Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Inga Magnúsdóttir – 10. mars 2018

Það er margfaldur Íslandsmeistari og klúbbmeistari GA, Inga Magnúsdóttir, sem á afmæli í dag, en hún er fædd 10. mars 1939. Inga er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, fyrrverandi formaður hans og fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu! Hún er móðir Magnúsar Birgissonar, golfkennara og stórkylfinganna Sólveigar og Laufeyjar. Inga Magnúsdóttir, GK, er t.a.m. tvöfaldur Íslandsmeistari í flokki 65+ árið 2014, í höggleik með og án forgjafar. Komast má á facebook síðu Ingu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Elsku Inga Magnúsdóttir – innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ágúst Ólafur Ágústsson, 10. mars 1977 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2018 | 13:30

LET: Valdís Þóra lauk keppni á SA Women´s Open T-21

Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir lauk nú í þessu keppni á Investec SA Women´s Open, sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Hún deildi 21. sætinu með 4 öðrum kylfingum: Rosie Davis frá Englandi, Manon Molle frá Frakklandi, Söruh Schober frá Austurríki og Sönnu Nuutinnen frá Finnlandi. Allar léku þær á samtals 3 yfir pari, 219 höggum; Valdís Þóra á (74 69 76). Lakasti hringur Valdísar var lokahringurinn, sem hún lék á 4 yfir pari en fyrir lokahringinn var hún T-4 á samtals 1 undir pari. Á þessum skollans lokahring fékk Valdís Þóra 5 skolla og aðeins 1 fugl. Sigurvegari mótsins var heimakonan Ashley Buhai, á samtals 9 undir pari, en athygli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2018 | 12:00

Patsy Hankins: Lokastaðan – Asía 23 1/2 – Evrópa 8 1/2

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK var valin í lið Evrópu í Patsy Hankins bikarnum. Í Patsy Hanskins bikarnum keppir lið Evrópu við lið Asíu, ekki ósvipað og í Solheim Cup, nema andstæðingurinn eru kylfingar frá Asíu í stað Bandaríkjanna og það eru einungis áhugamenn sem keppa. Mótið fór fram á keppnisvelli Doha golfklúbbsins í Qatar 8.-10. mars og lauk nú fyrir stuttu. Lið Asíu sigraði í Patsy Hankins bikarnum nú í ár með 23 1/2 vinningi gegn 8 1/2 vinningi liðs Evrópu. Fyrir tvímenningsleiki dagsins í dag var staðan 16 1/2 – 3 1/2 liði Asíu í vil. Í tvímenningsleikjunum vann lið Evrópu 5 leiki en lið Asíu 7.  Guðrún Brá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2018 | 10:00

Afrekskylfingurinn Hilmar Snær keppir f. Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum

Hilmar Snær Örvarsson afrekskylfingur úr GKG er fjölhæfur íþróttamaður. Hilmar Snær er eini keppandinn frá Íslandi á Vetrarleikunum á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fer í PyeongChang í Suður-Kóreu. Hilmar Snær, sem er 17 ára gamall, var fánaberi á opnunarhátíðinni. Hilmar er fjórði Íslendingurinn sem keppir á Vetrar-Paralympics og líka sá yngsti. Hilmar Snær keppir í svigi þann 14. mars næstkomandi og svo í stórsvigi þann 17. mars. Hilmar Snær fékk krabbamein í fótinn í byrjun árs 2009 og er hann með gervifót fyrir neðan hné á vinstra fæti. Hilmar Snær hefur keppt á Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri. Þess má geta að hann er með um 5 í forgjöf. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2018 | 08:00

Patsy Hankins: Asía 16 1/2 – Evrópa 3 1/2 f. lokaviðureignirnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK var valin í lið Evrópu í Patsy Hankins bikarnum. Í Patsy Hanskins bikarnum keppir lið Evrópu við lið Asíu, ekki ósvipað og í Solheim Cup, nema andstæðingurinn eru kylfingar frá Asíu í stað Bandaríkjanna og það eru einungis áhugamenn sem keppa. Mótið fer fram á keppnisvelli Doha golfklúbbsins í Qatar 8.-10. mars og lýkur því í dag. Það stefnir í að lið Evrópu sé að bíða mikinn ósigur fyrir liði Asíu. Fyrir tvímenningsleiki dagsins í dag er staðan 16 1/2 – 3 1/2 liði Asíu í vil. Guðrún Brá hefir verið að keppa í fjórbolta og fjórmenningi með hinni belgísku Clarisse Louis og hafa þær tapað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2018 | 07:45

