GR: Böðvar Bragi m/vallarmet af bláum teigum á Korpunni
Á þriðjudag, 14. ágúst 2017, var leikin 10. umferð í Icelandair Cargo – mótaröð barna og unglinga en sú mótaröð er haldin fyrir þá sem æfa hjá klúbbnum og hefur verið leikin alla þriðjudaga í sumar. Sjórinn/Áin var sá hluti vallar sem leikinn var á þriðjudag og gerði Böðvar Bragi Pálsson sér lítið fyrir og setti vallarmet af bláum teigum en hann lék hringinn á 66 höggum, sem er 6 höggum undir pari vallar. Til fróðleiks má geta þess að Böðvar átti sex fugla, einn örn og tvo skolla á hringnum. Golf 1 óskar Böðvari Braga til hamingju með þetta flotta vallarmet!!!!
PGA: Every í forystu á Wyndham Championship – Hápunktar 1. dags
Það er bandaríski kylfingurinn Matt Every, sem er í forystu eftir 1. dag Wyndham Championship, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Every lék á 9 undir pari, 61 glæsihöggi!!! Í 2. sæti er Henrik Stenson, 1 höggi á eftir á 62 höggum og 3. sætinu deila 7 kylfingar, allir á 7 undir pari, 63 höggum, þ.á.m. barnabarn kóngsins, Sam Saunders. Til þess að sjá hápunkta Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Högna Kristbjörg Knútsdóttir – 17. ágúst 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Högna Kristbjörg Knútsdóttir. Högna er fædd 17. ágúst 1994 og á því 23 ára afmæli í dag. Högna Kristbjörg er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Högnu Kristbjörgu til hamingju með afmælið….. Högna Kristbjörg Knútsdóttir (23 ára afmæli – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hugh John Baiocchi 17. ágúst 1946 (71 árs); Dottie Pepper, aðstoðarfyrirliði Meg Malone í Solheim Cup 2013, 17. ágúst 1965 (52 ára); Þröstur Ársælsson (49 ára) Peter Gustafson, 17. ágúst 1976 (41 árs)….. og …. Songlist Song Og Leiklistarskoli Golf 1 óskar Lesa meira
Arnór Snær úr leik á Opna breska U-18
Arnór Snær Guðmundsson, GHD, er úr leik á Opna breska áhugamannamótinu U-18. Mótið, sem nefnist á ensku The Boys Amateur Championship hófst í gær, 15. ágúst 2017 og stendur til 20. ágúst og fer fram á Nairn og Nairn Dunbar völlunum í Skotlandi. Nairn vellirnir eru þekktir links-vellir; að hönnun þeirra komu m.a. Archie Simpson, Old Tom Morris og James Braid. Einnig er bærinn Nairn þekktur gamall skoskur fiski- og markaðsbær m.a. kunnur vegna þess að leikarinn Charlie Chaplin varði hluta af sumarfríi sínu ár hvert þar og bjó þá alltaf á Newton hótelinu. Þetta er í 91. skipti sem Opna breska áhugamannamótið U-18 fer fram. Arnór Snær lék á samtals 167 höggum Lesa meira
Solheim Cup 2017: Catriona Matthew spilar í stað Suzann Pettersen
Solheim Cup 2017 hefst ekki á morgun heldur hinn, þ.e. 18. ágúst 2017, í De Moins, Bandaríkjunum. Nú þegar hafa orðið sviptingar á báðum liðum; fyrst meiddist Jessica Korda og dró sig úr keppni. Hennar sæti tók bleiki pardusinn, Paula Creamer. Nú hefir Suzann Pettersen, 36 ára, dregið sig úr keppni vegna bakmeiðsla, án þess, fyrst í stað, að gefa upp smáatriðin í þeim meiðslum. Hennar stað í liðinu tekur skoski kylfingurinn Catriona Matthew, 47 ára, sem nefnd hefir verið sem hugsanlegi næsti fyrirliði Solheim Cup, þegar mótið fer fram eftir 2 ár, 2019 í Gleneagles í Skotlandi. Suzann svaraði aðeins með stuttu „Nei“ aðspurð hvort hún hræddist óvinsamlegar mótttökur í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Vífill Karlsson —— 16. ágúst 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Vífill Karlsson. Hann er fæddur 16. ágúst 1948 og því 69 ára í dag. Vífill er í Golfklúbbnum á Höfn í Hornafirði. Honum hefir gengið vel í opnum mótum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Vífill Karlsson (69 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Temper Netverslun (76 ára); Sveinsdóttir Sveinbjörg (51 árs); Ekki Spurning (40 ára STÓRAFMÆLI!!!) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira
