GHD: Arnór Snær á besta skorinu á Dalvíkurskjálftanum
Á laugardaginn sl., 5. ágúst 2017, fór fram hinn árlegi Dalvíkurskjálfti. Keppnisform var punktakeppni með og án forgjafar. Verðlaun í mótinu eru jafnan vegleg og var þetta skipti engin undantekning – heildarverðmæti vinninga að þessu sinni var 400.000 krónur. Veittur var Fugl fyrir fugl; allir þeir sem náðu fuglum á 18 holunum fengu jafnmarga kjúklinga og jafnmarga eggjabakka. Síðan voru verðlaun: Evrópuferð fyrir flesta punkta með forgjöf og fyrir fyrstu 3 sætin í punktakeppni í 4 flokkum: Karlar fgj. 0-24; karlar 24+; konur 0-28 og konur 28+. jafnframt því sem dregið var úr skorkortum í mótslok Eins voru verðlaun fyrir lengsta teighögg af rauðum og gulum teigum og nándarverðlaun fyrir par Lesa meira
Kristján Þór sigraði í Einvíginu á Nesinu!!!
Einvígið á Nesinu – Shoot out fór fram á Nesvellinum í frábæru veðri í dag. Mótið var fyrst haldið árið 1997 og var þetta því í 21. skipti sem mótið er haldið. Venju samkvæmt léku þeir kylfingar sem boðið var í mótið 9 holu höggleik í morgun. þar lék best af öllum Björgvin Sigurbergsson sem nú tók þátt í Einvíginu í 20. sinn en hann lék á 34 höggum, eða tveimur höggum undir pari vallarins. Eftir hádegið hófst svo Einvígið sjálft þar sem einn keppandi dettur út á hverri holu þar til tveir berjast um sigurinn á 9. braut. Á 9. teignum stóðu eftir þeir Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Andri Páll Ásgeirsson. Andri Páll er fæddur 7. ágúst 1998 og er því 19 ára í dag. Andri Páll er í Golfklúbbnum Keili (GK). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Andri Páll Ásgeirsson · (19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kolbrún Sævarsdóttir, 7. ágúst 1964 (53 ára); Jodi Figley, 7. ágúst 1969 (48 ára – spilaði á LPGA); Esther Choe, 7. ágúst 1989 (28 ára – bandarísk spilar á LET) ….. og ….. Rósirnar Heilsurækt Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og ððrum kylfingum sem afmæli Lesa meira
Global Junior: 5 kylfingar úr GKG stóðu sig vel í Svíþjóð!!! Hlynur Bergs sigraði!!!
Fimm kylfingar úr GKG kepptu á Swedish Junior Classic, sem er hluti af Global Junior mótaröðinni í Svíþjóð. Mótið stóð dagana 4.-6. ágúst á Uppsala golfvellinum í Söderby og lauk í gær. Kylfingarnir 5, sem kepptu voru eftirfarandi: Gunnar Blöndal Guðmundsson, Hlynur Bergsson, Ingi Rúnar Birgisson, Jón Arnar Sigurðarson og Ragnar Áki Ragnarsson. Einnig var Henning Darri Þórðarson úr Keili skráður til leiks, en þurfti að hætta keppni. Hlynur sigraði í sínum flokki, lék á samtals 4 undir pari, 215 höggum (75 71 69) Glæsilegt hjá Hlyn!!! Sjá má lokastöðuna á Swedish Junior Classic með því að SMELLA HÉR:
GN: Þórunn Sif og Heiðar Davíð á besta skorinu á Neistaflugi GN og SVN
Laugardaginn 5. ágúst s.l. fór fram golfmót Neistaflugs GN og SVN. Veitt voru verðlaun fyrir: * 1. – 5. sæti í opnum flokki fyrir punkta * 1. – 3. sæti í höggleik karla og kvenna * 1. – 3. sæti í höggleik unglinga (lágmarks þátttaka er 5 keppendur að öðrum kosti fara keppendur í opinn flokk). Á besta skori á Grænanesvelli í mótinu varð Heiðar Davíð Bragason, GHD, en hann lék á glæsilegum 3 undir pari, 67 höggum!!! Þórunn Sif Friðriksdóttir, GBE, var á sama skori og Dröfn Þórisdóttir, GK 91 högg, en var betri á seinni 9 þ.e. með 44 högg meðan Dröfn var með 45 þannig á Þórunn Lesa meira
