Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2017 | 19:00

Nordic Golf League: Axel og Haraldur komust báðir g. niðurskurð á Isaberg Open!!!

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR fóru báðir í gegnum niðurskurð á Isaberg Open mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Haraldur Franklín hefir spilað á 2 undir pari, 142 höggum (71 71) og er sem stnedur T-20. Axel hefir spilað á samtals 1 yfir pari, 145 höggum (71 74) og er T-30 þ.e. deilir 30. sætinu með 7 öðrum kylfingum. Efstur eftir 2. dag er sænski kylfingurinn Niklas Lemke á samtals 6 undir pari, 137 höggum (68 69). Sjá má stöðuna á Isaberg Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2017 | 18:00

Íslandsmót golfklúbba 2017: Staðan e. 1. dag

Íslandsmót golfklúbba 2017 hófst í dag, föstudaginn 11. ágúst og keppni lýkur sunnudaginn 13. ágúst. Keppt er í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. Golfklúbburinn Keilir hefur titil að verja í karlaflokki og Golfklúbbur Reykjavíkur í kvennaflokki. Keppni í 1. deild karla fer fram á Kiðjabergsvelli og á Garðavelli á Akranesi í 1. deild kvenna. Helstu úrslit í öllum flokkum eftir 1. dag má sjá hér að neðan:  1. deild kvenna SMELLIÐ HÉR:  Spilað er á Garðavelli á Akranesi í 1. deild kvenna. 2. deild kvenna SMELLIÐ HÉR:  Spilað er á Bárarvelli hjá Golfklúbbnum Vestarr á Grundarfirði í 2. deild kvenna. 1. deild karla SMELLIÐ HÉR:  Spilað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2017 | 17:00

GSÍ: Taktu þátt í afmælisleik – Vinningur: ferð á Belfry

Í tilefni af 75 ára afmæli Golfsambands Ísland, hafa GSÍ og GB ferðir ákveðið að senda heppna kylfinga á Belfry. Það eina sem þú þarft að gera til að komast í afmælispottinn er að leika golf á sjálfan afmælisdaginn, 14. ágúst, og skrá forgjafar- eða æfingarhring á golf.is. Hringurinn má vera 9 eða 18 holur. Einn kylfingur, sem leikur golf þennan dag verður dreginn út og fær að launum ferð fyrir tvo á hið sögufræga og glæsilega Belfry golfsvæði á auglýstum brottfarardögum GB ferða á tímabilinu 2017-2018. Innifalið er 2 x flug með Icelandair til Birmingham, flugvallarskattur, flutningur á golfsetti, fjórar nætur í tvíbýli með morgunverði, ótakmarkað golf (hámark tveir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Elí Björgvinsson. Ágúst Elí er fæddur 11. apríl 1995 og því 22 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og mikill FH-ingur s.s. hann á ættir til og er jafnvel talað um hann sem lang- langbesta markvörð okkar í handbolta. Auk krefjandi æfinga í handboltanum hefir Ágúst Elí staðið sig vel í ýmsum opnum mótum í golfinu á undanförnum árum; var m.a. í vinningssæti á Gamlársdagspúttmóti Hraunkots 31. desember 2008 (3. sæti); 1. sæti á Unglingamótaröð GSÍ , 21. júní 2009; í vinningssæti á Opna Teigsmótinu í Þorlákshafnarvelli 8. maí 2010 (3. sæti + nándarverðlaun á 3. braut); 2. sæti í drengjaflokk (15-16 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2017 | 01:00

