Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2017 | 20:00

Íslandsmót golfklúbba – yngri kylfinga: GM Íslandsmeistarar í piltaflokki 18 ára og yngri!!!

Íslandsmót golfklúbba yngri kylfinga fór fram á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu, um sl. helgi, 18.-20. ágúst 2017. Sveit GM fagnaði Íslandsmeistaratitlinum eftir spennandi úrslitaleik gegn A-sveit Golfklúbbs Reykjavíkur. Íslandsmeistarasveit GM í piltaflokki 18 ára og yngri var skipuð með eftirfarandi hætti: Andri Már Guðmundsson Björgvin Franz Björgvinsson Kristófer Karl Karlsson Ragnar Már Ríkharðsson Sverrir Haraldsson Liðsstjóri: Gísli Ólafsson. Úrslit urðu eftirfarandi: 1. sæti Íslandsmeistara Sveit GM 2. sæti A-Sveit GR 3. sæti Sveit Nesklúbbsins 4.. sæti B-Sveit GKG 5. sæti A-Sveit GKG 6. sæti Sveit GA 7. sæti Sveit GA 8. sæti B-Sveit GR Nánar um úrslit einstakra viðureigna má sjá með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2017 | 16:30

Íslandsmót golfklúbba – yngri kylfinga: GKG Íslandsmeistarar í drengjaflokki 15 ára og yngri!!!

Íslandsmót golfklúbba yngri kylfinga fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, um sl. helgi, 18.-20. ágúst 2017. A-sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar fagnaði Íslandsmeistaratitlinum eftir spennandi úrslitaleik gegn A-sveit Golfklúbbs Reykjavíkur. Íslandsmeistarasveit A-sveitar GKG var skipuð með eftirfarandi hætti:  Breki G. Arndal Dagur Fannar Ólafsson Flosi Valgeir Jakobsson Kristján Jökull Marinósson Sigurður Arnar Garðarsson Sveinn Andri Sigurpálsson Liðstjóri : Haukur Már Ólafsson Leynir frá Akranesi hafði betur í leiknum um bronsverðlaunin gegn Keili úr Hafnafirði. Úrslitin í drengjaflokki má sjá hér að neðan:  1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar -A 2. Golfklúbbur Reykjavíkur 3. Golfklúbburinn Leynir -B 4. Golfklúbburinn Keilir 5. Golklúbbur Akureyrar 6. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 7. Golfklúbbur Kópavogs – og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2017 | 16:10

Íslandsmót golfklúbba – eldri kylfinga: Sveit GM Íslandsmeistarar í 1. deild karla!!!

Íslandsmót golfklúbba – eldri kylfinga í 1. flokki karla fór fram hjá Golflúbbi Öndverðarness. Íslandsmeistarar í 1. deild eldri karla er sveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM). Íslandsmeistarasveit 1. deildar karla á Íslandsmóti golfklúbba – eldri kylfinga skipuðu þeir:  Ásbjörn Björgvinsson Erlingur Arthúrsson Eyþór Ágúst Kristjánsson Hans Isebarn Hilmar Harðarson Ingvar Haraldur Ágústsson Kári Tryggvason Lárus Sigvaldason Victor Viktorsson Liðsstjóri: Ármann Sigurðsson Sigurinn réðst í bráðabana, en þar tryggði Kári Tryggvason GM sigurstigið. Árið 2015 unnu þeir 3. deild, 2016 2. deild og 2017 Íslandsmeistarar. Magnaður árangur! Úrslit urðu eftirfarandi: 1. sæti Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM) 2. sæti Nesklúbburinn (NK) 3. sæti Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) 4. sæti Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 5. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Björk Birgisdóttir – 21. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Björk Birgisdóttir. Hún fæddist 21. ágúst 1966 og á því 51 árs afmæli í dag!!! Hún er í kvennanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Önnu Björk til hamingju með afmælið   Anna Björk Birgisdóttir (51 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Eiríkur Jónsson, 21. ágúst 1905 (112 ára); Sigridur Eythorsdottir, f. 21. ágúst 1940- d. 22. júlí 2016 ; Richard Francis „Dick“ Zokol, 21. ágúst 1958 (59 ára); Sturla Friðriksson, 21. ágúst 1962 (55 ára); Keramikhofið Slf, 21. ágúst 1972 (45 ára); Magnus A Carlson, 21. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2017 | 15:00

Íslandsmót golfklúbba – yngri kylfingar: Sveit GR A Íslandsmeistari stúlkna 15 ára og yngri og 18 ára og yngri!!!

Íslandsmót golfklúbbi í flokki stúlkna 15 ára og yngri og 18 ára og yngri fór fram hjá Golfklúbbnum að Flúðum. Íslandsmeistari stúlkna 15 ára og yngri er sveit A-sveit GR. Íslandsmeistarar A-sveitar GR var skipuð eftirfarandi liðskonum: Jóhanna Lúðvíksdóttir Ásdís Valtýsdóttir Nína Valtýsdóttir Perla Sigurbrandsdóttir Lovísa Ólafsdóttir Úrslit í flokki stúlkna 15 ára og yngri og 18 ára og yngri  1. Golfklúbbur Reykjavíkur -A 2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 3. Golfklúbbur Reykjavíkur -B 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 5. Golfklúbbur Sauðárkróks/GolfklúbbsFjallabyggðar Sjá má öll úrslit í flokki stúlkna 15 ára og yngri og 18 ára og yngri með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2017 | 13:00

LPGA: Guðrún Brá og Valdís Þóra taka þátt í 1. stigi úrtökumóts LPGA

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi keppa á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Keppnin hefst n.k. fimmtudag, 23. ágúst 2017,  þar sem rúmlega 350 kylfingar keppa á þremur keppnisvöllum. Alls verða leiknir fjórir hringir, samtals 72 holur, á fjórum keppnisdögum. Alls komast 90 efstu áfram á 2. stig úrtökumótsins og eru þá einu skrefi nær því að komast inn á sjálft lokaúrtökumótið. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með keppnisrétt á LPGA mótaröðinni en hún náði í fyrra að komast í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins. Valdís Þóra hefur dvalið undanfarna daga við æfingar á Mission Hills Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2017 | 11:00

Íslandsmót golfklúbba – eldri kylfinga: Sveit GK Íslandsmeistarar í 1. deild!!!

Íslandsmót golfklúbba – eldri kylfinga – þ.e. 1. deild kvenna, fór fram í Golfklúbbi Vestmannaeyja, 18.-20. ágúst 2017 og lauk í gær. Íslandsmeistarar varð sveit GK!!! Sveit GK var skipuð með eftirfarandi hætti:   Anna Snædís Simarsdóttir Helga Gunnarsdóttir Kristín Pétursdóttir Kristín Sigurbergsdóttir Kristjana Aradóttir Margrét Berg Théódórsdóttir Margrét Sigmundsdóttir Hulda Soffía Hermannsdóttir Þórdís Geirsdóttir Liðsstjóri: Þórdís Geirsdóttir Úrslit urðu eftirfarandi: 1 sæti Sveit GK 2 sæti Sveit GKG 3. sæti Sveit GR 4. sæti Sveit GÖ 5. sæti Sveit NK 6. sæti Sveit GO 7. sæti Sveit GM Sjá má öll úrslit í 1. deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbbi – eldri kylfinga með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2017 | 09:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (8): Karen og Aron Snær sigruðu á Securitasmótinu!!!

Aron Snær Júlíusson úr GKG og Karen Guðnadóttir úr GS fögnuðu sigri á Securitasmótinu á Eimskipsmótaröðinni í gær, sunnudaginn, 20. ágúst 2017. Þetta var fyrsti sigur Arons á mótaröðinni og annar sigur Karenar í röð en hún er alls með tvo sigra á mótaröð þeirra bestu. Keppt var GR-bikarinn í annað sinn í sögunni og fengu þau Aron og Karen afhenta verðlaunagripina í lokahófi Eimskipsmótaraðarinnar, sem haldið var sunnudagskvöldið. Aron lék hringina þrjá á 204 höggum eða -9 samtals (67-70-67). Hann var tveimur höggum betri en Haraldur Franklín Magnús úr GR sem lék á -7 eða á 206 höggum (66-68-72). Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR varð þriðji á -6 (69-68-70). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2017 | 07:00

Solheim Cup 2017: Lokastaðan Bandaríkin 16 1/2 – Evrópa 11 1/2

Á lokadegi Solheim Cup fóru fram 12 tvímenningsleikir og því mörg stig í pottinum. Fyrir lokahringinn hafði lið Bandaríkjanna 5 stiga forystu; staðan var 10 1/2 vinningur g. 5 1/2 vinningi, bandaríska liðinu í vil. Tvímenningsleikina skiptu liðin jafnt milli sín; lið Bandaríkjanna vann 6 leiki og lið Evrópu 6 ….. Lokastaðan því 16 1/2 g. 11 1/2 og sigurvegarar lið Bandaríkjanna. Sjá má lokastöðuna á Solheim Cup 2017 með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2017 | 23:59

PGA: Stenson sigurvegari Wyndham

Það var sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem stóð uppi sem sigurvegari á Wyndham Championship. Hann lék lokahringinn á stórglæsilegum 64 höggum og tryggði sér þannig sigurinn. Samtals var sigurskor Stenson 22 undir pari, 258 högg (62 66 66 64). Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn Ollie Schniederjans á samtals 21 undir pari og í 3. sæti varð Webb Simpson á samtals 18 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR:  (Bætt viið þegar PGA Tour birtir þá).