LPGA: Ólafía spilaði v/Natalie Gulbis

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir spilaði 9 holur með einu mesta kyntákni LPGA mótaraðarinnar Natalie Gulbis. Fyrir nokkrum árum, þegar Golf 1 var að taka viðtöl við kylfinga og spurði eftir eftirlætis kvenkylfingi svaraði mikill meirihluti íslenskra karlkylfinga, sem fyrir svörum sátu, því til að það væri Natalie Gulbis, enda gerði Natalie mikið út á kynþokka sinn og e.t.v. þekktari fyrir hann en spilamennsku í golfi. Hin 35 ára Natalie er í dag gift Josh Rodarmel og er ráðsettari. Tilkynnt var um trúlofun þeirra Josh fyrir 5 árum síðan – Sjá t.d. með því að SMELLA HÉR:   og frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:  Fræg var Gulbis þó t.a.m. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2018 | 07:00

Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur keppir í Kenýa – Axel líklega með líka

Þann 22.-25. mars n.k. fer fram Barclays Kenya Open, sem er mót á Áskorensamótaröð Evrópu. Spilað er á keppnisvelli Muhanga golfklúbbsins, í Nairobi, Kenýa. Staðfest er að Birgir Leifur Hafþórsson, GKG verði með í mótinu – Axel Bóasson, GK er hins vegar á biðlista inn í mótið. Axel hefir kepppnisrétt á Áskorendamótaröðinni vegna þess að hann varð stigameistari Nordic Golf League í fyrra. Hann fær hins vegar ekki sjálfkrafa að spila í öllum mótum, öðlast meiri keppnisrétt eftir því sem hann festir sig meira í sessi á Áskorendamótaröðinni Birgir Leifur er hins vegar með keppnisrétt á Evrópumótaröðinni eftir sigur á Áskorendamótaröðinni í fyrra, en getur eftir sem áður spilað á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2018 | 02:00

Hver er kylfingurinn Corey Connors?

Kanadíski kylfingurinn Corey Connors, 25 ára, er efstur á Valspar mótinu í hálfleik, en Valspar er mót vikunnar á PGA Tour. Connors er ekki meðal þekktustu kylfinga og með ólíkindum að hann, nýliðinn á PGA Tour eigi 2 högg á sjálfan Tigerinn, ásamt öðrum frábærum kylfingum eins og Brandt Snedeker og Paul Casey. Hver er kylfingurinn kunna sumir að spyrja? Þeir sem lesa Golf 1 að staðaldri ættu að muna eftir Connors. Hann var t.a.m. einn af áhugamönnum, sem fékk að spila á Masters risamótinu 2015 – þar spáði Golf 1 því að við ættum eftir að heyra meira um þennan frábæra kylfing sem Connors er – Sjá frétt Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2018 | 00:01

PGA: Tiger aðeins 2 höggum á eftir forystumanni Valspar Corey Connors á 2. degi

Mót vikunnar á PGA Tour er Valspar mótið, sem fram fer í Palm Harbor í Flórída. Þegar mótið er hálfnað er Kanadamaðurinn Corey Connors í forystu – hann er búinn að spila á 6 undir pari, 136 höggum (67 69). Jafnir í 2. sæti eru Englendingurinn Paul Casey og 4 bandarískir kylfingar: Tiger Woods, Brandt Snedeker, Kelly Kraft og Ryan Palmer, allir 2 höggum á eftir Connors. Staða Tigers í mótinu sýnir að hann er greinilega að taka framförum eftir langa fjarveru frá golfi vegna bakmeiðsla og bakuppskurða. Kannski ekki svo langt að bíða að hann sigri í móti aftur? Menn eru spenntir. Sjá má stöðuna á Valspar mótinu með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2018 | 23:30

Evróputúrinn: Grillo efstur í hálfleik í Delhi – Hápunktar 2. dags

Argentínski kylfingurinn Emiliano Grillo heldur forystu sinni á 2. degi Hero Indian Open. Hann er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (65 68). Í 2. sæti er heimamaðurinn Shubhankar Sharma 4 höggum á eftir Grillo þ.e. á samtals 7 undir pari (73 64), en Sharma átti samt besta skorið í dag, 64 glæsihögg! Sjá má hápunkta 2. dags Hero Indian Open með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Hero Indian Open SMELLIÐ HÉR: