Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2017 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Magnús Birgisson – 21. júlí 2017

Einn besti og ástsælasti golfkennari landsins, Magnús Birgisson, á afmæli í dag en hann er fæddur 21. júlí 1959 og því 58 ára. Magnús er flestum kylfingum landsins að góðu kunnur, m.a vegna golfkennarastarfa sinna á Costa Ballena á Spáni (þar sem hann kennir golf í hópi einvala liðs golfkennara, þ.e. ásamt Ragnhildi Sigurðardóttur og Herði Arnarsyni ) Það er kunnara en frá þurfi að segja að Magnús kemur úr stórri golffjölskyldu en allir í kringum hann, eiginkonan, synir, systur, móðir, frænkur og frændur eru í golfi. Magnús er kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur, eiganda golfvörufyrirtækisins hissa.is, en á boðstólum fyrirtækisins eru ýmsar frábærar vörur fyrir golfara m.a. birdiepelar, flatarmerki, flatargaflar, tí, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2017 | 11:00

LPGA: Paige Spiranac gagnrýnir nýjan dresskóða kvenna á LPGA

Kylfingurinn Paige Spiranac vakti fyrst athygli þegar henni var boðin þátttaka í móti Evrópumótaraðarinnar á grundvelli þess hversu marga fylgjendur hún átti á félagsmiðlunum. Það vakti reiði og gagnrýni margra – Sjá m.a. grein Golf 1 þar um, með því að SMELLA HÉR: Spiranac heldur úti vefsíðu og birti nú nýlega grein á fortune.com þar sem hún gagnrýnir nýja stefnu LPGA um dresskóða kvenkylfinga.  Greinin birtist hér í lauslegri íslenskri þýðingu: „Fyrr í þessum mánuði birti LPGA nýja stefnu varðandi dresskóða á mótaröðinni sem takmarkar val kvenkylfinga á golffatnaði í mótum mótaraðarinnar. Meðal hinna nýju reglna er eftirfarandi: ekki má vera í leggings (nema þær séu undir stuttbuxum eða stuttbuxnapilsum), Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2017 | 09:00

Opna breska 2017: Koepka, Kuchar og Spieth efstir – Hápunktar 1. dags

Það eru Bandaríkjamennirnir Matt Kuchar, Jordan Spieth og Brooks Koepka sem leiða eftir 1. dag á 3. risamóti karlagolfsins 2017. Allir hafa þeir spilað völl Royal Birkdale á 5 undir pari. Einn í 4. sæti er síðan Charl Schwartzel frá S-Afríku, 1 höggi á eftir. Ian Poulter er síðan meðal 6 kylfinga sem deila 5. sæti á 3 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Opna breska 2017 SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Opna breska 2017 SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2017 | 08:00

LPGA: Ólafía Þórunn T-67 e. 1. dag Marathon Classic mótsins

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hóf leik í gær í 14. LPGA móti sínu til þessa, sem er Marathon Classic presented by Owens Corning. Mótið fer fram í Sylvania í Ohio og stendur dagana 20.-23. júlí 2017. Ólafía Þórunn lék 1. hringinn á sléttu pari, 71 höggi; fékk 4 fugla, 2 skolla og einn skelfilegan skramba. Hún er T-67 og rétt fyrir ofan niðurskurðarlínu, sem stendur, en niðurskurður er eins og er miðaður við parið eða betra. Í efsta sæti eftir 1. keppnisdag er bandaríski Solheim Cup kylfingurinn Gerina Piller, en hún kom í hús á 8 undir pari, 63 höggum. Sjá má stöðuna á Marathon Classic mótinu með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2017 | 07:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (6): Vikar efstur í karlaflokki eftir 1. dag Íslandsmótsins í höggleik

Hinn tvítugi Vikar Jónasson sýndi allar sínar bestu hliðar á fyrsta keppnisdegi Íslandsmótsins í höggleik. Keilismaðurinn lék gríðarlega vel í dag og kom inn í klúbbhúsið á 65 höggum eða 6 höggum undir pari. Hann er með eitt högg í forskot á GR-inginn Guðmund Ágúst Kristjánsson og tvö högg á Egil Ragnar Gunnarsson úr GKG. Gott skor var í karlaflokknum á fyrsta hringum enda voru aðstæður á Hvaleyrarvelli gríðarlegae góðar; nánast logn, skýjað og kjöraðstæður til að skora vel á frábærum keppnisvelli. Staða efstu manna í karlaflokki á Íslandsmótinu í höggleik eru eftirfarandi:  1. Vikar Jónasson, GK 65 (-6) 2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 66 (-5) 3. Egill Ragnar Gunnarsson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2017 | 06:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (6): Ragnhildur efst e. 1. dag á Íslandsmótinu í höggleik

