Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2018 | 10:00

LET: Valdís Þóra á +2 e. 1. dag Investec SA Women´s Open

Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, tekur þessa dagana þátt í Investec SA Women´s Open. Mótið fer fram í Westlake golfklúbbnum í S-Afríku, dagana 8.-10. mars 2018. Á 1. keppnishring sínum lék Valdís Þóra á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-24, deilir 24. sætinu með a.m.k. 18 kylfingum, sem allar hafa lokið leik þegar þetta er ritað. Á hringnum í dag fékk 4 fugla, 2 skolla og 2 tvöfalda skolla. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Investec SA Women´s Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elín Soffía Harðardóttir – 7. mars 2018

Það Elín Soffía Harðardóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún er fædd 7. mars 1958 og á því merkisafmæli í dag!!! Elín er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Elínu til hamingju með stórafmælið hér að neðan Elín Soffía Harðardóttir, GK – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! 🙂 Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Homero Blancas, 7. mars 1938 (80 ára merkisafmæli!!!); Tom Lehman, 7. mars 1959 (59 ára); Vilhjálmur Steinar Einarsson, GSG, 7. mars 1961 (57 ára); Alfreð G Maríusson; 7. mars 1962 (56 ára); Jasper Parnevik, 7. mars 1965 (53 ára); Þorbjörn Guðjónsson, GR, 7. mars 1965 (53 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2018 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn, Stefán og Bethany í 1. sæti í Kansas

Birgir Björn Magnússon, GK og Stefán Sigmundsson, GA og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu Bethany Swedes voru gestgjafar í móti sem bar heitið Bethany College Spring Classic. Mótið átti að fara fram dagana 5.-6. mars en var stytt í 1 dags mót vegna veðurs. Það var haldið í Turkey Creek GC, í McPherson, Kansas. Þátttakendur voru 75 frá 9 háskólum. Birgir Björn lék á 8 yfir pari 78 höggum og hafnaði í 7. sæti. Stefán varð T-27 á 16 yfir pari, 86 höggum. Birgir Björn er fyrstubekkingur í Bethany College og var einn fyrstubekkinga til þess að komast  í All Tournament Team – Farið er mjög lofsamlegum orðum um Birgi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku leik í 9. sæti á River Landing

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu Elon, tóku þátt í River Landing Classic mótinu sem fór fram 5.-6. mars sl. og lauk því í gær. Mótið fór fram í Wallace, Norður-Karólínu. Gunnhildur lék á samtals 227 höggum (78 72 77) og varð T-45 af 83 þátttakendum. Lið Elon varð í 9. sæti af 14 háskólaliðum, sem þátt tóku. Sjá má lokastöðuna á River Landing Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Gunnildar og Elon hefst 25. mars n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2018 | 06:30

Tiger í nýrri Bridgestone auglýsingu

Tiger Woods auglýsir Bridgestone golfbolta. Í leiðinni gerir hann lítið úr Titleist Pro V1 boltanum. Skv. Bridgestone, nær nýi B XS  boltinn, þegar Tiger notar hann, 6.9 yördum (u.þ.b. 2 metrum) lengra en Pro V1 boltinn. Sjá má auglýsingu Tiger fyrir Bridgestone boltann með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2018 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Dagur og Catawba luku leik í 8. sæti á Rendleman Inv.

Dagur Ebenezerson og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Catawba Indians tóku þátt í Richard Rendleman Invitational. Mótið fór fram dagana 5.-6. mars 2018 á 6,690-yarda, par-71 velli Country Club of Salisbury. Þátttakendur voru 88 frá 11 háskólum. Gestgjafar mótsins voru háskóli Dags, Catawba ásamt Lenoir Rhyne. Dagur varð T-24, lék á samtals 11 yfir pari, 153 höggum (81-72) – en 72 í dag er einstaklega glæsilegt skor og það besta hjá Degi á ferli hans í bandaríska háskólagolfinu. Þessa skors Dags er minnst á  heimasíðu Catawba og má lesa um það með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Catawba er 11. mars n.k.  

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2018 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku keppni á Tiger Inv. í 9. sæti

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, University of Minnesota tóku  þátt í Tiger Invitational mótinu. Spilað var á Grand National Lake golfvellinum í Opelika, Alabama. Þátttendur voru 93 frá 17 háskólum og stóð mótið dagana 4.-6. mars 2018 og lauk því í dag Rúnar lauk keppni T-38 í einstaklingskeppninni með skor upp á 5 yfir pari, 221 högg (73 76 72). Lið Minnesota lauk leik fyrir miðju skortöflunnar þ.e. í 9. sæti. Sjá má lokastöðuna á Tiger Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Rúnars og University of Minnesota  hefst 16. mars n.k. í Georgíu.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2018 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur og Kentucky luku leik í 11. sæti á UNF Collegiate

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og lið hennar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í UNF Collegiate háskóla-mótinu. Mótið fór fram dagana 5.-6. mars 2018 í Jacksonville Golf and Country Club í Flórída. Þátttakendur voru 93 frá 17 háskólum. Ragnhildur varð T-35, þ.e. deildi 35. sætinu með 2 öðrum kylfingum – en hún lék á 11 yfir pari, 227 höggum (78 74 75). Til þess að sjá lokastöðuna í UNF Collegiate SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót Ragnhildar og EKU er Pinehurst Intercollegiate mótið sem hefst í N-Karólínu 11. mars n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2018 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefán Þór lauk leik T-23 á Panther Inv.

Stefán Þór Bogason, GR og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Florida Tech luku leik í dag á Panther Invitational mótinu. Mótið fer fram í Duran Golf Club, í Melbourne, Flórída og stóð dagana 4.-6. mars 2018. Þátttakendur voru 68 frá 11 háskólum. Stefán Þór lauk keppni T-23 með skor upp á samtals 227 högg (80 77 70) og lék sífellt betur eins og sjá má. Florida Tech sendi tvö lið – og það sem Stefán Þór var í hafnaði í 7. sæti. Sjá má lokastöðuna á Panther Invite með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Stefáns Þórs og Florida Tech er 11. mars n.k. í Valdosta í Georgíu.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ben Crane ————- 6. mars 2018

Afmæliskylfingur dagsins Benjamin McCully Crane, betur þekktur sem Golf Boys-inn og grínistinn Ben Crane. Ben Crane er fæddur 6. mars 1976 og á því 42 ára afmæli í dag!!! Ben ásamt Rickie Fowler, sleggjunni Bubba Watson og Hunter Mahan, mynda hljómsveitina Golf Boys. Sjá má myndskeiðið sem þeir félagar í Golf Boys með afmæliskylfingnum Ben Crane í fararbroddi gerðu vinsælt fyrir 5 árum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Richard H. Sikes, 6 mars 1940 (78 ára); Kristín Dagný Magnúsdóttir, GR, 6. mars 1949 (69 ára); Ari Kristinn Jónsson, 6. mars 1949 (69 ára); Alison Nicholas, fyrirliði sigurliðs Evrópu í Solheim Cup Lesa meira