Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2017 | 07:00

Íslandsmót golfklúbba – eldri kylfingar: Úrslit eftir 1. dag

Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga fer fram víðsvegar um landið um þessa helgi. Keppt er 3 flokkum karla og 2 flokkum kvenna. Mótið hófst í gær, 18. ágúst 2017 og er hægt að skoða stöðu hér fyrir neðan: 1. deild karla Keppt er hjá Golfklúbbi Öndverðarness (GÖ) og má sjá stöðuna með því að SMELLA HÉR: 2. deild karla Keppt er hjá Golfklúbbi Sandgerðis (GSG) og má sjá stöðuna með því að SMELLA HÉR: 3. deild karla Keppt er hjá Golfklúbbi Sandgerðis (GSG) og má sjá stöðuna með því að SMELLA HÉR: 1. deild kvenna Keppt er hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja (GV) og má sjá stöðuna með því að SMELLA HÉR: 2. deild Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2017 | 02:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (8): Gunnhildur efst í kvennaflokki e. 1. dag

Í gær, 18. ágúst 2017, hófst 8. og síðasta mót Eimskipsmótaraðarinnar á keppnistímabilinu 2016-2017, Securitas-mótið, á Grafarholtsvelli. Þar er keppt um GR-bikarinn í annað sinn í sögunni. Aðeins stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar á tímabilinu komast inn á þetta mót. Efst eftir 1. dag í kvennaflokki er Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK,  en Gunnhildur lék Grafarholtið á 1 yfir pari 72 höggum. Staðan í heild í kvennaflokki eftir 1. dag er eftirfarandi: 1 Gunnhildur Kristjánsdóttir GK 5 F 34 38 72 1 72 72 1 2 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 5 F 36 38 74 3 74 74 3 3 Saga Traustadóttir GR 4 F 35 39 74 3 74 74 3 4 Berglind Björnsdóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2017 | 01:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (8): Haraldur Franklín efstur e. 1. dag í karlaflokki

Í gær, 18. ágúst 2017, hófst 8. og síðasta mót Eimskipsmótaraðarinnar á keppnistímabilinu 2016-2017, Securitas-mótið, á Grafarholtsvelli. Þar er keppt um GR-bikarinn í annað sinn í sögunni. Aðeins stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar á tímabilinu komast inn á þetta mót. Efstur eftir 1. dag er „heimamaðurinn“ Haraldur Franklín Magnús efstur, en Haraldur Franklín lék Grafarholtið á glæsilegum 5 undir pari, 67 höggum. Í karlaflokki er staðan í heild eftirfarandi eftir 1. dag:  1 Haraldur Franklín Magnús GR -3 F 32 34 66 -5 66 66 -5 2 Aron Snær Júlíusson GKG 0 F 32 35 67 -4 67 67 -4 3 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR -2 F 35 34 69 -2 69 69 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2017 | 23:59

PGA Tour: Armour og Simpson efstir í hálfleik á Wyndham mótinu – Hápunktar 2. dags

Það er bandarísku kylfingarnir Ryan Armour og Webb Simpson, sem eru efstir á Wyndham Championship í hálfleik. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 13 undir pari, 167 höggum ; Armour (66 61) og Simpson (63 64). Einu höggi á eftir á samtals 12 undir pari, 128 höggum  (62 66) er sænski kylfingurinn Henrik Stenson. Til þess að sjá stöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2017 | 22:00

Solheim Cup 2017: Bandaríkin 5 1/2 – Evrópa 2 1/2 e. 1. dag

Á fyrsta degi Solheim Cup 2017 var spilaður fjórmenningur og fjórbolti. Eftir fjórmenningsviðureignirnar var lið Evrópu yfir með 2 1/2 vinning gegn 1 1/2 vinningi liðs Bandaríkjanna. Í fjórboltaleikjunum, sem fram fóru eftir hádegi snerist dæmið hins vegar við lið Bandaríkjanna vann ALLAR viðureignir sínar og því staðan 5 1/2 vinningur – 2 1/2 vinningi liði Bandaríkjanna í vil. Þriggja stiga forysta liðs Bandaríkjanna staðreynd og því verður lið Evrópu að gefa í, í dag!!! Til þess að sjá úrslit allra viðureigna SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2017 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur á besta skori Íslendinganna e. 2. dag í Noregi

Andri Þór Björnsson, GR; Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, GKG eru við keppni á Viking Challenge, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fer fram dagana 17.-20. ágúst 2017 í Miklagard golfklúbbnum í Kløfta, Noregi. Fresta varð leik í dag og náðu íslensku keppendurnir ekki að klára hringi sína, en það verður gert, laugardagsmorgun. Á besta skori af Íslendingunum er Birgir Leifur á samtals 1 undir pari og því næstbesta Andri Þór á sléttu pari. Ólafur Björn kemst líklega ekki í gegnum niðurskurð en hann lék 1. hring á júmbóskori 7 yfir pari, 79 höggum! Óvanalegt að sjá þetta hjá Ólafi Birni. Til þess að sjá stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Dúa Jónsdóttir – 18. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Dúa Jónsdóttir. Ágústa Dúa er fædd 18. maí 1956 61 árs afmæli í dag. Hún er í Nesklúbbnum. Ágústa á synina Jón Þór og Árna Mugg Sigurðssyni. Ágústa Dúa hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum og alltaf með góðum árangri, t.a.m. hefir hún á undanförnum árum tekið þátt í Lancôme mótinu á Hellu. Ágústa Dúa hefir jafnframt verið ofarlega á stigalista LEK í flokki kvenna 50+ og verið í kvennasveit NK á Íslandsmóti golfklúbba. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu Dúu til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Ágústa Dúa Jónsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2017 | 14:30

Solheim Cup 2017: Lexi hefur mótið með erni!!! – Fylgist með Solheim Cup HÉR!

Lexi Thompson hefur leik á Solheim Cup 2017 með látum …. með erni fyrir lið Bandaríkjanna. Það var glæsilegt upphafshögg Lexi á 1. braut sem lagði grunninn að erninum. Solheim Cup 2017 er hafið! Mótið fer fram dagana 14.-20. ágúst í Des Moines Golf and Country Club í West Des Moines, Iowa og þetta er í 15. sinn, sem þetta einvígi milli liðs Bandaríkjanna og liðs Evrópu á sér stað. Sjá má Lexi á 1. braut í Des Moins með því að SMELLA HÉR:  Fylgjast má með stöðunni á Solheim Cup 2017 með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2017 | 12:00

Pro Golf: Þórður Rafn lauk keppni í 33. sæti á Starnberg Open

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, lauk keppni í dag á Starnberg Open, en mótið er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni. Mótið fór fram í GolfClub Starnberg e.V., sem er u.þ.b. 25 km akstur suðvestur af München, í S-Þýskalndi – Sjá heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:  Þórður Rafn lék á samtals 4 undir pari, 209 höggum (69 70 70) og lauk keppni í 33. sæti. Sigurvegari mótsins varð Þjóðverjinn Max Schmitt á samtals 18 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Starnberg Open með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2017 | 09:00

Eldingar á golfvöllum skapa oft falleg listaverk

Íslenskir kylfingar, sem ferðast erlendis og spila velli þar verða að passa sig á þrumum og eldingum, sem þar koma og við erum blessunarlega nokkurn veginn laus við hér á Íslandi. Eldingar eru lífshættulegar og ætti ekki að vera að spila á golfvöllum í þrumum og eldingum. En ef eldingu lýstur niður á golfvelli og enginn er nálægt sem getur slasast þá eru eldingar ótrúlegar. Þær gera fallegustu listaverk úr flötum, samt oftar en ekki við litla hrifningu golfvallarstarfsmanna. Einni eldingu laust niður á Dwan golfvellinum í Bloomington, Minnesota í Bandaríkjunum s.l. sunnudag, 12. ágúst 2017  og „skemmdi“ 4. flötina (sjá meðfylgjandi mynd í myndaglugga). Sjá má aðra mynd eftir að Lesa meira