DJ að jafna sig í bakinu
Nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson, (DJ), vonast til að bakverkir hans heyri nú fortíðinni til, eftir fall í stiga fyrir Masters risamótið í apríl s.l., sem varð til þess að hann var frá keppni um tíma. (DJ) tók þátt í Opna breska í síðustu viku og varð T-54. Hann sagðist enn vera reglulega í meðferð til þess að draga úr vöðvaspennu og hinn 33 ára DJ vonast til að verða í nógu góðu formi til þess að vera meðal efstu manna í síðasta risamóti karlanna í ár, þ.e. US PGA Championship, sem fram fer í Quail Hollow. „Þetta voru ekki bein eða neitt í líkingu við það, bara vöðvar (sem Lesa meira
Íslandsmót 35+ hefst í Vestmannaeyjum í dag
Íslandsmót +35 hefst í Vestmannaeyjum í dag, fimmtudaginn, 27. júlí 2017. Veðurspáin er með ágætum fyrir keppnisdagana þrjá en keppni lýkur á laugardaginn. Innifalið í mótsgjaldi er lokahóf að hætti Eyjamanna sem haldið verður á laugardagskvöldinu. Leikfyrirkomulag er höggleikur í flokki karla og kvenna og eru 54 holur leiknar á þremur dögum. Keppt er í forgjafaflokkum eins og sjá má meðfylgjandi skýringamynd:
LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni á Opna skoska kl. 7:15 – Fylgist með HÉR
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnkylfingur úr GR, hefur keppni á Opna skoska í þessum skrifuðum orðum, eða kl. 8:15 að staðartíma, sem er 7:15 að okkar tíma. Mótið fer fram á Dundonald strandvellinum. Í ráshóp með Ólafíu eru Marissa Steen og Sally Watson. Þetta er 15. mótið sem Ólafía Þórunn spilar í á LPGA mótaröðinni og vonandi, sem alltaf, að henni gangi sem allra best!!! Fylgjast má með Ólafíu Þórunni á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
4 íslenskir kylfingar hefja keppni á EM yngri kylfinga í dag
Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á Evrópumóti yngri kylfinga sem fram fer í Osló. Mótið stendur dagana 27.-29. júlí 2017. Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), Dagbjartur Sigurbrandsson (GR), Kristófer Karl Karlsson (GM) og Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) keppa á þessu móti fyrir Íslands hönd. Sturla Höskuldsson PGA golfkennari frá GA er með hópnum. Fylgjast má með skori keppenda með því að SMELLA HÉR:
Guðrún Brá í 2. sæti eftir 1. dag á EM í Sviss
Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) lék frábært golf á fyrsta keppnisdeginum á Evrópumóti einstaklinga í kvennaflokki. Guðrún lék á -3 á fyrsta keppnisdeginum af alls fjórum og er hún í öðru sæti á 69 höggum. Guðrún Brá fékk alls 6 fugla og þrjá skolla á hringnum. Zhen Bontan frá Frakklandi er efst á -4 eða 68 höggum. Allir bestu áhugakylfingar Evrópu taka þátt á þessu móti. Saga Traustadóttir úr GR lék á 77 höggum eða +5 og Ragnhildur Kristinsdóttir liðsfélagi hennar úr GR lék á 81 höggi (+9). Saga er í 104. sæti og Ragnhildur er í 129. sæti. Alls verða leiknir 4 hringir á fjórum keppnisdögum og eru 144 keppendur Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Guðmundur Arason, Hulda Soffía Hermanns og Þorsteinn Gíslason – 26. júlí 2017
