LPGA: Ólafía hefur 3. hring á Opna skoska kl. 11:29 – Fylgist með HÉR!
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur keppni á Opna skoska kl. 12:29 að staðartíma (sem er kl. 11:29 hér heima á Íslandi). Hún er sem stendur í 6. sætinu í mótinu og ef henni tekst að halda því verður þetta fyrsti topp-10 árangur hennar á LPGA! Vonandi er að henni takist að halda sér þar, því þar með fer hún úr 116. sætinu í 89. sætið á LPGA stigalistanum, sem er innan við 100 efstu og heldur þar með kortinu sínu á LPGA, takist henni að ná góðum skorum á þeim mótum sem eftir eru keppnistímabilsins. Það er því mikið í húfi, ekki aðeins verðlaunafé, sem verður töluvert Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2017 (5): Staðan e. 1. hring eldri flokka – Ingvar Andri á besta skorinu -4!!!
Fimmta mótið á Íslandsbankamótaröðinni 2017 hófst í gær, 28. júlí á Jaðarnum á Akureyri. Aðeins 4 elstu flokkarnir léku þann hring, en þeir spila samtals 3 hringi, en 4 yngri flokkarnir aðeins 2. Á besta skorinu í eldri flokkunum er GR-ingurinn Ingvar Andri Magnússon, en hann lék Jaðarinn á glæsilegum 4 undir pari, 67 höggum. Staða efstu kylfinga í eldri flokkunum er eftirfarandi eftir 1. mótsdag: Piltar 17-18 ára: 1 Ingvar Andri Magnússon GR 1 F 32 35 67 -4 67 67 -4 2 Ragnar Már Ríkarðsson GM 4 F 35 35 70 -1 70 70 -1 3 Kristján Benedikt Sveinsson GA 3 F 36 37 73 2 73 73 Lesa meira
PGA: Martin Flores efstur í hálfleik RBC Opna kanadíska – Hápunktar 2. dags
Það er bandaríski kylfingurinn Martin Flores, sem er efstur eftir 2. dag á RBC Opna kanadíska. Flores hefir spilað á samtals 12 undir pari, 132 höggum (66 66). Öðru sætinu deila 3 kylfingar: Matt Every, Gary Woodland og Brandon Hagy (allir frá Bandaríkjunum) aðeins 1 höggi á eftir Flores. Mótið fer fram á Oakville golfvellinum í Ontario, Kanada, 27.-30. júlí 2017. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á RBC Opna kanadíska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á RBC Opna kanadíska SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Chesters efstur í hálfleik á Porsche Open – Hápunktar 2. dags
Það er Englendingurinn Ashley Chesters sem er efstur í hálfleik á Porsche European Open. Hann er búinn að spila á 9 undir pari, 135 höggum (68 67). Í 2. sæti, fæst á hæla Chesters eru Svíinn Jens Fabring og Siddikur Rahman frá Bangladesh, báðir á 8 undir pari, hvor. Porsche European Open fer fram á Green Eagle golfvellinum í Hamburg, Þýskalandi. Sjá má hápunkta 2. dags á Porsche European Open með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Porsche European Open SMELLIÐ HÉR:
Nordic Golf League: Haraldur lauk keppni T-15 og Andri Þór T-30 í Danmörku
Haraldur Franklín Magnús, GR og Andri Þór Björnsson, GR tóku þátt í Gamle Fredriksborg mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League. Mótið stóð dagana 26.-28. júlí 2017 og lauk því í dag Haraldur Franklín deildi 15. sætinu með 3 öðrum kylfingum, en hann lék á samtals 9 undir pari, 207 höggum (69 69 69). Andri Þór lauk keppni T-30, þ.e. deildi 30. sætinu einnig með 3 öðrum kylfingum og lék samtals 5 undir pari, 211 höggum (74 64 73). Ólafur Björn Loftsson, GKG tók einnig þátt í mótinu en hann náði ekki niðurskurði á sléttu pari (72 72), og munaði aðeins 1 höggi að honum tækist að komast gegnum Lesa meira
Guðrún Brá T-9 e. 3. dag EM einstaklinga
