Eimskipsmótaröðin 2017 (6): Vel heppnað lokahóf – Vikari veitt viðurkenning fyrir vallarmet!!!
Íslandsmótinu í golfi 2017 lauk s.l. sunnudag þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) og Axel Bóasson (GK) fögnuðu Íslandsmeistaratitlunum eftir æsispennandi keppni. Í mótslok fór fram lokahóf þar sem að keppendur, starfsfólk og sjálfboðaliðar úr golfhreyfingunni áttu saman góða kvöldstund við frábærar aðstæður í golfskála Keilis. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin á Íslandsmótinu, vallarmet, holu í höggi ásamt ýmsum öðrum viðurkenningum. Einn þeirra sem hlaut viðurkenningu var Keilismaðurinn Vikar Jónasson. Hann setti glæsilegt vallarmet fyrsta mótsdag 65 högg.
GKS: Þröstur Ingólfsson með ás!!!
Þröstur Ingólfsson kylfingur úr Golfklúbbi Siglufjarðar fór holu í höggi á 9. braut á Hólsvelli í gær, 25. júlí 2017. Níunda braut er par-3 og 82 metrar af gulum teigum. Golf 1 óskar Þresti til hamingju með draumahöggið!!!!
Afmæliskylfingur dagsins: Cheyenne Woods – 25. júlí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Cheyenne Nicole Woods, frænka Tiger og fyrrum liðsfélagi Íslandsmeistarans í höggleik 2011, 2014 og 2016, Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, í Wake Forest. Cheyenne fæddist í Phoenix, Arizona, 25. júlí 1990 og á því 27 ára afmæli í dag. Hún er dóttir Earl Dennison Woods Jr., eldri bróður Tiger Woods. Afi hennar Earl Woods eldri var fyrsti þjálfarinn hennar. Cheynne spilaði golf með golfliði Xavier College Preparatory og sigraði ár eftir ár Arizona 5A State Championships árin 2006 og 2007. Cheyenne útskrifaðist frá Wake Forest University 2012 þar sem hún spilaði golf með Demon Deacons. Cheyenne hefir sigrað á meira en 30 áhugamannamótum. Árið 2009 þáði hún boð styrktaraðila Lesa meira
GF: Jónína Birna og Sindri Snær klúbbmeistarar GF 2017
Meistaramót Golfklúbbs Flúða GF) fór fram 14.-15. júlí sl. Þátttakendur voru 60 og keppt í 9 flokkum. Klúbbmeistarar 2017 eru Jónína Birna Sigmarsdóttir og Sindri Snær Alfreðsson. Hér að neðan má sjá úrslit í öllum flokkum: 1. flokkur karla: 1 Sindri Snær Alfreðsson GF 3 F 39 36 75 5 77 75 152 12 2 Tómas Sigurðsson GF 2 F 38 37 75 5 80 75 155 15 3 Bergur Dan Gunnarsson GF 3 F 40 36 76 6 82 76 158 18 4 Árni Tómasson GR 7 F 41 42 83 13 80 83 163 23 5 Albert Einarsson GF 8 F 45 41 86 16 85 86 171 31 Lesa meira
Opna breska 2017: Nicklaus eys Spieth lofi
Jack Nicklaus fannst svo mikið til sigurs Jordan Spieth á Opna breska að hann fór á Twitter aðeins 2 tímum eftir sigurræðu Spieth og skrifaði (350 orð á ensku um hrifningu sína á Spieth): Spieth og Nicklaus eru þeir einu sem sigrað hafa á 3 mismunandi risamótum fyrir 24 ára aldurinn. Nicklaus undirstrikaði líka á Spieth hafi unnið í 3 fleiri mótum en hann hafði undir beltinu á sama aldri og skýrði út hversu þroskaður sér þætti Spieth vera miðað við aldur. Nicklaus sagði líka að dropp Spieth á 13. holu Royal Birkdale þar sem hann gekk tilbaka til að spila lengra högg af æfingasvæðinu, sem leiddi til skolla „ótrúlega Lesa meira
Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-36 e. 2. dag á Preis des Hardenberg mótinu
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Preis des Hardenberg mótinu, sem er hluti af Pro Golf mótaröðinni. Mótið fer fram á Hardenberg GolfResort, á Gut Levershausen í Northeim, í Niedersachsen; eiginlega í miðju Þýskalandi, fyrir norðan Göttingen, sem er næsta stórborg Þýskalands við Northeim. Mótið fer fram dagana 23.-25. júlí og lýkur í dag. Þórður Rafn er samtals búinn að spila á 2 yfir pari, 74 höggum. Sjá má stöðuna í Preis des Hardenberg mótinu með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Aditi Ashok með fyrsta topp-10 árangur sinn á LPGA
Fyrir u.þ.b. ári síðan var Aditi Ashok algjörlega ókunnugt nafn, þegar Golfsamband Indlands valdi hina 18 ára Aditi til þess að taka þátt í Ólympíuleikunum í Ríó. Flestir könnuðust líklega við indverska kylfinginn og Íslandsvininn Anirban Lahiri, færri e.t.v. við SSP Chowrasia, en algjörlega enginn við Aditi. Frammistaða hennar á Ólympíuleikunum vakti heldur enga sérstaka athygli á henni, en hún spilaði þó þar, þegar margur þekktari kylfingurinn hunsaði sjálfa Ólympíuleikana … og hún gerði sitt besta. Í desember 2015 tók Aditi hins vegar þátt í Q-school Evrópumótaraðarinnar í Marokkó og náði frábæru skori, 23 undir pari og átti m.a. einn hring upp á 10 undir pari, sem jafnaði vallarmetið í Samanah Lesa meira
Opna breska 2017: Ian Poulter: „Helgin var hræðileg“
Eftir að hafa komið sér meðal efstu manna á skortöflu Opna breska var Ian Poulter í góðu skapi eftir að hafa 5 sinnum misst af undanfarandi risamótum. „Ég er í bónus viku,“ sagði Poulter fyrir sl. helgi (22.-23. júli). „Ég hlaut þátttökurétt á Opna breska. Ég elska það. Þetta er gríðarlegur bónus fyrir mig að vera í þessari stöðu. Ég hef ekki tekið þátt í risamótum um stund. Og ég get ekki beðið. Ég er spenntur. Tilbúinn. Mér finnst leikurinn vera að koma aftur. Ég er tilbúinn að keppa við hvern sem er nú um helgina.“ Nú nokkrum dögum síðar hefir skapið breyst. Poulter lauk keppni á Opna breska með Lesa meira
GKM: Kristján Stefánsson klúbbmeistari 2017
Meistaramót Golfklúbbs Mývatnssveitar (GKM) fór fram á Krossdalsvelli þann 13. júlí s.l. Spilaður var 1 hringur. Þátttakendur voru 7, þ.á.m. því miður enginn kvenkylfingur og keppt í 1 flokki. Klúbbmeistari GKM 2017 er Kristján Stefánsson. Hér að neðan má sjá úrslit úr Meistaramóti GKM 2017: 1 Kristján Stefánsson GKM 15 F 37 45 82 16 82 82 16 2 Hinrik Geir Jónsson GKM 19 F 51 45 96 30 96 96 30 3 Daníel Ellertsson GKM 30 F 52 58 110 44 110 110 44 4 Guðjón Vésteinsson GKM 22 F 61 53 114 48 114 114 48 5 Ellert Rúnar Finnbogason GKM 30 F 61 56 117 51 117 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jordi Garcia del Moral – 24. júlí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Jordi Garcia del Moral. Jordi fæddist 24. júlí 1985 og á því 32 ára afmæli í dag. Jordi hefir spilað á Evróputúrnum og má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Doug Sanders, 24. júlí 1933 (84 ára); Einar Bergmundur, 24. júlí 1960 (57 ára); Sigurjón R. Hrafnkelsson, 24. júlí 1963 (54 ára); Björn Ólafur Ingvarsson, 24. júlí 1969 (48 ára); Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (45 ára – japanskur spilar aðallega á japanska PGA); …… og …….. Axel Þórarinn Þorsteinsson Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira










