Ólafía Þórunn giftir sig
Á heimasíðu LPGA er greint ítarlega frá giftingaráformum Ólafíu Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur og kærasta hennar, Þjóðverjans Thomas Bojanowski. Sjá má grein LPGA um giftingaráform Ólafíu og Thomasar með því að SMELLA HÉR: Greinin á vefsíðu LPGA sem skrifuð er af Lisu D. Mickey fer hér í lauslegri íslenskri þýðingu: „Þegar nýliðinn Ólafía Kristinsdóttir kom á fyrsta ár sitt á LPGA árið 2017 var hún ekki viss við hverju hún ætti að búast. Það sem 2014 stúdentinn frá Wake Forest University vissi var að hún yrði að vera vel undirbúin. Hún hafði áunnið sér stöðu sína með því að ná 2. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Hún hafði öðlast reynslu sem atvinnumaður með því Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku keppni á Kiawah Island í 26. sæti
Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og lið hennar Elon tóku þátt í risastóru kvennagolfmóti Edwin Watts Kiawah Island Spring Classic. Mótið fór fram Kiawah Island, Suður-Karólínu, dagana 25.-27. febrúar 2018 og lauk því í gær. Gestgjafi var University of Charleston. Þátttakendur voru 218 frá 43 háskólum og var spilað er á 2 golfvöllum Kiawah Island Resort: Osprey Point og Oak Point völlunum. Gunnhildur varð T-87 í einstaklingskeppninni með skor upp á 230 högg (74 75 81) og var þetta næstbesti árangur liðsmanna Elon. Elon, lið Gunnhildar hafnaði í 26. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Edwin Watts Kiawah Island Spring Classic með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Gunnhildar og Elon er
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Jeff Winther (30/33)
Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú nýlega voru kynntir þeir sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Síðan voru þeir 3 kynntir sem deildu 9. sætinu, sem léku á 17 undir pari, hver en það voru þeir Josh Geary, frá Ástralíu; Mark Foster frá Englandi og Connor Syme frá Skotlandi. Síðast var sá kynntur sem var Lesa meira
LET: Valdís Þóra keppir á ný nk fimmtudag á NSW Open í Ástralíu
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi hefur keppni á ný fimmtudaginn 1. mars á Coffs Harbour vellinum í Ástralíu. NSW Open er hluti af LET Evrópumótaröðinni sem er sterkasta atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Valdís Þóra náði frábærum árangri um s.l. helgi þar sem hún varð í þriðja sæti á Ladies Classic Bonville mótinu sem fram fór í Ástralíu. Valdís Þóra lék hringina fjóra á -7 samtals eða 281 höggi (69-70-72-70). NSW mótið verður fjórða mótið í röð hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári en öll mótin fara fram í Ástralíu. Íslandsmeistarinn 2017 tók einnig þátt á LPGA móti í febrúar og er mótið því fimmta Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jessica Korda —– 27. febrúar 2018
Afmæliskylfingur dagsins er bandarísk/tékkneski kylfingurinn Jessica Korda. Jessica er fædd 27. febrúar 1993 og á því 25 ára afmæli í dag!!! Jessica komst í fyrst golffréttirnar í febrúar 2012 þegar hún vann sinn fyrsta sigur á LPGA: Women´s Australian Open, þegar hún stóð sig best í 6 kvenkylfinga umspili. Jessica er dóttir tennisspilaranna Petr Korda og Regina Rajchrtová. Petr Korda vann m.a. Grand Slam í einliðaleik Australian Open 1998, þannig að Ástralía hefir reynst þeim feðginum góð! En Jessica hefir verið í fréttum mun nýlegar; en hún sigraði nú um helgina, 25. febrúar 2018 í Honda LPGA Thailand mótinu, en það 5. sigur hennar á LPGA. Áður hefir Jessic einnig Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Gabriella Cowley (22/25)
Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Vatnaboltar
Sá sem kaupir notaða og endurunna golfbolta skaðar leik sínum. Erlendis sérstaklega, en líka hér á Íslandi, er nokkuð um að boðnir séu svokallaðir „vatnaboltar,“ (ens.: lakeballs) til sölu. Erlendis er til sérstök starfsgrein golfboltakafara, sem hefir atvinnu af því að kafa aðallega í vatnshindrunum golfvalla og endurheimta bolta sem lent hafa þar, oft flottir boltar, sem því miður eru búnir að liggja í vatni um lengri eða skemmri tíma. Erlendis er algengt að vatnaboltar séu boðnir til sölu á Internetinu eða golfboltakafarar selja fyrirtækjum boltanna, sem endurvinna þá síðan. Vatnaboltar eru almennt ódýrari (þeir eru keyptir í miklu magni) og hægt að spara allt að 50% af verði nýrra Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Pepperell?
Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka Eddie Pepperell á Qatar Masters nú um helgina, en í poka Pepperell kennir ýmissa grasa: Dræver: Titleist 917D2 (8,5 °). 3-tré: Callaway GBB Epic Sub Zero (13,5°). 5-tré: Callaway GBB Epic Sub Zero (18°). Járn (4-9): Mizuno JPX-900 Fleygjárn: Mizuno MP T-7 (46°, 52°, 56° og 59°) Pútter: Bettinardi Stuido Stock 8. Bolti: Titleist Pro V1.
LPGA: Lexi aftur sek um reglubrot
Nr. 2 á Rolex-heimslistanum Lexi Thompson fór af 18. flöt Siam Country Club eftir 2. hring á Honda LPGA Classic haldandi að hún væri 4 höggum á eftir Jessicu Korda (sem síðan sigraði í mótinu). En á leið hennar í skortjaldið var henni tilkynnt af regluverði að hún hefði gerst brotleg á 15. braut vallarins og þyrfti að bæta við 2 höggum í víti. Þarf þetta endlega aftur að henda Lexi, sem vegna flókinna regluákvörðunar varð af 2. risamótstitli sínum á Ana Inspiration 2017 risamótinu? … vegna golfreglna? Sjá eldri grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: Á 15. braut lenti bolti Lexi nálægt auglýsingaskilti, sem hún Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Björn og Gísli við keppni í Louisiana
Bjarki Pétursson GB og Gísli Sveinbergsson GK og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State hófu leik á Louisiana Classics mótinu, sem fram fer í Oakbourne CC í Lafayette, Louisiana. Gestgjafi mótsins er Louisiana Lafayette háskólinn, en Björn Óskarsson, GM, spilar einmitt með því háskólaliði. Mótið stendur dagana 26.-27. febrúar 2018 og lýkur því í dag. Þáttakendur eru 84 frá 15 háskólum. Eftir fyrstu tvo hringi er Bjarki búinn að standa sig best af Íslendingunum, hefir spilað á 143 höggum (70 73) og er T-21. Gísli hefir spilað á 144 höggum (73 71) og er T-32. Liðsfélagi þeirra Bjarka og Gísla, Ian Holt er í 1. sæti í einstaklingskeppninni! Kent State, lið Lesa meira