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er T-9 fyrir lokahring Evrópumóts einstaklinga í kvennaflokki, sem fram fer í Lausanne GC í Sviss í 850 metra hæð, dagana 26.-29. júlí og lýkur í dag. Guðrún Brá er samtals búin að spila á 2 undir pari, 214 höggum (69 70 75) og deilir 9. sætinu með Cellu Barquin frá Spáni. Hún er jafnframt ein af 12 keppendum, sem eru með heildarskor undir pari. Glæsileg!!! Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Saga Traustadóttir, GR komust ekki gegnum niðurskurð. Efst í mótinu, sem stendu,r er svissneski kylfingurinn Albane Valenzuela, á 12 undir pari. Allir bestu áhugakylfingar Evrópu taka þátt á þessu móti. Alls verða leiknir 4 hringir á fjórum Lesa meira
35+: Katrín Sól og Björgvin efst í 1. flokki; Sara og Óskar í 2. flokki og Elsa og Þórður Davíð efst í 3. flokki e. 2. dag
Íslandsmót 35+, styrkt af Icelandair, hófst á Vestmannaeyjavelli fimmtudaginn 27. júlí 2017. Þátttakendur að þessu sinni eru 76 frá 14 klúbbum og að venju er keppt í 3 flokkum, beggja kynja. Eftir 2. dag eru Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, GV og Björgvin Þorsteinsson, GA, efst í 1. flokki og Björgvin reyndar á besta heildarskori yfir alla keppendur mótsinsþ Í 2. flokki eru Sara Jóhannsdóttir, GV og Óskar Haraldsson GV, efst og og í 3. flokki eru það Elsa Valgeirsdóttir, GV og Þórður Davíð Davíðsson, GKG, sem eru efst. Hér að neðan má sjá stöðuna í öllum flokkum á Íslandsmóti 35+ eftir 2. keppnisdag: 1. flokkur karla: 1 Björgvin Þorsteinsson GA 2 F Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2017 (7): Axel, Hákon Örn, Helgi Snær og Vikar deila 1. sætinu e. 1. dag
Það eru 4 kylfingar sem deila 1. sætinu eftir 1. keppnisdag Borgunarbikarins, sem er 7. mótið á Eimskipsmótaröðinni; 3 heimamenn úr Golfklúbbnum Keili: Íslandsmeistarinn í höggleik, Axel Bóasson, Helgi Snær Björgvinsson og Vikar Jónasson og síðan GR-ingurinn Hákon Örn. Allir hafa þeir 4 spilað Hvaleyrina á 3 undir pari, 68 höggum. Alls léku 12 kylfingar í karlaflokki 1. hring undir pari. Borgunarbikarinn stendur dagana 28.-30. júlí 2017 og eru þátttakendur 36 í karlaflokki. Sjá má heildarstöðuna í karlaflokki eftir 1. dag hér að neðan: 1 Hákon Örn Magnússon GR -2 F 35 33 68 -3 68 68 -3 2 Vikar Jónasson GK -2 F 33 35 68 -3 68 68 Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2017 (7): Kinga 13 ára efst í kvennaflokki e. 1. dag
Á Hvaleyrarvelli hófst í dag 7. mótið á Eimskipsmótaröðinni 2017, mótaröð þeirra bestu. Mótið stendur dagana 28.-30. júlí 2017. Keppt er um Borgunarbikarinn og eru keppendur aðeins 50: þar af 14 í kvennaflokki. Efst í kvennaflokki er hin 13 ára Kinga Korpak, GS. Hún lék Hvaleyrina á 2 undir pari, 73 höggum. Stórglæsilegt hjá Kingu!!! Hér að neðan má sjá stöðuna í kvennaflokki eftir 1. dag í Borgunarbikarnum: 1 Kinga Korpak GS 5 F 38 35 73 2 73 73 2 2 Karen Guðnadóttir GS 1 F 37 37 74 3 74 74 3 3 Anna Sólveig Snorradóttir GK 3 F 38 37 75 4 75 75 4 4 Gunnhildur Lesa meira
EM yngri kylfinga 2017: Góð frammistaða íslensku kylfinganna á 2. degi
Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á Evrópumóti yngri kylfinga sem fram fer í Osló, þau: Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), Dagbjartur Sigurbrandsson (GR), Kristófer Karl Karlsson (GM) og Hulda Clara Gestsdóttir (GKG). Fararstjóri er Sturla Höskuldsson, golfkennari hjá GA. Mótið stendur dagana 27.-29. júlí 2017. Fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun er Dagbjartur T-20 á 3 yfir pari, 147 höggum (73 74) í piltaflokki, en Kristófer Karl T-29 á 6 yfir pari, 150 höggum (80 70), en Kristófer stórbætti sig á 2. hringum – var með 10 högga sveiflu milli hringja. Í stúlknaflokki er Hulda Clara T-24 á 11 yfir pari, 155 höggum (73 82) en Andrea Ýr T-31 á 14 Lesa meira