Það er Guðmundur Arason, læknir, sem er einn þriggja afmæliskylfinga dagsins. Guðmundur er fæddur 26. júlí 1956 og á því 61 árs afmæli í dag. Guðmundur er í Golfklúbbi Öndverðarness. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Guðmund með því að SMELLA HÉR: Þorsteinn Gíslason, læknir er fæddur 26. júlí 1947 og á því 70 ára merkisafmæli. Komast má á facebook síðu Þorsteins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Þorsteinn Gíslason – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Hulda Soffía Hermanns er fædd 26. júlí 1967 og á 50 ára stórafmæli í dag!!!! Hún er Keiliskona. Komast má á facebook síðu Huldu Soffíu til þess Lesa meira
GFB: Dagný og Sigurbjörn klúbbmeistarar GFB 2017
Meistaramót Goflklúbbs Fjallabyggðar (GFB) fór fram dagana 5.-8. júlí sl. Þátttakendur voru 18 og keppt í 9 flokkum. Klúbbmeistarar GFB 2017 urðu Dagný Finnsdóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson. Hér að neðan má sjá úrslit í öllum flokkum: Meistaraflokkur karla: 1 Sigurbjörn Þorgeirsson GFB 2 F 36 34 70 4 71 63 67 70 271 7 2 Bergur Rúnar Björnsson GFB 5 F 34 36 70 4 76 71 70 70 287 23 3 Þorgeir Örn Sigurbjörnsson GFB 6 F 41 35 76 10 70 75 83 76 304 40 4 Ármann Viðar Sigurðsson GFB 11 F 42 39 81 15 81 83 78 81 323 59 1. flokkur kvenna: 1 Dagný Lesa meira
Pro Golf Tour: Þórður Rafn lauk keppni T-36 á Preis des Hardenberg mótinu
Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tók þátt í Preis des Hardenberg mótinu, sem er hluti af Pro Golf mótaröðinni. Mótið fór fram á Hardenberg GolfResort, á Gut Levershausen í Northeim, í Niedersachsen; eiginlega í miðju Þýskalandi, fyrir norðan Göttingen, sem er næsta stórborg Þýskalands við Northeim. Mótið átti að fara fram dagana 23.-25. júlí og lauk í gær. Mótið var stytt, þar sem úrhellisrigning hefir verið í Niedersachsen undanfarna daga og var seinni 2 hringjunum aflýst. Þórður Rafn lauk keppni jafn öðrum í 36. sæti – lék á samtals 2 yfir pari, 74 höggum. Sjá má lokastöðuna í Preis des Hardenberg mótinu með því að SMELLA HÉR:
Hvítblæði virðist hafa tekið sig upp hjá Lyle
Ástralski kylfingurinn Jarrod Lyle er á spítala til að undirgangast rannsóknir í Melbourne, sbr. það sem kom fram í fréttatilkynningu fjölskyldu hans í gær, en hvítblæðið (myeloid leukemia) virðist hafa tekið sig upp hjá honum. Hinn 35 ára Lyle, sem spilað hefir nokkur keppnistímabil á PGA Tour og unnið tvo titla á Web.Com Tour, hefir áður þurft að berjast við krabbamein, í fyrra skiptið 1998 og síðan aftur 2012. „Rútínublóðprúfa fyrr í þessari viku sýndi neikvæðar niðurstöður og var Jarrod þá þegar lagður inn á spítala og settur undir umsjá fyrrum sérfræðinga sinna,“ mátti lesa í fréttatilkynningu frá fjölskyldu hans, sem Golf Australia birti í gær. „Hann mun vera þar, þar til full sjúkdómsgreining liggur Lesa meira
GEY: Edwin Roald klúbbmeistari GEY 2017
Meistaramót Golfklúbbsins Geysis (GEY) fór fram 23. júlí s.l. Leikinn var einn hringur og voru þátttakendur 9 og spilað í 5 flokkum. Klúbbmeistari Golfklúbbsins Geysis 2017 er Edwin Roald Rögnvaldsson. Úrslit í öllu flokkum urðu eftirfarandi: 1. flokkur karla: 1 Edwin Roald Rögnvaldsson GEY 9 F 37 39 76 4 76 76 4 2 Pálmi Hlöðversson GEY 11 F 38 43 81 9 81 81 9 3 Oddgeir Björn Oddgeirsson GEY 12 F 46 50 96 24 96 96 24 2. flokkur karla: 1 Gunnar Skúlason GEY 15 F 56 46 102 30 102 102 30 3. flokkur karla: 1 Karl Jóhann Einarsson GEY 22 F 49 51 100 28 Lesa meira