Solheim Cup 2017: Creamer í rusli yfir að hafa ekki verið valin í bandaríska liðið
Paula Creamer var ekki valin í bandaríska Solheim Cup liðið, í fyrsta sinn á ferli sínum og fyrirliði bandaríska liðsins, Juli Inkster, segir að hún (Creamer) sé algerlega í rusli yfir því. Juli gekk ekki aðeins framhjá Creamer heldur einnig Morgan Pressel og Angelu Stanford, en þessar þrjár hafa myndað kjarnann í bandaríska Solheim Cup liðinu sl. 12 ár. Þessar þrjár hafa á milli sín unnið 17 titla á LPGA, þ.á.m. 2 risamót og 33 punkta í Solheim Cup. Í staðin valdi Inkster nýliðann á LPGA, Angel Yin og kylfing sem hefir 5 ára reynslu á LPGA, Austin Ernst. „Paula var æst,“ sagði Inkster. „Ég myndi vera í uppnámi líka, en ég Lesa meira
GÞH: Kristinn Bjarki og Þórunn sigruðu á Gull Hátíðarmótinu
Á Hellishólum í Fljótshlíð fór fram skemmtileg fjölskylduskemmtun um Verslunarmannahelgina, sem lauk með Hátíðargolfmóti. Sjá má dagskrá Hellishóla yfir Verslunarmannahelgina hér að neðan: Dagskrá verslunarmannahelgarinnar á Hellishólum 2017 Föstudagur 4 ágúst 18:30 – 21:30 Réttur dagsins. 21:00 – 21:30 Hamingjusamur hálftími, tveir fyrir einn á bjór yfir karaoke. 22:00 – 01:00 Dansað í gegnum ástina. Laugardagur 5.ágúst 07:00 – 10:00 Morgunmatur. 11:00 – 13:00 Hjólreiðaferð að Gluggafossi og til baka, verð kr. 2000 per mann með hjóli. Mæting fyrir utan veitingaskála. 13:00 – 14:30 Fjórhjólaferðir (farþegi) um svæðið, verð kr. 2.000 per mann. Mæting fyrir utan veitingaskála. 15:00 – 16:00 Golfkennsla fyrir alla, verð kr. 1.800 á mann. Sigurpáll Sveinsson Lesa meira
GD: Flogið yfir Dalbúavöllinn – Myndskeið
Á leiðinni að Gullfoss og Geysi er keyrt framhjá Golfklúbbnum Dalbúa … og þeim glæsilega 9 holu golfvelli sem klúbburinn hefir. Klúbburinn var stofnaður fyrir 28 árum eða 1989 og hafði þá aðstöðu fyrir neðan Héraðsskólann á Laugarvatni. Árið 1995 tóku Dalbúar upp samstarf við Félag bókagerðarmanna og hófust handa við að byggja upp nýjan völl í Miðdal, þar sem völlurinn er nú staðsettur. Völlurinn er 9 holur nægt landsvæði er fyrir 18 holur. Nýr golfskáli var byggður árið 1999-2000 og er hann með veitingasölu. Þess má geta að í Miðdal er gömul kirkja. Hér má sjá flott myndskeið þar sem flogið er yfir golfvöll Golfklúbbsins Dalbúa í Miðdal. Sjá Lesa meira
WGC: Matsuyama sigraði á Bridgestone
Það var Japaninn Hidieki Matsuyama sem sigraði á Bridgestone heimsmótinu, sem fram fór á Firestone CC í Akron, Ohio. Matsuyama lék á samtals 16 undir pari, 264 högg (69 67 67 61). Hann átti heil 5 högg á þann sem varð í 2. sæti en það var Zach Johnson, sem lék á 11 undir pari, 269 höggum (69 67 65 68). Í 3. sæti varð Charley Hoffman á samtals 10 undir pari og í 4. sæti varð sá sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið, Thomas Pieters frá Belgíu á samtals 8 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Bridgestone heimsmótinu SMELLIÐ HÉR:
LPGA: In Kyung Kim sigurvegari Opna breska 2017
Það var In Kyung Kim frá S-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á Ricoh Opna breska kvenrisamótinu. Sigurskor Kim var 18 undir pari, 270 högg (65 68 66 71). Í 2. sæti, 2 höggum á eftir varð Jodi Ewart Shadoff, frá Englandi. Þriðja sætinu deildu bandaríski kylfingurinn Michelle Wie og Caroline Masson frá Þýskalandi. Til þess að sjá lokastöðuna á Ricoh Opna breska kvenrisamótinu SMELLIÐ HÉR:










