Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Garrett Philips —— 20. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Garrett Whitney Phillips. Hún fæddist í Houston, Texas 20. ágúst 1986 og á því 31 árs stórafmæli í dag. Garrett hefir spilað bæði á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour) og LPGA Futures Tour (nú Symetra Tour). Hún gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hún útskrifaðist frá University of Georgia, þar sem hún spilaði golf með háskólaliðinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólafur Bjarnason Sh, 20. ágúst 1973 (44 ára); Álsey Ve, 20. ágúst 1987 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!) og Góðir Landsmenn Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2017 | 09:00

PGA: Örn Wagner á 3. degi Wyndham – Myndskeið

Johnson Wagner fékk glæsiörn á par-4 1. holu 3. hrings Wyndham Championship. Örninn fór niður af 95 yarda færi (87 metra). Sjá má glæsiörn Wagner með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2017 | 07:00

Solheim Cup 2017: Kerr með stigamet

Staðan á Solheim Cup 2017  eftir 2. dag er 10 1/2-5 1/2 bandaríska liðinu í vil, en þar með jafnaði bandaríska liðið fyrra met um mesta mun milli liðanna tveggja eftir í þau 15 skipti sem mótið hefir farið fram fyrir lokadag. Cristie Kerr og Lexi Thompson unnu báða leiki sína á laugardeginum; fyrst unnu þær Jodi Ewart Shadoff og Caroline Masson 5&3 í fjórmenningi laugardagsmorgunsins og svo Georgiu Hall og Catrionu Matthew 4&2 í fjórboltanum eftir hádegið á laugardeginum. Með þessum tveimur sigrum hefir Kerr unnið 20 stig fyrir bandaríska liðið í þeim Solheim Cup mótum sem hún hefir tekið þátt í. Þetta eru met; þ.e. flest stig bandarísks kylfings Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2017 | 01:00

Solheim Cup 2017: Bandaríkin 10 1/2 – Evrópa 5 1/2 e. 2. dag

Bandaríska liðið í Solheim Cup jók enn forystu sína á 2. keppnisdegi, þar sem enn og aftur var spilaður fjórmenningur fyrir hádegi og fjórbolti eftir hádegi á laugardeginum, 19. ágúst 2017. Staðan er nú 10 1/2 vinningur gegn 5 1/2 vinningi liðs Evrópu og verður að telja þær bandarísku í sigurvænlegri stöðu. Staðan var 5 1/2 gegn 2 1/2 vinningi Bandaríkjunum í vil eftir fyrsta keppnisdag. Á laugardeginum var fyrst spilaður fjórmenningur fyrir hádegi og var staðan jöfn þar 2 vinningar g. 2. vinningum en í fjórboltanum eftir hádegi fóru leikar svo að þær bandarísku höluðu inn 3 vinningum og aðeins Önnu Nordqvist og Jodi Ewart Shadoff tókst að sigra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2017 | 23:59

PGA: Stenson efstur f. lokahring Wyndham – Hápunktar 3. dags

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er í forystu fyrir lokahring Wyndham Championship, Svíinn hefir spilað á samtals 16 undir pari, 194 höggum (62 66 66). Í 2. sæti eru 3 bandarískir kylfingar: Webb Simpson, Kevin Na og Ollie Schniederjans, allir 1 höggi á eftir forystumanninum Stenson, þ.e. á samtals 15 undir pari, hver. Til þess að sjá hápunkta 3. keppnisdags SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2017 | 21:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (8): Haraldur Franklin og Gunnhildur efst e. 2. keppnisdag

Securitasmótið á Eimskipsmótaröðinni fer vel af stað og er mikil spenna fyrir lokahringinn á sunnudaginn. Keppt um GR-bikarinn í annað sinn í sögunni. Mótið er jafnframt lokamótið á Eimskipsmótaröðinni tímabilið 2016-2017. Aðeins stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar á tímabilinu komast inn á þetta mót. Karlaflokkur: Haraldur Franklín Magnús heldur áfram að leika gríðarlega vel á heimavelli sínum en GR-ingurinn er efstur,  á -8 eftir 36 holur. Hann lék á 68 höggum í dag og 66 höggum á fyrsta hringnum en par vallar er 71 högg. Guðmundur Ágúst Kristjánsson félagi hans úr GR er ekki langt á eftir eða á -5 samtals (69-68). Aron Snær Júlíusson úr GKG er á sama skori og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2017 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Birgir Leifur í gegnum niðurskurð í Noregi!

Andri Þór Björnsson, GR og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG  komust í gegnum niðurskurð á Viking Challenge, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu, meðan 3. Íslendingurinn, sem þátt tók í mótinu, Ólafur Björn Loftsson, GKG er úr leik. Mótið fer fram dagana 17.-20. ágúst 2017 í Miklagard golfklúbbnum í Kløfta, Noregi og lýkur á morgun. Birgir Leifur er búinn að spila best en hann hefir spilað hringina 2 á samtals 1 undir pari, 143 höggum (73 70) og er sem stendur T-32 þ.e. jafn 7 öðrum í 32. sæti. Andri Þór hefir spilað á 2 yfir pari, 146 höggum (73 73) og er jafn 10 öðrum í 60. sæti þ.e. rétt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2017 | 18:00

Solheim Cup 2017: Michelle Wie í röngum liðsbúningi 1. daginn

Liðsfélagar eru allir í eins liðsbúningum í Solheim Cup.  Liðsbúningarnir eru ekki algerlega samskonar – sumar eru í pilsum aðrar kjósa að vera í golfbuxum, en mynstrin eru alltaf þau sömu og skyrturnar eru allar í stíl. Allar voru í stíl í bandaríska liðinu á 1. degi Solheim Cup keppninnar, nema Michelle Wie. „Ég keppti allan daginn án þess að taka eftir nokkru,“ sagði Wie eftir hringinn og hló að mistökum sínum. „Ég var þess algerlega ómeðvituð að ég væri í ranga liðsbúningnum.“ Wie fór óvart i morgunbúninginn í staðinn fyrir „eftir hádegis“ liðsbúninginn, þannig að hún var ekki í stíl við liðsfélaga sinn, Danielle Kang. „Þetta var einhvers staðar í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Steingrímsson – 19. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Guðjón Steingrímsson. Guðjón er fæddur 19. ágúst 1967 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Guðjón var í hinum frábæra ´67 árgangi í Víðisstaðaskóla og er í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Hann á soninn Arnór og dótturina Elísu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gudjon Steingrimsson · Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Björn Friðþjófsson, 19. ágúst 1942 (75 ára), GR (fgj. 13.8); Christy O’ Connor Jr, 19. ágúst 1948 (69 ára); Jhonattan Vegas, Ólympíufari frá Venezúela 19. ágúst 1984 (33 ára). Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2017 | 09:00

Íslandsmót golfklúbba – yngri kylfingar (2017): Úrslit eftir 1. dag

Íslandsmót golfklúbba yngri kylfinga fer fram um helgina. Mótið hófst í gær, föstudaginn 18. ágúst 2017. Hér er hægt að sjá stöðuna eftir 1. dag á Íslandsmóti golfklúbba yngri kylfinga hér að neðan: Stúlkur 15 ára og  18 ára yngri  Mótið fer fram hjá Golfklúbbnum að Flúðum (GF) – Til að sjá stöðuna SMELLIÐ HÉR: Piltar 15 ára og yngri  Mótið fer fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM) -Til að sjá stöðuna SMELLIÐ HÉR: Piltar 18 ára og yngri Mótið fer fram hjá Golfklúbbnum Hellu (GHR) – Til að sjá stöðuna SMELLIÐ HÉR: