PGA: Murray sigraði á Barbasol
Grayson Murray, f. 1993 sigraði á fyrsta PGA Tour móti sínu nú um helgina, en það var Barbasol meistaramótið. Mótið fór fram á hinum svokallaða RTJ Golf Trail á Grand National. Sigurskor Murray var 21 undir pari, 263 högg (67 64 64 68). Sjá má lokastöðuna á Barbasol meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: „Þetta er áhrifamikið,” sagði Murray eftir sigurinn. Það eru líklega 12-20 sem gætu sigrað í næstu viku. Bryson (DeChambeau) vann í síðustu viku, Xander (Schauffele) vikuna þar áður, Jordan (Spieth) vann Opna breska í dag. Daniel Berger, Justin Thomas, Rickie (Fowler). Jafnvel þó Rickie sé gamall í samanburð ivið okkur.” Berger, sem sigraði á FedEx St. Jude Classic,e r þegar Lesa meira
Opna breska 2017: Hvað var í sigurpoka Jordan Spieth?
Hér er listi með öllum kylfum sem voru í poka Jordan Spieth þegar hann sigraði Opna breska 2017: DRÆVER: Titleist 915D2 (9.5°), með Aldila NV 2KXV Blue 70 X skaft BRAUTARTRÉ: Titleist 915F (15°), með Graphite Design Tour AD DI-7 X skaft JÁRN: Titleist 718 T-MB prototype (3), með Graphite Design Tour AD DI 105 X skaft; Titleist 716 T-MB (4), 716 AP2 (5-9), með Project X 6.5 sköftum FLEYGJÁRN: Titleist Vokey Design SM6 Raw (46, 52, 56, 60°), með Project X 6.0 sköftum PÚTTER: Scotty Cameron for Titleist Newport 009 BOLTI: Titleist Pro V1x.
LPGA: Ólafía Þórunn lauk leik T-45 á Marathon Classic – á glæsiskori 67 höggum!!!
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tók þátt í Marathon Classic, sem fram fór í Sylvania í Ohio í Bandaríkjunum. Þetta var 14. mótið á tímabilinu hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu mótaröð heims og í 7. skiptið sem hún komst í gegnum niðurskurð Ólafía Þórunn lék samtals á 280 höggum (71 70 72 67) og varð T-45. Í verðlaunafé hlaut Ólafía Þórunn $6,206 og fór upp um 5 sæti á stigalistanum og er nú í 116. sæti. Ólafía Þórunn þarf að vera meðal 100 efstu til að halda öruggu sæti á LPGA mótaröðinni. Samtals hefir Ólafía Þórunn nú unnið sér inn $ 40.046,- In Kyung Kim frá S-Kóreu stóð uppi sem Lesa meira
Opna breska 2017: Spieth sigraði!
Jordan Spieth vann í kvöld 3. risatitil sinn, þegar hann lyfti Claret Jug á Royal Birkdale. Þetta er í 1. skipti, sem Spieth sigrar á Opna breska. Áður hefir Spieth sigrað á Masters og Opna bandaríska, í bæði skiptin 2015. Spieth lék á samtals 12 undir pari, 268 höggum (65 69 65 69) og var það sigurskorið á Opna breska 2017! Í 2. sæti varð Matt Kuchar, sem aldrei hefir sigrað á risamóti, en hann lék á samtals 9 undir pari og í 3. sæti, sem e.t.v. kemur svolítið á óvart, varð kínverskur kylfingur, Haotong Li á samtals 6 undir pari. Rory deildi 4. sætinu með Rafa Cabrera Bello, en Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2017 (6): Axel Bóasson Íslandsmeistari í höggleik
Það er Axel Bóasson, úr Golfklúbbnum Keili, sem er Íslandsmeistari í höggleik 2017. Eftir hefðbundnar 72 holur voru Axel og Haraldur Franklín Magnús og Golfklúbbi Reykjavíkur efstir og jafnir. Báðir voru á 8 undir pari, 276 höggum og varð því að koma til umspils, þar sem Axel hafði betur. Úrslit í karlaflokki í heild urðu eftirfarandi: 1 Haraldur Franklín Magnús GR -3 F 37 32 69 -2 69 70 68 69 276 -8 2 Axel Bóasson GK -2 F 34 38 72 1 69 68 67 72 276 -8 3 Andri Þór Björnsson GR -2 F 38 34 72 1 68 69 71 72 280 -4 4 Fannar Ingi Steingrímsson Lesa meira
