klúbbmeistari karla hjá Golfklúbbi Kiðjabergs 2017 og er þetta í annað sinn sem hann fagnar titlinum. Rúnar lék lokahringinn á 75 höggum sem var besta skorið á hring í mótinu. Haraldur Þórðarson, sem var með forystu fyrir lokahringinn, varð annar eftir að hafa leikið lokahringinn á 85 höggum. Sturla Ómarsson varð þriðji, aðeins einu höggi á eftir Haraldi. Áslaug Sigurðardóttir varð klúbbmeistari kvenna og hafði þar nokkra yfirburði, var 7 höggum á undan Theodóru Stellu Hafsteinsdóttur sem varð önnur. Þuríður Ingólfsdóttir varð þriðja, aðeins einu höggi á eftir Theodóru. Veðrið á lokadaginn, í Lesa meira