Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2017 | 09:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (5): Sigurður Bjarki Blumenstein fékk ás!!!

Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, tók þátt í 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri, dagana 28.-30. júlí og lauk í gær. Sigurður Bjarki keppti í flokki 15-16 ára og stóð sig með afbrigðum vel, landaði næst besta skorinu yfir alla keppendur á mótinu, vann sinn flokk – þ.e. drengjaflokk 15-16 ára og fór m.a. holu í höggi á 2. keppnisdegi (þ.e. 1 degi hjá yngri keppendum). Draumahöggið sló Sigurður Bjarki á par-3 11. holu Jaðarsvallar. Ellefta holan er 142 metra af gulum teigum. Golf 1 óskar Sigurði Bjarka innilega til hamingju með ásinn og góðan árangur í mótinu!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2017 | 08:00

LET: Valdís Þóra gæti tryggt sér sæti á Opna breska í dag

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi hefur leik í dag á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst á fimmtudaginn á Kingsbarns vellinum í Skotlandi. Mótið sem Valdís keppir á fer fram á Castle Course í St. Andrews í Skotlandi. Hún á rástíma kl. 11.00 í dag og er aðeins leikinn einn 18 holu hringur. Alls eru 112 keppendur á þessu lokaúrtökumóti og komast 20 efstu inn á risamótið sem hefst á fimmtudaginn eins og áður segir. Valdís Þóra hefur leikið á einu risamóti á ferlinum en það var á Opna bandaríska meistaramótinu 13.-16. júlí s.l. Sjá má keppendalistann með því að SMELLA HÉR:  ALLS ERU 112 KEPPENDUR Á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2017 | 07:00

PGA: Vegas sigraði á Opna kanadíska e. bráðabana við Hoffman

Það var Jhonattan Vegas frá Venezuela, sem sigraði á RBC Canadian Open eða Opna kanadíska. Vegas og Charley Hoffman, sem var í forystu fyrir lokahringinn, voru á sama skori eftir hefðbundnar 72 holur, þ.e.  á 21 undir pari, 267 höggum; Vegas (66 69 67 65) og Hoffman (68 66 65 68). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra Hoffman og Vegas og þar hafði Vegas betur þegar á 1. holu bráðabanans. Það var par-5 18. holan í Oakland, sem var spiluð aftur og þar vann Vegas með fugli meðan Hoffman fékk par. Einn í 3. sæti varð Ian Poulter aðeins 1 höggi á eftir þeim Vegas og Hoffman Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 22:00

LPGA: Ólafía varð T-13 á Opna skoska – hlaut $25.094 … og komst inn á Opna breska risamótið!!! – Hápunktar 4. dags

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, náði þeim glæsilega árangri að landa 13. sætinu á Opna skoska. Heildarskor hennar var 1 yfir pari, 289 högg (73 70 73 73).  Hún deildi 13. sætinu með 5 öðrum kylfingum m.a. Paulu Creamer og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Ai Miyazato. Opna skoska var 15. LPGA mótið sem Ólafía spilaði í og þetta er í 8 skipti sem hún kemst í gegnum niðurskurð. Fyrir 13. sætið hlaut Ólafía $ 25.094,- (þ.e. u.þ.b. 2.6 milljónir íslenskra króna). Þetta er langbesti árangur Ólafíu á LPGA og vonandi að hún haldi sér hér eftir bara á topp-15!!!  Við þetta fer heildarvinningsfé hennar á LPGA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 20:00

Evróputúrinn: Smith sigraði Levy í bráðabana á Porsche Open – Hápunktar 4. dags

Það var enski kylfingurinn Jordan Smith, sem stóð uppi sem sigurvegari á Porsche European Open, eftir æsilegan bráðabana við þann sem átti titil að verja í mótinu, Frakkann Alexander Levy. Þetta er fyrsti sigur Smith á Evrópumótaröðinni. Þeir báðir Smith og Levy léku hefðbundnar 72 holur á 13 undir pari, 275 höggum; Smith (70 67 67 71) og Levy (67 70 69 69). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra tveggja og þar hafði Smith betur á 2. holu bráðabanans á Green Eagle vellinum í Hamborg, Þýskalandi, en spila þurfti par-5 18. holu vallarins tvívegis þar til úrslit réðust. Smith sigraði með fugli meðan Levy fékk par. Sjá má lokastöðuna á Porsche European Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 18:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (7): Vikar og Karen sigruðu á Borgunarmótinu!!!

Vikar Jónasson úr Keili og Karen Guðnadóttir úr GS fögnuðu sigri á Borgunarmótinu á Eimskipsmótaröðinni í dag. Þetta er annað árið sem keppt er um Hvaleyrarbikarinn á þessu móti og er þetta í fyrsta sinn sem þau sigra á þessu móti. Þetta er annar sigur Vikars á Eimskipsmótaröðinni á þessari leiktíð en hann hafði betur gegn Guðmundi Ágústi Kristjánssyni á 1. holu í bráðabana á Hvaleyrarvelli í dag en þeir voru báðir á -4 samtals eftir 54 holur. Karen var að sigra á sínu fyrsta móti á þessu tímabili. Lokastaðan í karlaflokki: 1. Vikar Jónasson, GK (68-72-69) 209 högg (-4) 2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (71-68-70) 209 högg (-4) 3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson – 30. júlí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er klúbbmeistari GS 2017 og mörg undanfarin ár,  Guðmundur Rúnar Hallgrímsson. Guðmundur Rúnar er fæddur 30. júlí 1975 og á því 42 ára afmæli í dag. Hann hefir 9 sinnum orðið klúbbmeistari GS. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (42 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bergsteinn Hjörleifsson GK, 30. júlí 1962 (55 ára); Graeme McDowell, 30. júlí 1979 (38 ára); Justin Rose, 30. júlí 1980 (37 ára); Nino Bertasion, 30. júlí 1988 (29 ára); Louise Larsson, 30. júlí 1990 (27 ára) ….. og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 10:15

LPGA: Ólafía Þórunn fer út kl. 11:02 – Fylgist með HÉR – Hápunktar 3. dags

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur keppni á Opna skoska kl. 12:02 að staðartíma (sem er kl. 11:02 hér heima á Íslandi) eða eftir tæpan klukkutíma. Ólafía Þórunn deilir sem stendur í 6. sætinu í mótinu með 2 öðrum kylfingum (Mi Hyang Lee og Georgiu Hall) og ef henni tekst að halda sér í 6. sætinu verður þetta fyrsti topp-10 árangur hennar á LPGA! Vonandi er að henni takist að halda sér þar, því þar með fer hún úr 116. sætinu í 89. sætið á LPGA stigalistanum, sem er innan við 100 efstu og heldur þar með kortinu sínu á LPGA, takist henni að ná góðum skorum á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 09:30

EM yngri kylfinga 2017: Íslensku kylfingarnir luku keppni m/glæsibrag!

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í  Evrópumóti yngri kylfinga, sem fram fór í Osló, þau: Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), Dagbjartur Sigurbrandsson (GR), Kristófer Karl Karlsson (GM) og Hulda Clara Gestsdóttir (GKG). Fararstjóri var Sturla Höskuldsson, golfkennari hjá GA. Mótið stóð dagana 27.-29. júlí 2017 og lauk því í gær. Ísland endaði í 16. sæti og skorið í einstaklingskepnpinni má sjá hér fyrir neðan: Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, lauk keppni T-18 í piltaflokki – lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (73 74 72). Kristófer Karl Karlsson, GM, lauk keppni T-27 í piltaflokki, lék á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (80 70 73). Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, lauk keppni T-30 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2017 | 09:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-52 á Swedish Challenge – Hápunktar 3. dags

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Swedish Challenge , sem er hluti Áskorenda-mótaraðar Evrópu. Mótið fer fram dagana 27.-30. júlí 2017 og lýkur því í dag – Mótsstaður er Katrineholms GK, í Katrineholm, Svíþjóð. Birgir Leifur hefir samtals spilað á 2 undir pari, 214 höggum (72 69 73) og er T-52 eftir 3. hring. Í gær átti Birgir Leifur lakasta hringinn sinn í mótinu til þessa, 73 högg, en hann fékk samt líkt og á 2. keppnisdegi sérlega glæsilegan örn, í þetta skipti á  par-5 17. braut Katrineholms GK og eins 3 fugla og 4 skolla og 1 skramba. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Swedish Challenge SMELLIÐ HÉR: Lesa meira