Afmæliskylfingur dagsins: Axel Fannar Elvarsson – 12. mars 2018
Það er Axel Fannar Elvarsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Axel Fannar á afmæli 12. mars 1998 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Axel býr á Akranesi og er í Golfklúbbnum Leyni. Komast má á facebooksíðu Axel Fannars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Axel Fannar Elvarsson – Innilega til hamingju með 20 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Wallace William „Wally“ Ulrich, f. 12. mars 1921 – d. 7. apríl 1995; Nubohito Sato, 12. mars 1970 (48 ára); W-7 módelið Minea Blomqvist, 12. mars 1985 (33 ára); Sharmila Nicolette, 12. mars 1991 (27 ára) og …. Golf Lesa meira
Hús Elínar Nordegren til sölu f. $49,5 milljónir
Elin Nordegren, fyrrum eiginkona Tiger Woods hefir augllýst glæsihýsi sitt á North Palm Beach í Flórída til sölu fyrir litlar $49.5 milljónir. Eignin er 25,878 ferfet með 11 svefnherbergjum, 15 baðherbergjum og 3 hálfbaðherbergjum. Hús Elínar er í Seminole Landing, vernduðu umhverfi (ens. gated community) þ.e. það er vörður við hlið, sem hefir gát á hver fer inn og út um svæðið. Eignin er næst við Seminole golfklúbbinn. Stærð eignarinnar er 1,4 ekrur og húsið sjálft á við 8 meðalheimili Bandaríkjamanna. Það er aðeins um 70 m frá Atlantshafinu. Elín keypti húsið á sínum tíma fyrir $ 4,5 milljónir en hefir varið um $ 20 milljónum í að gera húsið upp … Lesa meira
Um 127 milljónum kr. úthlutað úr Ferðasjóði íþróttafélaga
Styrkjum úr Ferðasjóði íþróttafélaga til íþrótta- og ungmennafélaga, vegna keppnisferða innanlands ársins 2017 hefur verið úthlutað. Alls var úthlutað 127 milljónir króna. Styrkirnir eru greiddir beint til félaga og deilda en hér fyrir neðan má sjá samantekt á skiptingunni tekið saman pr. íþróttahérað. Að þessu sinni bárust sjóðnum 250 umsóknir frá 129 félögum úr 21 íþróttahéraði vegna 2.972 keppnisferða í 21 íþróttagrein. Heildarupphæð umsókna var kr. 466.663.237,-. Afar mismunandi er hversu mörg félög eiga aðild að hverju héraði og hversu mörg félög innan hvers héraðs sækja um styrki úr sjóðnum. Þau félög sem sóttu um styrk geta nú farið inn í umsókn sína í gegnum vefslóðina sem fylgdi stofnun umsóknarinnar Lesa meira
PGA: Tiger með frábært pútt á 4. degi Valspar
Tiger Woods varð í 2. sæti á Valspar Championship, sem fram fór í Palm Harbour í Flórída og lauk nú í kvöld. Skemmtilegt að sjá Tiger aftur vera að spila til sigurs og e.t.v. stutt í fullan bara hjá honum núna. Lokaskor Tiger var 9 undir pari, 275 högg ( 70 68 67 70). Á lokahringnum átti Tiger frábært pútt. Sjá má glæsipútt Tiger með því að SMELLA HÉR:
Jerry Anderson látinn
Jerry Anderson, fyrsti Kanadamaðurinn til þess að sigra á Evróputúrnum er látinn. Andreson fæddist 22. september 1955 í Montreal og því aðeins 62 ára þegar hann lést. Hann hlaut frægð þegar hann varð eins og segir fyrsti Kanadamaðurinn til að sigra á Evróputúrnum, en það gerðist 1984 á the Ebel European Masters — Swiss Open. Hann var á samtals heildarskori upp á 27 undir pari, sem var met þar til Ernie Els náði að vera á 29 undir pari á Johnnie Walker Classic 2003. Frækinn sigur Anderson var ungum kanadískum kylfingum innblástur og hann sjálfur þeim fyrirmynd. Anderson keppti á PGA Tour árin 1990 og 1992 og sigraði á móti Lesa meira
PGA: LOKSINS!!!… sigraði Casey!!!