GH: Birna Dögg og Unnar Þór klúbbmeistarar Golfklúbbs Húsavíkur 2017
Meistaramóti Golfklúbbs Húsavíkur lauk í gær, 22. júlí 2017, en það stóð daganna 19.-22. júlí 2017. Þátttakendur í mótinu voru 18 og keppt var í 3 flokkum. Klúbbmeistarar GH 2017 urðu þau Birna Dögg Magnúsdóttir og Unnar þór Axelsson. Hér má sjá úrslit í öllum flokkum í meistaramóti GH 2017: 1. flokkur karla: 1 Unnar Þór Axelsson GH 4 F 34 36 70 0 79 80 76 70 305 25 2 Karl Hannes Sigurðsson GH 5 F 37 34 71 1 83 82 71 71 307 27 3 Sigurður Hreinsson GH 6 F 40 35 75 5 80 79 75 75 309 29 4 Jón Elvar Steindórsson GH 4 F Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2017 (6): Valdís Þóra Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki 2017
Það var Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sem hampaði Íslandsmeistarabikaranum í höggleik á Hvaleyrinni. Þar með endurtók hún leikinn frá 2012 þegar hún varð Íslandsmeistari í höggleik að Hellu. Þar áður hafði hún orðið Íslandsmeistari í höggleik, fyrst 2009. Valdís Þóra lék á samtals 10 yfir pari, 294 höggum (70 74 77 73). Hún átti 2 högg á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, sem lék á samtals 12 yfir pari. Hér má sjá úrslit í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik 2017 í heild: 1 Valdís Þóra Jónsdóttir GL -1 F 39 34 73 2 70 74 77 73 294 10 2 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 1 F 39 36 75 4 75 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Harris English —— 23. júlí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Harris English. Harris fæddist 23. júlí 1989 og er því 28 ára í dag! Harris þykir með hávaxnari mönnum á PGA en hann er 1,91 m á hæð. Hann spilar á PGA Tour og hefir sigrað tvívegis þar í fyrra skiptið á St. Jude Classic, 9. júní 2013 og síðan á OHL Classic í Mayakoba, 17. nóvember 2013. Sjá má kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ken Green, 23. júlí 1958 (59 ára); Craig Barlow, 23. júlí 1972 (45 ára); Thomas Brent „Boo“ Weekley, 23. júlí 1973 (44 ára); Mikko Korhonen, 23. júlí 1980 Lesa meira
Greg Norman: Tiger verður að koma skikki á líf sitt
BBC tók viðtal við „hvíta hákarlinn“ Greg Norman og var umræðuefni m.a. Tiger. Þar sagði Greg Norman m.a. að Tiger myndi líklega aldrei aftur ná þeim hæðum í golfinu, sem hann náði eitt sinn. Hann (Tiger) ætti endurkomu, en áður en af henni yrði, yrðu að verða á breytingar. Sagði Norman m.a. að Tiger yrði að koma skikki á líf sitt. Hlusta má á viðtalið við Greg Norman á BBC með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Ólafía Þórunn T-60 e. 3. dag á Marathon Classic
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur hóf leik á fimmtudaginn á LPGA mótinu Marathon Classic, sem fram fer í Sylvania í Ohio í Bandaríkjunum. Þetta er 14. mótið á tímabilinu hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu mótaröð heims og í 7. skiptið sem hún kemst í gegnum niðurskurð Eftir 3 keppnisdaga er Ólafía Þórunn samtals búin að spila á sléttu pari, 213 höggum (71 70 72) og er T-60. Í efsta sæti eftir 3. hring er nýliðinn Nelly Korda á samtals 15 undir pari. Sjá má stöðuna á Marathon Classic með því að SMELLA HÉR:










