Evróputúrinn: Pepperell sigraði á Qatar Masters – Hápunktar
Það var Englendingurinn Eddie Pepperell, sem stóð uppi sem sigurvegari á Commercial Bank Qatar Masters. Þetta er fyrsti sigur Pepperell á Evróputúrnum. Sigurskor Pepperell var samtals 18 undir pari, 270 högg (65 69 66 70). Fyrir sigur sinn í Qatar fær Pepperell € 236,315 (tæpar 30 milljónir íslenskra króna) Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir á samtals 17 undir pari varð Oliver Fisher frá Englandi og enn öðru höggi á eftir og í 3. sæti varð Svíinn Marcus Kinhult. Kinhult hlaut € 88,762 (rúmar 11 milljónir íslenskra króna) fyrir 3. sætið og sá sem varð í 14. sæti hlaut € 20,465 (2.6 milljónir íslenskra króna) – en þess ber að Lesa meira
LET: Valdís Þóra hlaut 13.356,- og Ólafía Þórunn 4.118,- ástralska dollara í verðlaun
Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hlutu báðar sigurtékka fyrir frábæran árangur sinn á Ladies Classic Bonville mótinu. Valdís Þóra hlaut 13.356,66 ástralska dollara (u.þ.b. 1.1 milljón íslenskra króna) og Ólafía Þórunn 4.118,31 ástralska dollara (u.þ.b. 340.000 íslenskar krónur). Hér er efni í aðra grein hversu óréttlátt það er að verðlaunafé kvenkylfinga sé ekki jafnhátt og á karlkylfinga mótaröðunum – En vel af sér vikið Ólafía Þórunn og Valdís Þóra!!! Fyrir vikið er Valdís Þóra í 6. sæti stigalista LET og með áframhaldandi góðu gengi tryggir hún sér áframhaldandi keppnisrétt á LET. Þetta er í 2. sinn sem tveir íslenskir kvenkylfingar spila samtímis í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Nanna Guðrún Marinósdóttir – 25. febrúar 2018
Það er Nanna Guðrún Marinósdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Nanna fæddist 25. febrúar 1962 og á því 56 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Nönnu Guðrúnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Nanna Guðrún Marinósdóttir (Innilega til hamingju með 56 ára afmælið!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Anthony David „Tony“ Lema, f. 25. febrúar 1934 – d. 24. júlí 1966; Bergsveinn Símonarson, 25. febrúar 1945 (73 ára); Juan Quiros, 25. febrúar 1956 (62 ára); Tyrfingur Þórarinsson, 25. febrúar 1970 (48 ára); Gunnar Björn Guðmundsson, GMS, 25. febrúar 1986 (32 ára); Josefine Sundh, 25. febrúar 1988 (30 ára Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Marita Engzelius (20/25)
Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur hefur leik í dag í S-Karólínu
Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og lið hennar Elon hefja leik í dag í bandaríska háskólagolfinu. Gunnhildur tekur þátt í risastóru kvennagolfmóti Edwin Watts Kiawah Island Spring Classic, sem fram fer á Kiawah Island, Suður-Karólínu, dagana 25.-27. febrúar 2018. Gestgjafi er University of Charleston. Þátttakendur eru 218 frá 43 háskólum. Spilað er á 2 golfvöllum Kiawah Island Resort: Osprey Point og Oak Point völlunum. Fylgjast má með gengi Gunnhildar á Kiawah Island með því að SMELLA HÉR:
LET: Valdís Þóra tók bronsið í Bonville!!! – Stórglæsileg!!!
Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk keppni á Ladies Classic Bonville mótinu ein í 3. sæti. Hversu stór og merkilegur sigur það er fyrir íslenskt golf fæst ekki fest í grein, sem þessa. Valdís Þóra var í einu orði stórglæsileg!!! Þegar leik var frestað í nótt vegna eldinga deildi Valdís Þóra 3. sætinu með 3 öðrum kylfingum: Danielu Holmqvist frá Svíþjóð (4. sæti), Holly Clyburn frá Englandi (5. sæti) og hinni dönsku Nönnu Coertz Madsen (5. sæti). Þær voru þá allar á samtals 5 undir pari eftir 12 holur og því eftir að spila 6 holur. Valdís Þóra átti frábæran endasprett fékk fugla á par-4 15. brautina og Lesa meira
LET: Ólafía lauk keppni T-14 í Bonville!!!
Enn einn glæsilegi árangurinn hjá Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur, atvinnukylfingi úr GR. Hún lauk keppni á Ladies Classic Bonville mótinu, í Ástralíu nú snemma í morgun, eftir að leik hafði verið frest um kl. 4 í nótt vegna eldinga á vellinum. Ólafía Þórunn lék lokahringinn á 1 undir pari, 71 höggi – Á hringnum fékk hún 3 fugla og 2 skolla. Samtals lék Ólafía Þórunn á sléttu pari, 288 höggum (80 70 67 71). Hún varð T-14 í mótinu þ.e. í 14.-15. sæti en hún deildi 14. sætinu með hinni ensku Florentynu Parker. Sjá má lokastöðuna á Ladies Classic Bonville mótinu með því að SMELLA HÉR: Í aðalfréttaglugga: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Lesa meira
LET: Lokahring hjá Ólafíu og Valdísi frestað vegna eldinga
Hlé var gert að spili á Ladies Classic Bonville mótinu á LET mótaröðinni, vegna eldinga og leik frestað. Þegar leik var frestað var Ólafía Þórunn T-14 á 1 undir pari og átti eftir að spila 3 holur. Ólafía er samtals búin að spila á sléttu pari, (80 70 67 (-1) ) Valdís Þóra hins vegar búin að ljúka leik á 12 fyrstu holunum og á því eftir að spila 6 síðustu holurnar. Valdís Þóra er jöfn 3 öðrum í 3. sæti á samtals 5 undir pari. Sjá má stöðuna á Ladies Classic Bonville mótinu með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Klikkaðasti skolli ársins?
Á 3. hring Commercial Bank Qatar Masters á 12. holu átti Eddie Pepperell e.t.v. klikkaðasta skolla ársins 2018! Tólfta holan í Doha golfklúbbnum er u.þ.b. 400 metra par-4 hola og er flötin umlukin u.þ.b. 2 metra háum hlöðnum steinmúr. Eftir 2 högg var bolti Eddie í dæld rétt fyrir framan flötina. Eddie reyndi að slá inn á flöt en boltinn endurkastaðist af steinunum og aftur í dældina. Í 2. innhöggstilraun sinni virðist boltinn hafa stoppað í háu grasinu, komst enn ekki yfir múrinn og kom tilbaka rétt við fætur Eddie – og þetta var í parhögginu hans. Það leit út fyrir júmbó skor á þessari holu. En það sem gerðist Lesa meira
PGA: List efstur f. lokahring Honda Classic – Hápunktar
Bandaríski kylfingurinn Luke List er efstur fyrir lokahring Honda Classic, sem spilaður verður seinna í dag. List er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 203 höggum (71 66 66). Þar sem List er ekki þekktasti kylfingurinn á Túrnum má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: List er með hákarla á hælunum en í 2. sæti eru Justin Thomas og Webb Simpson 1 höggi á eftir List, hvor. Tiger Woods er T-11 á samtals sléttu pari (70 71 69) – flott hjá honum eftir öll bakmeiðslin! – Spilað er í Palm Beach Gardens, í heimaríki Tiger, Flórída. Til þess að sjá stöðuna að Lesa meira