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forskot á Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni eftir fyrsta keppnisdaginn á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki. Ragnhildur lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari en Valdís er á -1. Staða efstu 10 kvenna á Íslandsmótinu í höggleik er eftirfarandi eftir 1. keppnisdag: 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 69 (-2) 2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 70 (-1) 3.-4. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG 74 (+3) 3.-4. Karen Guðnadóttir, GS 74 (+3) 5. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 75 (+4) 6.-9. Þórdís Geirsdóttir, GK 76 (+5) 6.-9. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK 76 (+5) 6.-9. Helga Kristín Einarsdóttir, GK 76 (+5) 6.-9.Ingunn Einarsdóttir, GKG 76 (+5)

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Henning Darri Þórðarson – 20. júlí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Henning Darri Þórðarson. Henning Darri er fæddur 20. júlí 1998 og er því 19 ára í dag!!! Henning Darri er í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði (GK). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fred „Butch“ Baird 20. júlí 1936 (81 árs); Betty Burfeindt, 20. júlí 1945 sigurvegari LPGA Championship (72 ára); Þórleifur Gestsson, 20. júlí 1966 (51 árs); Aslaug Fridriksdottir, 20. júlí 1968 (49 ára); Thomas Cregg Scherrer, 20. júlí 1970 (47 ára); Sophie Sandolo 20. júlí 1976 (41 árs); James Bongani Kamte, 20. júlí 1982 (35 ára); Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir (33 ára); Baldur Friðberg Björnsson, 20. júlí 1990 (27 ára ); Birgitta R Birgis; Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2017 | 11:05

GHD: Amanda Guðrún og Heiðar Davíð klúbbmeistarar GHD 2017

Meistaramót Golfklúbbsins Hamars á Dalvík (GHD) fór fram dagana 5.-8. júlí sl. Þáttakendur voru 21 og keppt í 5 flokkum. Klúbbmeistarar GHD 2017 eru þau Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Heiðar Davíð Bragason. Heiðar Davíð lék Arnarholtsvöll á glæsilegu 9 undir pari, 271 höggi ( 66 69 69 67), sem er með lægsta skori sem sést á meistaramótum hérlendis!!!! Sá sem varð í 2. sæti í meistaraflokki karla, Arnór Snær Guðmundsson, var á ekki síður glæsilegu skori 6 undir pari!!! Sjá má úrslit í öllum flokkum hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Heiðar Davíð Bragason GHD -4 F 34 33 67 -3 66 69 69 67 271 -9 2 Arnór Snær Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2017 | 09:00

LPGA: Ólafía Þórunn keppir á sínu 14. LPGA móti – fylgist með gengi hennar HÉR

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur í dag,  fimmtudaginn 20. júlí keppni á LPGA mótinu Marathon Classic sem fram fer í Sylvania í Ohio í Bandaríkjunum. Þetta er 14. mótið á tímabilinu hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu mótaröð heims. Ólafía Þórunn hefur leik kl. 16:48 að íslenskum tíma. Hægt að fylgjast með gangi mála hjá Ólafíu með því að SMELLA HÉR:  Í byrjun júní náði Ólafía Þórunn sínum næst besta árangri á LPGA mótaröðinni þegar hún endaði í 36. sæti á Thornberry Creek mótinu. Besti árangur hennar er 30. sæti. Eins og staðan er núna er Ólafía Þórunn í 121. sæti stigalistans á LPGA mótaröðinni. Á stigalista LPGA var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2017 | 07:30

Opna breska 2017: 3. risamót ársins hefst í dag! – Fylgist með HÉR

Það risamót sem er elst og á sér flestar hefðir hefst í dag á Royal Birkdale. Þetta er í 10. skipti sem Opna breska fer fram á Royal Birkdale og í 146. skipti sem mótið fer fram. Royal Birkdale opnaði 1889, en fór gegnum gagngerar breytingar 1922 framkvæmdar af  Fred Hawtree og JH Taylor.  Frá því að Opna breska fór fyrst fram 1954 hefir völlurinn (ásamt Royal Lytham) verið sá völlur þar sem Opna breska hefir oftast farið fram, ef undan er skilin sjálf vagga golfsins, St Andrews. Þegar Opna breska fór fyrst fram á Royal Birkdale sigraði Peter Thomson fyrsta af 3. risatitilum sínum á Opna breska í röð og hann sneri síðan Lesa meira