Solheim Cup 2017: Creamer með í stað meiddrar Jessicu Korda
Sunnudagskvöldið eftir Ricoh Women’s British Open, tilkynnti fyrirliði bandaríska Solheim Cup liðsins, Juli Inkster, hverjir væru í liði hennar. Átta komust í liðið vegna Solheim Cup stiga, tveir efstu af Rolex-heimslista kvenna og tveir voru val fyrirliða. Paula Creamer fékk næstum taugaáfall þegar hún komst að því að hún væri ekki með í fyrsta sinn á ferli sínum – sjá m.a. grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: Þar sem Juli Inkster gerði líka, líkt og báðir fyrirliðar Solheim Cup verða að gera, er að rita nafn varamanns, sem fer í lokað umslag, í því tilviki að einhver liðsmaður skyldi forfallast. Venjulegast skiptir nafnið í umslaginu engu máli Lesa meira
Ragnar Már sigraði í Einvíginu í Mosó
Samsung Unglingaeinvígið var leikið í dag á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Allir bestu unglingar landsins tóku þátt í mótinu og sáust glæsileg tilþrif á vellinum. Að lokum stóðu þeir Dagbjartur Sigurbrandsson og Ragnar Már Ríkarðsson tveir eftir og þurfti að lokum einvígi til að skera úr um sigurvegarann. Ragnar Már sló um 3 metra frá holu af 100 metra færi en Dagbjartur 5 m. Það er því Ragnar Már Ríkarðsson sem er sigurvegari Samsung-Unglingaeinvígisins árið 2017. Golf 1 óskar honum innilega til hamingju með sigurinn!!! Heildarúrslit í mótinu urðu eftirfarandi: 1. sæti – Ragnar Már Ríkarðsson GM 2. sæti – Dagbjartur Sigurbrandsson GR 3. sæti – Böðvar Bragi Pálsson GR 4. sæti Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kjartan Dór Kjartansson – 15. ágúst 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Kjartan Dór Kjartansson. Kjartan Dór er fæddur 15. ágúst 1984 og á því 33 ára afmæli í dag. Kjartan Dór er í Golfklúbbi Kópvogs og Garðabæjar (GKG). Kjartani Dór hefir gengið vel í opnum mótum og eins spilaði hann á Eimskipsmótaröðinni. Kjartan Dór var t.a.m. í sigursveit GKG í 1. deild í sveitakeppni GSÍ 2012, Kjartan er búsettur í Svíþjóð og er trúlofaður Hörpu Kristinsdóttur og saman eiga þau 1 barn. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Kjartan Dór Kjartansson (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli eru: Jack White, 15. ágúst Lesa meira
Golfáhangandi tapaði 3,5 milljóna veðmáli út af Rickie Fowler
Rickie Fowler er örugglega ekki uppáhaldskylfingur eins golfáhanganda. Jordan Baker, sem býr í London, missti af 3.5 milljóna nýsjálenskra punda lottóvinningi fyrir að hafa getið rétt til um 3 af 4 risamótssigurvegurum ársins 2017. Baker lagði 2 pund undir að Sergio Garcia myndi sigra á Master; síðan gat hann sér þess rétt til að Brooks Koepka myndi sigra á Opna bandaríska og að Justin Thomas myndi vinna PGA Championship. Það eina sem ekki var rétt var að nafni hans Spieth myndi sigra á Opna breska. Þar taldi Baker að Rickie Fowler myndi taka mótið. „Guð minn góður, ef Justin Thomas sigrar á PGA Championship stekk ég úr flugvél án fallhlífar,“ Lesa meira