Paul Casey sigraði á Valspar Championship nú rétt í þessu. Sigurskor Casey var 10 undir pari, 274 högg (70 68 71 65). Loksins er óhætt að segja en 9 ár eru síðan Casey sigraði á PGA Tour – þá sigraði hann á Shell Houston Open, 5. apríl 2009 … og var það fyrsta skiptið hans á PGA Tour – hann hefir hins vegar sigrað 13 sinnum á Evrópumótaröðinni síðast 2014, síðast fyrir 5 árum á KLM Open. Kominn tími á sigur! … því Casey hefir frá sigrum sínum ótal sinnum verið svo ofboðslega nálægt því en alltaf endað í 2. sæti. Þar til núna!!! Frábært!!! Tiger og Patrick Reed deildu Lesa meira
Evróputúrinn: Wallace hafði betur g. „Beef“ í bráðabana
Það var Matt Wallace, sem stóð uppi sem sigurvegari í Hero Indian Open, sem var mót vikunnar á Evróputúrnum og samvinnuverkefni við Asíutúrinn. Eftir hefðbundinn 72 holu leik voru Wallace og Andrew „Beef“ Johnson efstir og jafnir; báðir búnir að spila á 11 undir pari, 277 höggum; Wallace (69 70 70 68) og „Beef“ (72 66 73 66). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra tveggja og var par-5 18. hola keppnisvallar DLF G&CC spiluð að nýju og þar tapaði „Beef“ á pari, meðan Wallace sigraði með fugli! Sjá má úrslit í Hero Indian Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings Hero Indian Open með Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Bjarki og Gísli við keppni á Myrtle Beach
Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu Kent State eru nú við keppni í General Hackler mótinu, sem fram fer dagana 10.-11. mars 2018 og lýkur í dag. Gísli lék fyrstu tvo hringina á samtals 3 yfir pari (77 70) Bjarki hins vegar spilaði fyrstu tvo hringina á 5 yfir pari (72 77). Lið Kent State er í 6. sæti af 15 háskólaliðum, sem þátt taka í mótinu. Sjá má stöðuna á General Hackler mótinu og fylgjast með gengi piltanna, sem eru við keppni í þessu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sigríður Erlings- dóttir og Jón Andri Finnsson – 11. mars 2018
Það eru Sigríður Erlingsdóttir og Jón Andri Finnsson, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Sigríður er fædd 11. mars 1976 og á því 42 ára afmæli í dag!!! Sigríður er í Golfklúbbi Sandgerðis og reyndar fv. formaður klúbbsins. Komast má á facebooksíðu Sigríðar til þess að óska henni til hamingu með merkisafmælið hér að neðan: Sigríður Erlingsdóttir (42 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Jón Andri er fæddur 11. mars 1973 og á því 45 ára afmæli í dag!!! Jón Andri er í Golfklúbbi Reykjavíkur, er þar einn félaga í Elítunni, lokaðs hóps lágforgjafarkylfinga. Jón Andri er í sambúð með Ragnhildi Sigurðardóttur, og á eina dóttur. Komast má á facebooksíðu Jóns Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar lauk keppni á Border Olympics mótinu
Björn Óskar Guðjónsson, GM og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu The Ragin Cajuns, í Louisiana Lafayette háskólanum, luku keppni í gær á Border Olympics mótinu í Laredo, Texas. Mótið stóð dagana 9.-10. mars 2018 og keppendur í mótinu voru 97 frá 17 háskólum. Björn Óskar lék á samtals á 12 yfir pari, 228 höggum (78 78 72) og var lokahringurinn hans besti þegar hann var líkari sjálfum sér og lék á pari. Björn Óskar lauk keppni í 84. sæti færðist upp um 10 sæti eftir afar erfiða byrjun. Lið Louisiana Lafayette varð í 13. sæti í liðakeppninni, sem er líka gott en liðið var í neðsta sæti eftir 1. dag. Lesa meira










