Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2017 | 19:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-38 á Swedish Challenge – Hápunktar 2. dags

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, komst gegnum niðurskurð á Swedish Challenge , sem er hluti Áskorendamótaraðar Evrópu. Mótið fer fram dagana 28.-31. júlí 2017 og mótsstaður er Katrineholms GK, í Katrineholm, Svíþjóð. Birgir Leifur er samtals búinn að spila á 3 undir pari, 141 höggi (72 69) og deilir sem stendur 38. sætinu með 9 öðrum kylfingum þ.e. er í 38. sætinu. Í dag átti Birgir Leifur sérlega glæsilegan hring upp á 3 undir pari en á hringnum fékk Birgir Leifur glæsilegan örn á 1. braut og eins 4 fugla og 3 skolla. Í efsta sæti fyrir lokahringinn er spænski kylfingurinn Pedro Oriol (sjá eldri kynningu Golf 1 á honum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2017 | 18:00

LPGA: Ólafía Þórunn í 6. sæti e. 2. dag á Opna skoska – Glæsilegt!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR,  er að spila hreint frábært golf á Opna skoska. Í dag, á 2. hring, lék hún North Ayrshire á stórglæsilegum 2 undir pari, 70 höggum. Á hringnum fékk hún m.a. örn, sem kom á par-5, 14. holunni, 4 fugla og 4 skolla. Þetta er 2. örninn sem hún fær í móti á LPGA mótaröðinni. Þetta er jafnframt 15. mótið sem hún tekur þátt í á LPGA og þetta er í 8. skipti sem hún kemst í gegnum niðurskurð!!!! Frábært. Eftir daginn er hún líka meðal 10 efstu, sem er algerlega meiriháttar.  Jafnframt er Ólafía Þórunn ein af aðeins 6 kvenkylfingum sem hafa í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Árný Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2017

Það er Árný Lilja Árnadóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Árný Lilja er fædd 28. júlí 1970 og á því 47 ára afmæli í dag! Árný er langbest á og oftast sigurvegari í opnum mótum s.s. hinu árlega frábæra kvennamóti GSS. Auk þess er Árný margfaldur klúbbmeistari kvenna í GSS m.a. nú í ár 2017!   Árný Lilja er dóttir eins besta golfkennara landsins, Árna Jónssonar á Akureyri. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Árnýju Lilju með því að SMELLA HÉR: Árný Lilja Árnadóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hinrik Hilmarsson, 28. júlí 1958 (59 ára); Marta Guðjónsdóttir, 28. júlí 1959 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2017 | 12:00

Evróputúrinn: Suri og McEvoy efstir á Porsche European Open – Hápunktar 1. dags

Það eru bandaríski kylfingurinn Julian Suri og Richard McEvoy frá Englandi, sem deila 1. sætinu eftir 1. dag Porsche European Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Báðir hafa spilað á 6 undir pari, 66 höggum. Sá sem á titil að verja í mótinu, Alexander Levy, er einn þeirra sem deila 3. sætinu, 1 höggi á eftir. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Porsche European Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Porsche European Open SMELLIÐ HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2017 | 08:55

LPGA: Ko í hættu að komast ekki g. niðurskurð á Opna skoska

Fyrrum nr. 1 á Rolex heimslista kvenkylfinga,  Lydia Ko, er í hættu að komast ekki í gegnum niðurskurð á Opna skoska eftir slælega byrjun á 2. hring, í dag, á þessu móti sem á ensku nefnist  Aberdeen Asset Management Scottish Ladies Open og fer fram á Dundonald linksarnum í Skotlandi. Hin 20 ára Ko hóf daginn fyrir innan við spánna um hvar niðurskurðarlínan yrði, eftir að hafa verið á 2 yfir pari, 74 höggum á 1. hring. Þar fékk hún 1 fugl og 3 skolla. Hún var inni. Annar hringur Ko er hins vegar, það sem af er, afleitur. Það gengur allt á afturfótunum.  Hún er eftir 11 holu spil Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2017 | 08:00

Vel heppnað Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri

Fyrsta Íslandsmóti golfklúbba í aldursflokki 12 ára og yngri fór fram í vikunni. Leiknar voru fimm umferðir á þremur dögum, eða 5 sinnum 9 holur hver umferð. Leikið var eftir tveggja manna Texas scramble fyrirkomulagi að fyrirmynd PGA krakkagolfsins, en hver 9 holu leikur samanstóð þremur þriggja holna leikjum og söfnuðu því liðin vinningum og flöggum (stigum). Alls tóku 10 sveitir þátt og skiptist það í deildir eftir forgjöf, þ.e. Hvíta deildin sem lék um Íslandsmeistaratitilinn, og Gula deildin. Mótið heppnaðist mjög vel og skemmtu krakkar og aðstandendur sér mjög vel þessa þrjá daga sem mótið fór fram. Leikið var fyrsta daginn hjá GM í Bakkakoti, annan daginn hjá GR Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2017 | 07:00

Guðrún Brá T-3 á EM einstaklinga e. 2. dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) er í toppbaráttunni þegar keppni er hálfnuð á Evrópumóti einstaklinga í kvennaflokki. Guðrún lék á -3 á fyrsta keppnisdeginum af alls fjórum og í dag lék hún á -2 eða 70 höggum. Síðari 9 holurnar hjá Guðrúnu Brá voru stórkostlegar þar sem hún fékk alls sex fugla og lék hún á 30 höggum. Hún lagaði þar með stöðuna eftir að hafa fengið fjóra skolla á fyrri 9 holunum. Eftir 2. keppnisdag er Guðrún Brá á samtals 5 undir pari, 139 höggum (69 70). Hún deilir 3. sætinu með Alessöndru Fannali frá Ítalíu, þ.e er T-3. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er í 140. sæti á +22 samtals Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2017 | 06:00

35+: Kolbrún Sól og Björgvin efst í 1. flokki; Óskar og Katrín efst i 2. flokki og Elsa og Jón Björn efst í 3. flokki e. 1. dag.

Íslandsmót 35+ hófst á Vestmannaeyjavelli í gær, fimmtudaginn 27. júlí 2017. Þátttakendur að þessu sinni eru 76 frá 14 klúbbum og að venju er keppt í 3 flokkum, beggja kynja. Heimamenn úr Golfklúbbi Vestmannaeyja raða sér í efstu sætin í 4 flokkum eftir 1. keppnisdag!!! Eftir 1. dag eru Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, GV og Björgvin Þorsteinsson, GA, efst í 1. flokki. Í 2. flokki eru Katrín Harðardóttir, GV  og Óskar Haraldsson GV, efst og og í 3. flokki eru það Elsa Valgeirsdóttir, GV og Jón Björn Sigtryggsson, GF, sem eru efst. Frá Vestmannaeyjavelli sést vel inn í Dalinn og þar er verið að gera allt klárt fyrir Þjóðhátíð 2017, sem fram Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth —— 27. júlí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er sigurvegari Opna breska í ár 2017 og tvöfaldur risamótsmeistari ársins 2015, Jordan Spieth. Spieth, sigurvegari Opna breska í ár, sigraði s.s. kunnugt er á Masters risamótinu í apríl 2015 og vann síðan Opna bandaríska. Jordan Spieth fæddist 27. júlí 1993 og er því 24 ára í dag. Ótrúlegur árangur þetta hjá ekki eldri kylfingi!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Örn Guðmundsson, 27. júlí 1952 (44 ára); Björk Klausen, 27. júlí 1954 (63 ára); Ólöf Jónsdóttir, 27. júlí 1970 (47 ára); Erla Björk Hjartardóttir, 27. júlí 1971 (46 ára); Stefán Fannar Sigurjónsson, 27. júlí 1972 (45 ára); Arnar Snær Jóhannsson, 27. júlí 1991 (26 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2017 | 13:27

LPGA: Ólafía lék 1. hring á Opna skoska á 73 höggum

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir lokið leik eftir 1. hring Opna skoska. Hún lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er þegar þetta er ritað (kl. 13:25) í 45. sæti. Á hringnum í dag fékk Ólafía Þórunn 4 fugla, 2 skolla og einn óþarfa skramba! Sætistala Ólafíu Þórunnar á eflaust eftir að breytast nokkuð, því fjölmargar eiga eftir að ljúka leik. Sjá má stöðuna á Opna skoska með því að SMELLA HÉR: