Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 08:00

GR: Oddur Óli m/glæsilegt vallarmet af gulum í Grafarholtinu – 62 högg!!!

Opna American Express mótið var leikið í veðurblíðunni á Grafarholtsvelli í gær, 29. júlí 2017 og ljóst að sólin hefur haft áhrif á einhver skor keppenda en vallarmet var slegið af gulum teigum þegar Oddur Óli Jónasson, klúbbmeistari NK 2017, lék hringinn á 62 höggum eða 9 höggum undir pari og sigraði þar með keppni í höggleik. Þátttaka í mótinu var með eindæmum góð en tæplega 200 kylfingar mættu til leiks enda um punktakeppni og höggleik að ræða og til mikils að vinna. Úrslitin úr mótinu urðu eftirfarandi: Höggleikur: Oddur Óli Jónasson, 62 högg Arnór Ingi Finnbjörnsson, 68 högg Haraldur Þórðarson, 69 högg Punktakeppni: Daníel Örn Atlason, 45 punktar Daði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 07:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (7): Axel og Kinga efst fyrir lokahringinn á Borgunarmótinu

Það er mikil spenna fyrir þriðja keppnisdaginn af þremur á Borgunarmótinu á Eimskipsmótaröðinni, þar sem keppt er um Hvaleyrarbikarinn. Mótið er það sjöunda af alls átta á keppnistímabilinu 2016-2017 á Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu. Eftir 2. dag er heimamaðurinn Axel Bóasson efstur í karlaflokki og hin 13 ára Kinga Korpak úr GS í efsta sæti í kvennaflokki. Þriðji og síðasti hringurinn verður spilaður í dag og má fylgjast með stöðunni með því að SMELLA HÉR: Hér að neðan má sjá stöðuna eftir 2. dag Borgunarmótsins: Kvennaflokkur: 1 Kinga Korpak GS 8 F 36 35 71 0 73 71 144 2 2 Helga Kristín Einarsdóttir GK 6 F 35 36 71 0 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 06:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (5): Eva María, Böðvar Bragi, Alma Rún, Sigurður Arnar, Amanda Guðrún, Ingvar Andri, Erla Marý og Eyþór Hrafnar efst f. lokahringinn

Fimmta mót Íslandsbankamótaraðarinnar fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri, dagana 29. 30. júlí 2017 og lýkur í dag. Alls eru þátttakendur 113 og keppt er venju skv. í 4 flokkum beggja kynja. Hér má sjá stöðuna eftir 2. dag 5. móts Íslandsbankamótaraðarinnar 2017: Stelpur 14 ára og yngri: 1 Eva María Gestsdóttir GKG 6 F 42 38 80 9 80 80 9 2 María Eir Guðjónsdóttir GM 17 F 44 41 85 14 85 85 14 3 Auður Sigmundsdóttir GR 18 F 50 42 92 21 92 92 21 4 Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR 12 F 47 46 93 22 93 93 22 5 Bjarney Ósk Harðardóttir GKG 18 F Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 02:00

35+: Björgvin og Sara Íslandsmeistarar 35+

Íslandsmóti 35+ lauk í Vestmannaeyjum með glæsilegu lokahófi. Undanfarna 3 daga hafa 76 kylfingar frá 14 golfklúbbum á Íslandi keppt í 3 flokkum í Íslandsmóti 35+ styrktu af Icelandair. Íslandsmeistarar 35+ eru Björgvin Þorsteinsson, GA og Sara Jóhannsdóttir, GV. Úrslit í öllum flokkum urðu eftirfarandi. 1. flokkur karla: 1 Björgvin Þorsteinsson GA 2 F 36 34 70 0 69 70 70 209 -1 2 Sigurpáll Geir Sveinsson GKG -1 F 39 35 74 4 72 70 74 216 6 3 Rúnar Þór Karlsson GV 2 F 39 35 74 4 71 74 74 219 9 4 Aðalsteinn Ingvarsson GV 2 F 38 39 77 7 74 71 77 222 12 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 01:00

