Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hulda Clara ——— 5. mars 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Hulda Clara Gestsdóttir. Hulda Clara er fædd 5. mars 2002 og er því 16 ára í dag. Hulda Clara er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hún er m.a. stigameistari GSÍ í stelpuflokki 2016. Sjá má frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: Í fyrra, 2017, sigraði Hulda Clara á 1. og 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar; eins spilaði hún á Eimskipsmótaröðinni. Hulda Clara tók þar að auki þátt í EM yngri kylfinga og er í yngri landsliðshóp 2018 völdum af Jussi Pitkanen. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Hulda Clara Gestsdóttir – f. 5. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2018 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2018: Carmen Alonso (24/25)

Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2018 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar T-22 e. 1. dag Tiger Inv.

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, University of Minnesota taka þátt í Tiger Invitational mótinu. Spilað er á Grand National Lake golfvellinum í Opelika, Alabama. Þátttendur eru 93 frá 17 háskólum og stendur mótið dagana 4.-6. mars 2018. Eftir 1. dag er Rúnar T-22 – spilaði 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum. Fylgjast má með gengi Rúnars á Tiger Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2018 | 10:00

LPGA: Wie vann á HSBC Women´s heimsmótinu

Michelle Wie sigraði á HSBC Women´s World Championship. Mótið fór fram 1.-4. mars 2018 á Tanjong vellinum í Sentosa golfklúbbnum í Singapore. Sigur Wie kom á lokaholunni þar sem hún setti glæsilega niður 11 metra pútt fyrir sigri! Samtals lék Wie á 17 undir pari, 271 höggi (67 – 73 – 66 – 65). Fyrir sigurinn hlaut Wie sigurtékka upp á $ 225.000 (sem er u.þ.b. 23 milljónir íslenskra króna). Þetta er fyrsti sigur Wie frá árinu 2014 þegar hún sigraði á Opna bandaríska kvenrisamótinu – en það voru nákvæmlega 1.365 dagar milli sigra hjá Wie. Til þess að sjá hápunkta í sigurhring Wie SMELLIÐ HÉR:  Öðru sætinu deildu 4 kylfingar: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2018 | 09:00

WGC: Phil Mickelson sigraði í Mexíkó – Hápunktar

Það var Phil Mickelson, sem stóð uppi sem sigurvegari á heimsmótinu Mexico Championship! Mickelson var jafn Justin Thomas eftir hefðbundinn 72 holu leik og hafði síðan betur í bráðabananum gegn Thomas, þegar á 1. holu – var á pari og Thomas gat ekki jafnað. Báðir voru þeir Mickelson og Thomas á 16 undir pari, 268 höggum; Phil Mickelson (69 68 65 66) og Justin Thomas (72 70 62 64). Þriðja sætinu deildu þeir Rafa Cabrera Bello frá Spáni og Tyrrell Hatton frá Englandi, 1 höggi á eftir á samtals 15 undir pari, hvor. Mótið fór fram í Club de Golf Chapultec í Mexíkóborg. Til þess að sjá lokastöðunaá WGC Mexico Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefán Þór og Flórída Tech T-8 á Panther Inv. e. 1. dag

Stefán Þór Bogason og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Florida Tech hófu í gær leik á Panther Invitational mótinu. Mótið fer fram í Duran Golf Club, í Melbourne, Flórída og stendur dagana 4.-6. mars 2018. Þátttakendur eru 68 frá 11 háskólum. Eftir 1. dag er Stefán Þór T-39, en hann lék 1. hring á 8 yfir pari, 80 höggum. Lið hans Florida Tech er T-8 í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á Panther Invite með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2018 | 17:00

Nordic Golf League: Axel lauk keppni í 14. sæti á Hills Open

Axel Bóasson, GK, Íslandsmeistari í golfi 2017, varð í 14. sæti á Hills Open mótinu í  SGT Winter Series, sem fram fór á Lumine golfvellinum á Spáni. Mótið, sem fór fram 1.-3. mars 2018, er hluti af Nordic Golf atvinnumótaröðinni, þar sem Axel stóð uppi sem stigameistari á síðasta tímabili. Keilismaðurinn lék hringina þrjá á -5 samtals. Alls tóku fjórir keppendur frá Íslandi þátt á þessu móti. Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Þeir eru allir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Sjá má lokastöðuna í SGT Winter Series mótinu með því að SMELLA HÉR:  Texti: GSÍ

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Brynjar Þórsson og Eva Karen Björnsdóttir – 4. mars 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Brynjar Þórsson og Eva Karen Björnsdóttir. Brynjar  er fæddur 4. mars 1958 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hann er kvæntur Elínu Guðmundsdóttur.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Brynjari til hamingju með afmælið hér að neðan Brynjar Þórsson (Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!!) Eva Karen er fædd 4. mars 1998 og á því 20 ára afmæli í dag. Eva Karen er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Evu Karenu til hamingju með afmælið hér að neðan Eva Karen Björnsdóttir (Innilega til hamingju með 20 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2018 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2018 (4)

Tvær konur voru að spila golf einn sólríkan laugardagsmorgun. Þær tíuðu upp á teig og slógu teighögg sín. Þær horfðu í hryllingi þegar seinni boltinn fór beint í átt að fjórum körlum, sem spiluðu á undan þeim. Reyndar hitti boltinn einn af mönnunum og hann greip þegar milli lenda sér og veltist um í sársauka. Önnur kvennann hljóp til mannsins og byrjaði strax að biðjast afsökunar. Hún útskýrði þá að hún væri sjúkraþjálfari og bauðst til þess að lina „sársaukann“. “ „Vinsamlegast leyfðu mér að hjálpa þér, ég er sjúkraþjálfari og ég veit að ég get linað sársauka þinn ef þú vilt bara leyfa mér!“ „Nei, nei, þetta verður í lagi … ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Jacques Kruyswijk (31/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú nýlega voru kynntir þeir sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Síðan voru þeir 3 kynntir sem deildu 9. sætinu, sem léku á 17 undir pari, hver en það voru þeir Josh Geary, frá Ástralíu; Mark Foster frá Englandi og Connor Syme frá Skotlandi. Síðast var sá kynntur sem var Lesa meira