Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar hóf keppni í Texas í dag
Björn Óskar Guðjónsson, GM og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu Louisiana Lafayette hófu keppni í dag á Border Olympics mótinu í Laredo, Texas. Keppendur í mótinu eru 97 frá 17 háskólum. Eftir 1. dag eru Björn Óskar og félagar í neðsta sætinu því 17. í liðakeppninni. Björn Óskar átti ekki draumabyrjun, er í einu neðsta sætinu í einstaklingskeppninni, 94. sætinu, á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (78 78). Sjá má stöðuna á Border Olympics mótinu með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir og Missouri luku keppni í 4. sæti í Alabama
Arnar Geir Hjartarsson, GSS og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu Missouri Valley tóku þátt í Spring Break Invitational, sem fram fór dagana 8.-9. mars 2018 og lauk í dag. Þátttakendur voru 72 frá 12 háskólum. Arnar Geir varð T-50 í einstaklingskeppninni – lék á samtals 20 yfir pari, 164 höggum (81 83). Spilað var á Grand National golfvellinum í Opelika, Alabama. Sjá má lokastöðuna í Spring Break Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Missouri Valley er 12. mars í Kansas.
Ólafía Þórunn hefur keppni að nýju 15. mars n.k. – 3 mót framundan
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir undirbýr sig nú fyrir næstu keppnistörn á LPGA mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims. GR-ingurinn og íþróttamaður ársins 2017, keppir á þremur mótum í röð í mars. Fyrsta mótið af þessum þremur er Bank of Hope Founders Cup í Phoenix en Ólafía lék á því móti í fyrra og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Sömu sögu er að segja af Kia Classic mótinu sem fram fer í Carlsbad. Í lok mars keppir Ólafía á ANA Inspiration í Kaliforníu en það er jafnframt fyrsta risamótið af alls fimm á þessu tímabili. Ólafía hefur nú þegar keppt á tveimur mótum á LPGA mótaröðinni. Hún endaði í 26. sæti á Pure Silk Lesa meira
LET: Valdís Þóra T-4 e. 2. dag á SA Women´s Open í S-Afríku
Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir er aldeilis frábær. Viku eftir viku kemur hún sér meðal efstu 10 og bara tímaspursmál hvenær hún „tekur“ eitt mótið, þ.e. sigrar í því. Á þessu móti, sem hún tekur þátt í núna, Investec SA Women´s Open í Westlake golfklúbbnum í S-Afríku, er hún búin að spila virkilega vel. Eftir 2. dag er hún samtals á 1 undir pari, 143 höggum (74 69) og deilir 4. sætinu með Maha Haddoui frá Marokkó. (Sjá má eldri kynningu Golf 1 um Haddoui með því að SMELLA HÉR:) Sú sem er í efsta sæti er Karolin Lampert frá Þýskalandi en hún er samtals búin að spila á 5 undir Lesa meira
PGA: Tiger frábær á 2. hring Valspar
Tiger var nú rétt í þessu að ljúka 2. hring á Valspar Championship. Mótið fer fram í Palm Harbor í Flórída. Tiger lék 2. hring á Valspar mótinu á 68 glæsihöggum og er á kunnuglegum slóðum …. 1. sætinu. Á hringnum fékk Tiger 4 fugla og 1 skolla. Margir eiga hins vegar eftir að ljúka leik og getur því staðan enn breyst. Fylgjast má með stöðunni á Valspar með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Örvar Þór Guðmundsson – 9. mars 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Örvar Þór Guðmundsson. Örvar er fæddur 9. mars 1977 og á því 41 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Örvars til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Övar Þór Guðmundsson – 41 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Leslie Melville Balfour-Melville, (skoskur) f. 9. mars 1854 – d. 17. júlí 1937; Stuart Grosvenor Stickney , f. 9. mars 1877 – d. 24. september 1932); Marlene Streit, 9. mars 1934 (84 ára); Magnus Bjorn Magnusson, 9. mars 1960 (58 ára); Sigursteinn Brynjólfsson, 9. mars 1972 (46 ára); Raul Rosas Gamboa, Lesa meira
Guðrún Brá í sporum Eddie Pepperell!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili, hóf í dag leik í Patsy Hankins bikarnum. Mótið stendur yfir dagana 8.-10. mars 2018 og fer fram í Qatar. Spilað er á sama velli og Commercial Bank Qatar Masters mótið á Evróputúrnum fór fram á, Doha GC. Þar átti sigurvegari mótsins, enski kylfingurinn Eddie Pepperell eftirminnilegan skolla á par-4 400 metra 12. holu vallarins. Í aðalfréttaglugga má hins vegar sjá Guðrúnu Brá í sporum Eddie Pepperell! Rifja má upp skollann sem Pepperell fékk með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á Patsy Hankins bikarnum með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Larrazabal svaf yfir sig!
Spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal á starfsmanni Evrópumótaraðarinnar það að þakka að hafa ekki verið vísað úr Hero Indian Open mótinu, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum og fer fram á Indlandi. Starfsmaðurinn hringdi í hann 38 mínútum fyrir rástíma Larrazabal, en hann var enn með úrið sitt á spænskum tíma. Larrazabal segist hafa farið í sturtu í flýti og verið kominn út á völl 25 mínútum fyrir rástíma sinn. Vaninn hjá honum er að vera vaknaður 3 klukkustundum fyrir mót. Stressið og flýtirinn um morguninn virðist þó ekki hafa háð spilamennsku Larrazabal því hann er jafn 3 öðrum í 3. sæti mótsins eftir 1. keppnisdag. En betra er að sjá Lesa meira
Evróputúrinn: Grillo efstur e. 1. dag Hero Indian Open
Það er argentínski kylfingurinn Emiliano Grillo, sem leiðir eftir 1. dag Hero Indian Open, sem hófst í dag og er samvinnuverkefni Evrópumótaraðarinnar og Asíutúrsins. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Grillo með því að SMELLA HÉR: Spilað er á DLF G&CC í Nýju-Delhi á Indlandi. Grillo kom í hús á 7 undir pari, 65 höggum; fékk 8 fugla og aðeins 1 skolla. Í 2. sæti er Keith Horne frá S-Afríku en hann lék á 66 höggum og 3. sætinu deila þeir Pablo Larrazabal frá Spáni, Paul Peterson frá Bandaríkjunum, Ítalinn Matteo Manassero og Adrien Saddier frá Frakklandi, en þeir kláruðu 1. keppnishring á 5 undir pari, 67 höggum. Sjá Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Eggert, Erla, Jónmundur, Sunna og Tómas – 8. mars 2018
Afmæliskylfingar dagsins að þessu sinni eru fimm: Eggert Bjarnason, Erla Þorsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sunna Reynisdóttir og Tómas Þráinsson. Eggert er fæddur 8. mars 1978 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hann er kvæntur Ernu Björg og er frá Húsavík. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið (Eggert Bjarnason – 40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Erla er fædd 8. mars 1978. Erla útskrifaðist frá PGA Íslandi 2011 og var sama ár ráðin íþróttastjóri GS. Þar áður kenndi Erla golf í MP Akademíunni í Oddinum með Magnúsi Birgissyni og Phill Hunter. (Erla Þorsteinsdóttir – 40 ára – Innilega Lesa meira










