Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2017 | 09:00

Tiger m/ 5 mismunandi lyf í sér v. handtöku v. meints ölvunaraksturs

Þegar Tiger Woods var handtekin í maí s.l. vegna gruns um ölvunaraksturs þá var hann með 5 mismunandi lyf í kerfinu, skv. eiturfenaskýrslu sem var birt af sýslumannsembætti Palm Beach (ens. Palm Beach County Sheriff’s Office) í þessari viku. CNN birti skýrsluna og þar sést að eftirfarandi lyfjakokkteill hafi fundist í þvagi Tiger: THC, virka efnið í marijuana Verkjalyfin hydrocodone og hydromorphone, þekkt undir vörumerkjunum Vicodin og Dilaudid Svefnlyfið  zolpidem, selt undir heitinu Ambien Lyf gegn streitu alprazolam (þekkt undir heitinu Xanax). Ef alprazolam er tekið inn saman með hydrocodone og hydromorphone þá getur það haft alvarlegar hliðarverkanir, s.s. svima, ofurþreytu og það hægist á öndun skv. skýrslu CNN. Í fréttatilkynningu í gær, mánudaginnn 14. ágúst, sagði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Darren Clarke —— 14. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum 2016, Darren Clarke. Clarke fæddist 14. ágúst 1968 í Dungannon á Norður-Írlandi og á því 49 ára afmæli í dag. Darren Clarke var líkt og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir í Wake Forest háskólanum í Bandaríkjunum. Clarke gerðist atvinnumaður í golfi árið 1990 og hefir síðan þá unnið í 22 atvinnumannsmótum þar af 3 á PGA Tour og 14 á Evróputúrnum, 3 á japanska PGA og 1 á Sólskinstúrnum og 1 á Áskorendamótaröð Evrópu. Stærsti sigur Clarke í golfinu var án efa sigur hans á Opna breska 2011. Aðrir frægir kylfingar og golftengdir aðilar sem eiga afmæli í dag eru: GSÍ, 14. ágúst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2017 | 14:00

Íslandsmót golfklúbba 2017: GÖ sigurvegari í 4. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 2017 hófst föstudaginn 11. ágúst og keppni lauk í dag, sunnudaginn 13. ágúst. Keppt var í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. Golfklúbbur Öndverðarnes (GÖ) fagnaði sigri í 4. deild karla og í 2. sæti varð sveit Golfklúbbsins Geysis – en þessi tvö lið spila í 3. deild að ári. Leikið var á Þorláksvelli hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar. Sigursveit GÖ skipuðu: Björn A. Bergsson; Benedikt Harðarsson; Ísak Jasonarson;  Sigurður Aðalsteinsson og  Þórir Björgvinsson Liðsstjóri: Þórir Björgvinsson (3.umf Sigurður Aðalsteinsson)

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2017 | 10:00

Íslandsmót golfklúbba 2017: GO sigurvegari í 3. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 2017 hófst föstudaginn 11. ágúst og keppni lauk í dag, sunnudaginn 13. ágúst. Keppt var í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. GO fagnaði sigri í 3. deild karla og í 2. sæti varð sveit GS – en þessi tvö lið spila í 2. deild að ári. Leikið var á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnleysustrandar. Sigursveit GO skipuðu: Otto A. Bjartmarz; Óskar B. Ingason; Philip A. Hunter; Rögnvaldur Magnússon;  Skúli Á. Arnarsson og Theodór S. Blöndal. Liðsstjóri: Rögnvaldur Magnússon

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2017 | 09:00

Hvað var í sigurpoka Justin Thomas á PGA Championship?

Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas sigraði s.s. allir vita á síðasta risamóti ársins í ár, PGA Championship, í gær 13. ágúst 2017. Þetta var 1. risatitill þessa 24 ára snillings (en Thomas er fæddur 29. apríl 1993). Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka Justin Thomas: Dræver: Titleist 917D2 (Mitsubishi Chemical Diamana BF 60TX skaft), 8.5° 3-tré: Titleist 917F2 (Mitsubishi Chemical Tensei CK Blue 80TX skaft), 15° 5-tré: Titleist 915Fd (Fujikura Motore Speeder VC 9.2 Tour Spec X skaft), 18° Járn: Titleist 716 CB (4-járn; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 skaft), Titleist 718 MB (5-9; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 sköft), Titleist Vokey SM6 (46-10F°; True Temper Dynamic Gold Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2017 | 08:00

GSÍ: Taktu þátt í afmælisleiknum – Vinningur: Ferð á Belfry!!!

Í dag 14. ágúst eru 75 ár liðin frá því að tíu menn hittust í golfskála Golfklúbbs Íslands í Öskjuhlíðinni og stofnuðu formlega samband þeirra þriggja golfklúbba sem þá voru í landinu. Golfklúbbur Íslands í Reykjavík, Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Vestmannaeyja stóðu sameiginlega að stofnun Golfsambands Íslands árið 1942. Í tilefni af 75 ára afmæli Golfsambands Ísland í dag fer fram afmælisleikur GSÍ í samvinnu við GB ferðir. Það eina sem þú þarft að gera til að komast í afmælispottinn er að leika golf á sjálfan afmælisdaginn, 14. ágúst, og skrá forgjafar- eða æfingarhring á golf.is. Hringurinn má vera 9 eða 18 holur. Einn kylfingur sem leikur golf þennan dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2017 | 07:00

„Golf er frábær fjölskylduíþrótt“

Morgunblaðið var með ítarlega umfjöllun um 75 ára afmælisdag Golfsambands Íslands í sunnudagsútgáfunni, sem kom út s.l. laugardag. Þar er ræðir Skapti Hallgrímsson blaðamaður við Hauk Örn Birgisson forseta GSÍ. Viðtalið má lesa í heild sinni með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2017 | 23:59

PGA Championship 2017: Justin Thomas sigraði!!!

Það var bandaríski kylfingurinn Justin Thomas sem náði að krækja sér í sinn 1. risatitil á PGA Championship!!! Justin lék á samtals 8 undir pari, 276 höggum (73 66 69 68). Hann átti 2 högg á þá Francesco Molinari, Louis Oosthuizen og Patrick Reed, sem deildu 2. sætinu. Rickie Fowler og Hideki Matsuyama deildu síðan 5. sætinu á samtals 5 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á PGA Championship SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2017 | 18:00

Íslandsmót golfklúbba 2017: Sveit GA sigraði í 2. deild kvenna!!!

Íslandsmót golfklúbba 2017 hófst föstudaginn 11. ágúst og keppni lauk í dag sunnudaginn 13. ágúst. Keppt var í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. GA fagnaði sigri í 2. deild kvenna. Leikið var á Bárarvelli hjá Golfklúbbnum Vestarr í Grundarfirði. Íslandsmeistarasveit GA 2017 skipa þær: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir; Stefanía Elsa Jónsdóttir; Andrea Ýr Ásmundsdóttir; Ólavía Klara Einarsdóttir og Marianna Ulriksen. Liðsstjóri var:  Stefanía Kristín Valgeirsdóttir

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2017 | 17:00

Íslandsmót golfklúbba 2017: GA Íslandsmeistarar í 2. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 2017 hófst föstudaginn 11. ágúst og keppni lauk í dag, sunnudaginn 13. ágúst. Keppt var í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. GA fagnaði sigri í 2. deild karla; var með 3,5 vinning gegn 1,5 vinningi GSE í úrslitaleiknum. Leikið var á  Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness. Sigursveit GA skipuðu: Tumi Hrafn Kuld; Kristján Benedikt Sveinsson; Víðir Steinar Tómásson;  Eyþór Hrafnar Ketilsson; Stefán Einar Sigmundsson; Lárus Ingi Antonsson;  Gunnar Aðalgeir Arason og Sturla Höskuldsson : Liðsstjóri: Sturla Höskuldsson