PGA: Hoffman leiðir f. lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Charley Hoffman, sem leiðir eftir 3. dag RBC Canadian Open. Hoffman er búinn að spila á samtals 17 undir pari, 199 höggum (68 66 65). Hann hefir aðeins 1 höggs forystu á þann sem er í 2. sæti en það er landi hans, Kevin Chappell og síðan eru það Robert Garrigus og Gary Woodland, sem deila 3. sætinu en einu höggi á eftir á samtals 15 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 3. hrings RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 00:01

Evróputúrinn: Smith efstur f. lokahring Porsche Open – Hápunktar 3. dags

Fremur óþekktur enskur kylfingur, Jordan Smith, er í efsta sæti fyrir lokahring Porsche Open. Smith er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 204 höggum (70 67 67). Tveir deila 2. sætinu þeir Jens Fabring frá Svíþjóð og sá sem á titil að verja, franski kylfingurinn Alexander Levy, en þeir hafa báðir spilað á samtals 10 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Porsche Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Porsche Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2017 | 17:17

LPGA: Ólafía í 6. sæti f. lokahringinn á Opna skoska

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR,  hefur lokið leik á 3. keppnisdegi á Aberdeen Asset Management mótinu sem fram fer á North Ayrshire í Skotlandi. GR-ingurinn er jöfn tveimur öðrum í 6. sæti (þ.e. T-6) fyrir lokahringinn á +1 samtals en hún lék á einu höggi yfir pari í dag eða 73 höggum við krefjandi aðstæður. Ólafía hefur leikið hringina þrjá á 73-70-73. Í dag fékk Ólafía fugl á 1. holu dagsins og það var eini fugl dagsins hjá henni. Hún tapaði höggum á 9. og 12. en aðrar holur lék hún á pari. Sjá má stöðuna á Opna breska með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Signý Marta Böðvarsdóttir. Signý Marta er fædd 29. júlí 1970 og er því 47 ára í dag. Hún er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Signý Marta er góður kylfingur og hefir m.a. staðið sig vel í púttmótaröðum GR-kvenna. Hún er gift Páli Gunnari Pálssyni og er móðir kylfinganna Böðvars og Helgu Signýar Pálsbarna. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Signý Marta Böðvarsdóttir · 47 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Max Faulkner f. 29. júlí 1916 – d. 26. febrúar 2005; Friðrik Sigurðsson, GS, 29. júlí 1969 (48 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2017 | 14:00

Frábær árangur hjá Guðrúnu Brá á EM – endaði í 4. sæti

Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) náði stórkostlegum árangri á Evrópumóti einstaklinga í kvennaflokki. Guðrún Brá lék samtals á -5 á fjórum hringjum á mótinu sem fram fór í Sviss. Á lokahringnum lék Guðrún Brá á 69 höggum eða -3 en hún fékk alls sex fugla á hringnum og þar af fjóra fugla á síðari 9 holunum. Árangur Guðrúnar er einn sá besti sem íslenskur kylfingur hefur náð á þessu móti þar sem sterkustu áhugakylfingar Evrópu taka þátt. Agathe Laisne frá Frakklandi varð Evrópumeistari á -8 en þar á eftir komu tveir kylfingar frá Sviss, Albane Valenzuela á -7 samtals og Morgane Metraux á -6 samtals. Saga Traustadóttir, GR og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, náðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2017 | 09:45

LPGA: Viðtal við Ólafíu á LPGA vefnum – Derrick Moore aðstoðar Ólafíu

Á vef LPGA er viðtal við Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur – Það má sjá (á ensku) með því að SMELLA HÉR:  Viðtalið ber fyrirsögnina „Skoskur þjálfari aðstoðar Kristinsdóttur,“ (hér að neðan fer það í lauslegri íslenskri þýðingu:) Í viðtalinu segir að Ólafía hafi átt 2. hring upp á 2 undir pari, 70 högg og hafi þar með farið úr 37. sætinu í 6. sætið á Opna skoska. Í viðtalinu segir Ólafía m.a.: „Ég hef alltaf haldið (boltanum) í leik og haft vindinn undir stjórn. Jamm, það var virkilega erfitt hérna með vindinn. En já, við gerðum bara okkar besta og það var virkilega gott.“ Eins kom fram að skoski þjálfarinn Lesa meira