Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Betsy King ——— 13. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Betsy King. Betsy fæddist í Reading, Pennsylvaníu 13. ágúst 1955 og á því 62 ára afmæli í dag. Hún komst á LPGA árið 1977 og vann á ferli sínum 6 risatitla og 34 mót á LPGA. Hún er til dagsins í dag sá bandaríski kvenkylfingur sem hefir verið efst á peningalistanum (1993). Árið 1995 var King tekin í frægðarhöll kylfinga. King spilaði 5 sinnum í bandaríska Solheim Cup liðinu (1990, 1992, 1994, 1996, 1998) og var fyrirliði bandaríska Solheim Cup liðsins 2007 og er þá fátt eitt talið af afrekum og viðurkenningum King. Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Ben Hogan 13. ágúst 1912 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2017 | 15:30

Íslandsmót golfklúbba 2017: GR-konur sigruðu í 1. deild kvenna!!!

Íslandsmót golfklúbba 2017 hófst föstudaginn 11. ágúst og keppni lauk í dag sunnudaginn 13. ágúst. Keppt var í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. GR fagnaði sigri í 1. deild kvenna. Þetta er þriðja árið í röð og í 19. sinn sem GR fagnar þessum titli í kvennaflokki Íslandsmeistarasveit GR 2017 skipa þær: Ásdís Val­týs­dótt­ir, Berg­lind Björns­dótt­ir, Eva Kar­en Björns­dótt­ir, Halla Björk Ragn­ars­dótt­ir, Jó­hanna Lea Lúðvíks­dótt­ir, Ragn­hildur Krist­ins­dótt­ir og Ragn­hildur Sig­urðardótt­ir.

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2017 | 15:00

Íslandsmót golfklúbba 2017: GKG Íslandsmeistarar í 1. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 2017 hófst föstudaginn 11. ágúst og keppni lauk í dag, sunnudaginn 13. ágúst. Keppt var í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. GKG fagnaði sigri í  1. deild karla. Þetta er í fimmta sinn sem GKG fagnar sigri á Íslandsmóti golfklúbba. Leikið var á Kiðjabergsvelli og fór sveit GKG ósigruð í gegnum mótið. Sigursveit GKG skipuðu:  Aron Snær Júlíusson; Daníel Hilmarsson; Egill Ragnar Gunnarsson; Haukur Már Ólafsson; Jón Gunnarsson; Ólafur Björn Loftsson; Ragnar Már Garðarsson;Sigurður Arnar Garðarsson. Liðsstjóri/þjálfari: Derrick Moore

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2017 | 20:00

Pro Golf: Þórður Rafn lauk keppni T-34 á Gut Bissenmoor Classic

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR tók þátt í Gut Bissenmoor Classic mótinu dagana 10.-12. ágúst, en mótið er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni og lauk í dag. Mótið fór fram í Golf & Country Club Gut Bissenmoor í Bad Bramstedt, Segeberg sem er u.þ.b. 40 km norður af Hamborg í  Þýskalandi – Sjá má vefsíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:  Þórður Rafn lék á samtals 9 yfir pari, 222 höggum (77 70 75) og varð T-34 þ.e. deildi 34. sætinu með 3 öðrum kylfingum. Sigurvegari mótsins varð svissneski kylfingurinn Marco Iten, en hann lék á samtals 7 undir pari (67 71 68). Sjá má lokastöðuna á Gut Bissenmoor Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2017 | 18:00

Nordic Golf League: Axel lauk keppni T-21 og Haraldur T-32

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR tóku þátt í Isaberg Open, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið stóð dagana 10.-12. ágúst 2017 og lauk í dag. Axel lék á samtals sléttu pari, 216 höggum (71 74 71) og lauk keppni T-21. Haraldur Franklín lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (71 71 77) og lauk keppni T-32. Sjá má lokastöðuna í Isaberg Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Birgit Henriksen. Birgit er fædd 12. ágúst 1942 og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Birgit er gift Jóni Sæmundi Sigurjónssyni og eiga þau eina dóttur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Larry Ziegler, 12. ágúst 1939 (78 ára); Gunnar Magnús Sandholt,  12. ágúst 1949 (68 ára); Ingunn Steinþórsdóttir (59 ára); Þórhalli Einarsson, 12. ágúst 1961 (56 ára); Oddný Sturludóttir (41 árs); Jóhannes Georg Birkisson, 12. ágúst 1999 (18 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2017 | 14:30

Fyrrum PGA Tour kaddý segir ólíklegt að Phil Mickelson eigi eftir að sigra risamót

Phil Mickelson, 47 ára, var einn þeirra sem ekki komst gegnum niðurskurð á PGA Championship risamótinu. Hann lék hringi sína tvo á samtals 143 höggum (79 74). Mickelson hefir aðeins sigraði í 1 risamóti á sl. 4 árum en hann krækti í sigur síðast á Opna breska 2013. Michael Collins, sem starfaði sem kaddý á PGA Tour og er nú fréttaskýrandi á ESPN var gestur í þætti ESPN „Mike & Mike“og þar var hann beðinn að gagnrýna frammistöðu Phil eftir 1. hring, eftir að fjöldi manns taldi hann eiga einhvern sjéns á sigri. Mat Collins á frammistöðu Phil er best lýst með því að segja að hann sé „grimmilega heiðarlegur,“ og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2017 | 10:00

PGA Championship 2017: Teighögg Pampling á 18. á 2. hring eitt það versta í sögu risamóta

Eftir að Rory McIlroy tókst að bjarga pari á PGA Championship þá voru áhorfendur spenntir að sjá hvernig öðrum tækist til á hinum brögðótta Quail Hollow velli í Charlotte, N-Karólínu. Einn kylfingur öðrum fremur átti erfitt, þannig að högg hans á 18. (þ.e. 9. á Quail Hollow vellinum) á 2. hring er nú talið meðal þeirra verstu í sögu risamóta. Þetta er ástralski kylfingurinn Rod Pampling, sem síðan tókst ekki að komast í gegnum niðurskurð en skor hans var 14 yfir pari, 156 högg (77 79). Hann varð T-136. Sjá má lélegt teighögg Pampling með því að SMELLA HÉR:  (skrollið niður)

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2017 | 23:59

PGA: Kisner og Matsuyama efstir í hálfleik á PGA Championship

Það eru bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner og japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, sem leiða í hálfleik á PGA Championship risamótinu. Báðir hafa spilað á samtals 8 undir pari, 134 höggum; Kisner (67 67) og Matsuyama (70 64). Í 3. sæti er fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Jason Day, 2 höggum á eftir á samtals 6  undir pari (70 66). Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru Justin Rose, Luke Donald Graeme McDowell, Bubba Watson og John Daly, en niðurskurður var miðaður við 5 yfir pari eða betra. Til þess að sjá stöðuna á PGA Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2017 | 20:00

Bjarki sigraði á Berlin Open!!!

Bjarki Pétursson, GB sigraði á Berlín Open. Mótið fór fram í Golf-und Land-Club Berlin Wannsee í Þýskalandi;  stóð dagana 8.-11. ágúst 2017 og lauk því í dag. Þátttakendur í mótinu voru 85. Bjarki lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (66 68 69 65) og átti 3 högg á næsta keppanda; Þjóðverjann Falko Hanisch.  Stórglæsilegt hjá Bjarka!!! Til þess að sjá lokastöðuna á Berlin Open SMELLIÐ HÉR: