Valdís og Ólafía færast ofar á Rolex-heimslistanum
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni tekur risastökk á heimslista atvinnukylfinga sem uppfærður er vikulega. Valdís Þóra er í sæti nr. 313 og fer hún upp um 70 sæti frá því í síðustu viku. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR fer upp um eitt sæti en hún er í sæti nr. 172. Valdís og Ólafía hafa farið hratt upp heimslistann á undanförnum misserum. Sem dæmi má nefna að í júlí árið 2016 var Ólafía Þórunn í sæti nr. 714 og Valdís Þóra var í sæti nr. 731. Staðan á heimslistanum er gríðarlega mikilvæg fyrir stöðu keppenda fyrir Ólympíuleikana 2020 í Tokýó í Japan. Alls komast 60 kylfingar inn á Ólympíuleikana hjá báðum Lesa meira
Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst endaði T-12 og Andri Þór T-32 á Lumine
Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) náði bestum árangri þeirra fjögurra íslenskra kylfinga sem tóku þátt á Lakes Open mótinu á Spáni. Mótið fór fram á Lumine golfstaðnum oger hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki mótaraða í Evrópu. Guðmundur Ágúst lék hringina þrjá á 7 höggum undir pari (69-72-66) 207 högg og skilaði það honum því að hann varð jafn 3 öðrum kylfingum í 12. sæti. Andri Þór Björnsson (GR) endaði jafn 8 öðrum í 32. sæti á pari vallar samtals (72-71-71). Haraldur Franklín Magnús (GR) og Axel Bóasson (GK) tóku einnig þátt en þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn og voru því ekki á meðal 45 efstu. Lesa meira
GK & GSE: Aukið samstarf klúbbanna
Nú á dögunum skrifuðu Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbburinn Setberg undir samstarfssamning. Samningurinn snýr að viðhaldi Setbergsvallar og mun Keilir einnig sjá um innheimtu GSE. Með umhirðu er átt við öll þau verk sem þarf að vinna til þess að völlurinn sé í því ástandi sem eðlilegt er að gera kröfu um ásamt öðrum hefðbundnum störfum sem til falla. Ekki er um gagnkvæman spilarétt að ræða fyrir félagsmenn í Keili og GSE vegna samningsins. Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir formaður Keilis og Högni Friðþjófsson formaður Setbergs undirrituðu samninginn fyrir hönd klúbbanna að viðstöddum fulltrúum úr stjórn GSE og starfsmönnum Keilis. Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir formaður Keilis sagði við undirritunina að mikil hagræðing fælist í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Arnar Garðarsson – 26. febrúar 2018
Það er Sigurður Arnar Garðarsson, GKG sem er afmæliskylfingur dagsins. Sigurður Arnar er fæddur 26. febrúar 2002 og á því 16 ára afmæli í dag! Sigurður Arnar byrjaði að spila golf 2 ára gamall og má sjá skemmtilegt viðtal, sem blaðamaður Mbl. tók viðafmæliskylfinginn fyrir 6 árum SMELLIÐ HÉR: Sigurður Arnar kom sér niður í 13,5 í forgjöf aðeins 10 ára!!! Sumarið 2012 (10 ára) varð hann m.a. klúbbmeistari GKG í aldursflokknum 12 ára og yngri. Sumarið 2012 tók Sigurður Arnar þátt í Unglingamótaröð Arion banka og spilaði þar í strákaflokki (14 ára og yngri) gegn strákum sem voru oft á tíðum 4 árum eldri en hann. Engu að síður Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Karoline Lund (21/25)
Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar bestur í liði Minnesota g. Houston
Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, University of Minnesota fóru til Houston í Texas og kepptu þar við golflið University of Houston, sl. laugardag 24. febrúar 2018. Keppnisfyrirkomulag var einfalt – spilaður var einn 18 holu hringur af 6 liðsmönnum hvors liðs og giltu bestu 5 skorin. Skemmst er frá því að segja að Rúnar stóð sig best af liðsmönnum Minnesota; varð T-4, en annars sigraði Houston í viðureigninni. Ferðin var nokkurs konar upphitun fyrir keppni liðs Minnesota á Tiger Invitational mótinu, sem hefst í Alabama 4. mars n.k. og sagði þjálfari Minnesota að gengi liðsmanna í Houston réði uppstillingu á Tiger mótinu – Sjá viðtal við Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Justin Thomas á Honda Classic 2018?
Eftirfarandi verkfæri voru í poka Justin Thomas þegar hann sigraði Honda Classic 2018: Dræver: Titleist 917D2 (Mitsubishi Chemical Diamana BF 60TX skaft), 9.5°. 3-tré: Titleist 917F2 (Mitsubishi Chemical Tensei CK Blue 80TX skaft), 15°. 5-tré: Titleist 915Fd (Fujikura Motore Speeder VC 9.2 Tour Spec X skaft), 18°. Járn: Titleist 718 AP2 (4-járn; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 skaft), Titleist 718 MB (5-9; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 sköft), Titleist Vokey SM6 (46-08F°; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 skaft). Fleygjárn: Vokey SM5 (52-12F° og 56-14F°; True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 sköft), Vokey SM6 (60-08K°; True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 skaft). Pútter: Lesa meira
PGA: JT sigraði á Honda Classic – Hápunktar
Það var Justin Thomas (JT) sem sigraði á Honda Classic, móti s.l. viku á PGA Tour, eftir bráðabana við Luke List, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið. Bæði JT og List höfðu leikið á samtals 8 undir pari, 272 höggum; JT (67 72 65 68) og List (71 66 66 69). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra beggja og því var par-5 18. brautin á PGA National í Palm Beach Gardens spiluð að nýju. JT vann á fugli meðan List tapaði á pari. Einn i 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum á 7 undir pari, 273 höggum (66 75 65 67) varð Lesa meira
Nordic Golf League: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu niðurskurði í Lumine!
Það voru 4 íslenskir kylfingar við keppni á móti á Lumine golfstaðnum á Spáni; en þetta voru/eru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR. Mótið, sem ber heitið Lakes Open er hluti af SGT Winter Series 2018 á Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið stendur 24.-26. febrúar 2018. Lumine golfstaðurinn er nálægt borgunum Cambril og Tarragona, um 105 km frá Barcelona á Costa Dorada. Leikið er á 2 völlum Lumine: Hills vellinum (sem er par-72) og Lakes vellinum (sem er par-71). Eftir 2. hring í dag var skorið niður og náðu tveir íslensku keppendanna; GR-ingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Lesa meira
LPGA: Korda sigurvegari Honda LPGA Thailand 2018
Það var tékknesk/bandaríski kylfingurinn Jessica Korda sem sigraði á Honda LPGA Thailand mótinu í dag. Korda lék á samtals 25 undir pari og átti heil 4 högg á þær sem næstar komu þ.e. Lexi Thompson og Moriyu Jutunugarn, sem deildu 2. sætinu á 21 undir pari, hvor. Ein í 4. sæti var ástralski kylfingurinn Minjee Lee á samtals 18 undir pari. Sigurskor Korda sem sagt 25 undir pari, 263 högg (66 62 68 67). Til þess að sjá lokastöðuna á Honda LPGA Thailand mótinu í heild SMELLIÐ HÉR:









