Afmæliskylfingur dagsins: Þorvaldur Ingi Jónsson – 3. mars 2018
Afmæliskylfingar dagsins er Þorvaldur Ingi Jónsson. Þorvaldur Ingi er fæddur 3. mars 1958 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Þorvaldur Ingi Jónsson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Julius Boros, 3. mars 1920 – d. 28. maí 1994 (hefði orðið 98 í dag); Sirrí Bragadóttir, 3. mars 1943 (hefði orðið 75 ára í dag!!!);Keith Carlton Fergus 3. mars 1954 (64 ára); Beggi Og Pacas, 3. mars 1961 (57 ára); Hrafnhildur Birgisdóttir, 3. mars 1964 (54 ára); Sverrir Vorliði Sverrisson, 3. mars 1964 (54 ára); Noelle Daghe, 3. mars 1966 (52 árs afmæli – fyrrum LPGA kylfingur); Ólafur Darri Ólafsson Lesa meira
Francesco Molinari ekki ánægður með tímaaðvörun – Gonzo hnýtir í hann
Það er aftur farið að reyna að stemma stigu við hægum leik á mótaröðum atvinnukylfinga. Í hverjum mánuði birtast fréttir af einhverjum sem ekki er ánægður með aðvaranir vegna of mikils hægagangs í golfleik. Sá nýjasti er Franceco Molinari. Hann spilar nú í heimsmótinu í Mexíkó og fékk tímaaðvörðun í fyrsta sinn í yfir 13 ár. Hann hefur hingað til ekki verið talinn með hægari kylfingum á PGA, en holl hans hafði lent á eftir og þegar hann tók sér meira en 50 sekúndur til að slá, gaf dómarinn honum aðvörun. Hann fór óánægður á Twitter eftir hringinn og hafði þetta að segja: „Í dag fékk ég 2. tímaaðvörun Lesa meira
LET: MacLaren efst e. 3. dag á NSW Open
Það er enski kylfingurinn Meghan MacLaren sem er efst fyrir lokahringinn á NSW Open, sem er samvinnuverkefni Evrópumótaraðar kvenna (LET) og ástralska LPGA, þ.e. ALPGA. Sjá má kynningu Golf 1 á MacLaren með því að SMELLA HÉR: MacLaren er búin að spila samtals á 10 undir pari, 203 höggum (71 67 65). Hún á 2 högg á „norsku frænku okkar“ Maritu Engzelius, sem er í 2. sæti á samtals 8 undir pari, 205 höggum (71 66 68). Sjá má kynningu Golf 1 Engzelius með því að SMELLA HÉR: Aðeins 1 höggi munaði að Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, sem spilaði fyrstu 2 hringina kæmist í gegnum niðurskurð sem var miðaður við 3 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: David G. Barnwell – 2. mars 2018
Það er golfkennarinn David George Barnwell, sem er afmæliskylfingur dagsins. David er fæddur 2. mars 1961 og á því 57 ára afmæli í dag. David er Englendingur, sem starfað hefir við golfkennslu hér á landi með hléum í yfir 25 ár. Hann hefir m.a. kennt á Norðurlandi hjá GA og GH og nú síðast hjá Pro Golf, sem hann starfaði einnig hjá 2007 og 2008. David er einn af stofnendum PGA á Íslandi. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: David George Barnwell (57 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira
WGC: Oosthuizen efstur eftir 1. dag á Mexíkó Championship – Hápunktar
Það er Louis Oosthuizen, frá S-Afríku. sem leiðir eftir 1. dag heimsmótsins Mexíkó Championship. Oosthuizen kom í hús á 64 höggum. Í 2. sæti eru 3 kylfingar: Xander Schaufele, Shubhankar Sharma og Chris Paisley sem allir komu í hús á 65 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Mexíkó Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Mexíkó Championship SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jón Hallvarðsson – 1. mars 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Jón Hallvarðsson. Hann er fæddur 1. mars 1978 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Jón Hallvarðsson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Islensk Grafik (49 ára); Pat Perez, 1. mars 1976 (42 ára); FashionMonster Sölusíða (37 ára) Sigurmann Rafn Sigurmannsson, 1. mars 1983 (35 ára); Opni Listaháskólinn (28 ára) og … Larus Ymir Oskarsson og … Golfeuses de Lorraine Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Petrína Konráðsdóttir – 28. febrúar 2018
Afmæliskylfingur dagsins er þær Petrína Konráðsdóttir. Hún er fædd 28. febrúar 1964. Petrína er í Golfklúbbi GÞH – þ.e. Golfklúbbi Þverá Hellishólum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan Petrína Konráðsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Aliss, 28. febrúar 1931 (87 ára); Rex Bernice Baxter Jr., 28. febrúar 1936 (82 árs); Sigurlína Jóna Baldursdóttir, 28. febrúar 1964 (54 ára); Petrína Konráðsdóttir, 28. febrúar 1964 (54 ára); Ellert Ásbjörnsson, GK, 28. febrúar 1967 (51 árs); Jose Luis Adarraga Gomez, 28. febrúar 1983 (35 ára) ….. og ….. Sverrir Einar Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Manon Molle (23/25)
Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
5 íslenskir kylfingar hefja leik í dag á Opna spænska áhugamannamótinu í dag
Fimm íslenskir kylfingar hefja leik miðvikudaginn 28. febrúar á Opna spænska áhugamannamótinu. Í karlaflokki keppa Aron Snær Júlíusson úr GKG og Ragnar Már Garðarsson en leikið er á La Manga vellinum rétt við Murcia. Alls eru 120 keppendur og flestir af bestu áhugakylfingum heims mæta til leiks. Aron Snær er í 497 sæti heimslista áhugamanna og er í 54. sæti á styrkleikalista mótsins. Má þar nefna Matthew Jordan frá Englandi sem er í 18. sæti heimslista áhugakylfinga en hann er með +6 í forgjöf. Keppt var í fyrsta sinn á þessu móti árið 1911. Margir þekktir kylfingar hafa sigrað á þessu móti og má þar nefna José María Olazábal (1983 Lesa meira
2 holur í stað 18 í bráðabana á Opna bandaríska
Opna bandaríska var eina risamótið þar sem spila þurfti 18 holu bráðabana til að knýja á um úrslit ef allt var jafnt að loknum hefðbundum spilatíma. Það breytist á þessu keppnistímabili. Framvegis verða aðeins 2 holur spilaðar í bráðabana til þess að kveða á um sigurvegara risamótsins. Síðasti bráðabani á Opna bandaríska var árið 2008 þegar Tiger Woods sigraði eftir 19 holu bráðabana við Rocco Mediate. Í Bandaríkjunum hafa Opna kvenna og öldunga hingað til verið spiluð með þriggja bráðabana til að skera úr um Hin nýja regla tekur einnig til þeirra risamóta. „Við vitum hversu mikilvægt það er fyrir leikmenn og aðdáendur að liggi fyrir hver er sigurvegari Lesa meira