PGA Championship 2017: Kisner og Olesen deila 1. sætinu e. 1. dag

Það eru þeir Kevin Kisner frá Bandaríkjunum og danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen, sem deila 1. sætinu eftir 1. dag PGA Championship risamótsins, sem hófst í gær. Báðir léku þeir völlinn í Quail Hollow, í Charlotte, N-Karólínu á 4 undir pari, 67 höggum. Fimm kylfingar deila síðan 3. sætinu, einu höggi á eftir forystumönnunum (68 högg) en þ.á.m. er m.a. Brooks Koepka. Rickie Fowler er einn 7 kylfinga sem eru  T-8 á 69 höggum; Dustin Johnson, Jason Day og Jon Rahm eru meðal 10 kylfinga, sem eru T-15 á 1 undir pari, 70 höggum. Jordan Spieth og Rory McIlroy eru meðal 11 kylfinga sem eru T-33 á 1 yfir pari, 72 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir – 10. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Þóra Kristín er fædd 10. ágúst 1966 og á því 51 árs stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gabrielle Keiller, f. 10. ágúst 1908 – d. 23. desember 1995; Galtarviti Keflavik (97 ára); Maria Elana Astrologes Combs, 10. ágúst 1951 (66 ára); [James] Kenneth Perry, 10. ágúst 1960 (57 ára); Ellý Steinsdóttir, 10. ágúst 1963 (54 ára); Lori Tatum, 10. ágúst 1967 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Rifsnes Línubátur (49 ára); Martin Quinney, 10. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2017 | 15:00

Nordic Golf League: Axel og Haraldur við keppni á Isaberg Open í Svíþjóð

Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR hófu leik í dag á Isaberg Open í Svíþjóð,  sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Báðir léku þeir Axel og Haraldur á 1 undir pari, 71 höggi. Axel fékk 4 fugla og 3 skolla en Haraldur Franklún 3 fugla og 2 skolla. Sem stendur eru þeir jafnir í 23. sæti, en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik þannig að sætistalan gæti enn riðlast. Til þess að sjá stöðuna á Isaberg Open SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2017 | 12:00

Daníel Ísak varð T-8 á European Junior!!!

Daníel Ísak Steinarsson, GK, tók þátt í 2017 European Junior golfmótinu, sem er hluti World Junior Golf Series. Mótið fór fram í Golfclub München, Eichenried, 8.-10. ágúst 2017 og lauk því í dag. Daníel Ísak varð T-8 en skor hans var 9 yfir pari, 228 högg ( 78 77 73). Sigurvegari í mótinu varð Þjóðverjinn Paul Julian Holler á samtals 6 undir pari. Sjá má lokastöðuna á European Junior með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2017 | 11:00

Piltalandsliðið valið sem keppir fyrir Ísland á EM í Póllandi

Jussi Pitkanen, afreksstjóri GSÍ hefur valið eftirtalda leikmenn sem keppa í 2. deild á Evrópumóti piltalandsliða. Mótið fer fram í Kraków í Póllandi dagana 20.-23. september. Daníel Ísak Steinarsson (GK) er fyrirliði, og liðsstjóri er Jussi Pitkanen. Liðið er þannig skipað: Arnór Snær Guðmundsson (GHD) Ingvar Andri Magnússon (GR) Kristján Benedikt Sveinsson (GA) Viktor Ingi Einarsson (GR) Ragnar Már Ríkharðsson (GM) Dagbjartur Sigurbrandsson (GR)

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2017 | 10:00

Lee Westwood stefnir í 7 milljarða kr. skilnað

Í frétt Daily Mail í dag segir að enski kylfingurinn Lee Westwood, 44 ára, stefni í 7 milljarða ískr. (£50milljóna) skilnað þar sem eiginkona hans til 16 ára, Laurae saki hann um framhjáhald áður en þau skyldu að borði og sæng 2015. Lee harðneitar þeim ásökunum. Eftir að hann og eiginkona hans skildu tók Lee saman við módelið Helen Storey, 40 ára. Skilnaðarmál höfðaði Laurae Westwood, 42 ára,  fyrir rétti í Flórída. Fjölskyldumeðlimur Westwood fjölskyldunnar er sagður hafa sagt: „Allt þetta mál er eitt allsherjar klúður. Bæði hafa sett fram kröfur og það er því miður fyrir dómstólanna að ákveða hverng allt fer.“ Lee harðneitar að hafa haldið framhjá meðan Lesa meira