4 milljónir söfnuðust í góðgerðarmóti Ólafíu Þórunnar og KPMG
Hún var stórkostleg stemningin á Leirdalsvelli á góðgerðarmóti Ólafíu Þórunnar og KPMG þó svo að veðurguðirnir hafi séð ástæðu til að vökva völlinn all ótæpilega á köflum. Auk Ólafíu mættu til landsins fjórir LPGA kylfingar, þær Sandra Gal, Vicky Hurst, GAby Lopez og Tiffany Joh en samtals hafa þær stöllur þénað yfir 720 milljónir á ferlinum. Morguninn fyrir mót, þá slasaðist Gaby á æfingu og tók hún Valdís Þóra hennar pláss í mótinu. Auk LPGA kylfinganna voru 12 íslenskir afrekskylfingar skráðir til leiks. 21 fyrirtæki sendi þátttakendur í mótið og var leikfyrirkomulagið þannig að eitt lið samanstóð að fjórum einstaklingum og spiluðu þeir besta bolta sín á milli. Einn atvinnumaður Lesa meira
Ásdís sigraði í Forsetabikarnum
Haukur Örn Birigsson, forseti GSÍ stendur árlega fyrir golfmóti sem nefnist Forsetabikarinn. Í ár fór mótið fram í Brautarholtinu. Sigurvegari árið 2017 er Ásdís Helgadóttir. Golf 1 óskar Ásdísi innilega til hamingju með sigurinn!!!
Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir – 9. ágúst 2017
Afmæliskylfingur dagins er Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. Hrafnhildur Ósk er fædd 9. ágúst 1977 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Hrafnhildur Ósk Skúadóttir – 40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Erna Elíasdóttir, 9. ágúst 1949 (68 ára) Jón Svavar Úlfljótsson, 9. ágúst 1954 (63 ára); Sven Strüver, 9. ágúst 1967 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Patrick Sheehan, 9. ágúst 1969 (48 ára); Virginie Rocques, (frönsk- spilar á LET Access) 9. ágúst 1971 (46 ára); Guðmundur Hannesson, GR, 9. ágúst 1973 (44 ára); Hrafnhildur Lesa meira
PGA Championship 2017: Þessum 5 er spáð sigri
Á morgun beinist athygli allra að bestu kylfingum heims, sem tía upp í Quail Hollow í Charlotte Norður-Karólínu á síðasta risamóti ársins. Rory McIlroy er sá sem flestir telja að muni sigra …. en samkeppnin verður hörð og kannski stendur einhver uppi sem sigurvegari sem enginn bjóst við. Þessum 5 er spáð sigri: RORY MCILROY Þegar kemur að vellinum í Quail Hollow, þá er engum sem tekist hefir að ráða eins vel við það völl og Rory. Honum er spáð sigri af flestum, jafnvel þó hann hafi ekki sigrað á risamóti frá árinu 2014. Rory hefir tvívegis sigrað á Quail Hollow, þ.á.m. vann hann fyrsta PGA Tour sigur sinn þar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson ——- 8. ágúst 2017
Afmæliskylfingur dagsins er sigurvegari Opna bandaríska 2012, Webb Simpson. Webb sem í raun heitir James Frederick Simpson fæddist 8. ágúst 1985 og á því 32 ára afmæli í dag. Sem áhugamaður var hann í sigursælum liðum Bandaríkjanna í Walker Cup og Palmer Cup 2007. Á háskólaárum sínum spilaði hann með golfliði Wake Forest og var þar á Arnold Palmer golfskólastyrk. Eftir að Simpson gerðist atvinnumaður spilaði hann fyrst á Nationwide Tour (sem nú heitir Web.com Tour ekki þó eftir Webb Simpson 🙂 ) og varð 2 sinnum í 2. sæti þar. Á Q-school PGA Tour varð hann jafn öðrum í 7. sæti árið 2008 og spilaði því að PGA Tour Lesa meira
PGA: Allt eða ekkert f. Adam Scott
Adam Scott, 37 ára, hefir verið þaulsætinn á topp-10 heimslistans, en er nú dottinn niður í 17. sætið á listanum. Hann lofar betrumbótum á lokarisamóti ársins, US PGA Championship, sem fram fer í Quail Hollow í þessari viku. Scott hefir átt ágætis tímabil, hefir aðeins 5 sinnum verið með árangur utan topp-15 á PGA Tour, í 14 mótum. Hvað varðar gengi hans í hinum risamótunum 3 á þessu ári þá varð Scott T-9 á Masters, komst ekki í gegnum niðurskurð á Opna bandaríska og varð í 22. sæti á Opna brska. 2013 Masters sigurvegarinn (Scott) hefir sagt að einungis sigur á US PGA Championship geti bætt fyrir fremur slakt gengi hans Lesa meira
Heimslistinn: litlar breytingar
Staða efstu 10 kylfinga á heimslista karla markast af litlum breytingum. Hideki Matsuyama, japanskur sigurvegari Bridgestone heimsmótsins, stærsta móts sl. helgi, stendur í stað var í 3. sæti og heldur sæti sínu – í 1. sæti er eftir sem áður Dustin Johnson og í 2. sæti Jordan Spieth. Öfugt við Rolex heimslista kvenna, þar sem ekki er að finna 1 kvenkylfing frá Evrópu meðal topp-10 þá er meirihlutinn á topp-10 á heimslista karla frá Evrópu eða alls 5 kylfingar. Þrír eru frá Bandaríkjunum, 1 frá Ástralíu og 1 frá Asíu. Sjá má topp 10 á heimslista karla hér að neðan: 1 Dustin Johnson 2 Jordan Spieth 3 Hideki Matsuyama 4 Lesa meira
Takið þátt í golfmóti Ólafíu Þórunnar og KPMG til styrktar Barnaspítala Hringsins í dag!!!
KPMG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur halda góðgerðargolfmót til styrktar Barnaspítala Hringsins á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Mótið fer fram í dag, þriðjudaginn 8. ágúst og er einstakt og sögulegt. Þar mæta leiks mæta a.m.k. fimm LPGA kylfingar og gefst öllum þátttakendum tækifæri að spila nokkrar holur með einum þeirra. Auk þeirra munu nokkrir aðrir af bestu kylfingum landsins einnig taka þátt í mótinu. Fjöldi þátttakenda mun takmarkast við 18 holl en um er að ræða boðsmót, þar sem fyrirtæki og einstaklingar kaupa sæti í mótinu og styrkja þannig gott málefni en þátttökugjöldin renna óskipt til Barnaspítala Hringsins. „Ég hlakka ótrúlega mikið til að koma heim eftir nokkuð Lesa meira
Rolex heimslisti kvenna: IK Kim fer upp um 12 sæti
Sigurvegari Ricoh Opna breska kvenrisamótsins 2017, In Kyung Kim frá S-Kóreu fer upp um heil 12 sæti milli vikna og er komin meðal 10 bestu kvenkylfinga heims. In Kyung Kim vermir sem stendur er 9. sæti Rolex heimslista kvenkylfinga. Athygli vekur að 6 af bestu 10 kylfingum heims koma frá S-Kóreu; 1 frá Thaílandi og 1 frá Kína; þannig að 8 af bestu kvenkylfingum heims koma frá Asíu. Eins vekur athygli að enginn kvenkylfingur frá Evrópu er meðal topp-10 og einungis 1 frá Bandaríkjunum; Lexi Thompson. Síðan er athyglivert fall Lydiu Ko frá Nýja-Sjálandi, af efsta sæti heimslistans; hún er komin í 5. sæti – Hvað er eiginlega að ske? Efstu Lesa meira
PGA: 5 bestu högg sl. viku – Myndskeið
Hér í meðfylgjandi myndskeiði má sjá bestu höggin úr mótum PGA Tour sl. viku. Mótin eru : WGC-Bridgestone Invitational, Barracuda Championship og Elli Mae Classic. Í aðalhlutverkum eru: Stephen Curry, Jordan Spieth, Hideki Matsuyama, J.J. Spaun og David Hearn. Flottustu högg vikunnar þóttu vera ásar síðustnefndu tveggja kylfinganna þ.e. Hearn og Spaun. Til þess að sjá 5 bestu högg sl. viku á PGA Tour SMELLIÐ HÉR:










