Ernie Els og Tiger fyrirliðar í Forsetabikarnum
Á blaðamannafundi í fyrradag, 13. mars 2018 var tilkynnt að Tiger Woods og Ernie Els verði fyrirliðar í Forsetabikarnum 2019. Forsetabikarinn það ár fer fram á Royal Melbourne golfvellinum í Australíu. Það verður í 13. skipti sem lið Bandaríkjanna keppir við Alþjóðaliðið. Framkvæmdastjóri PGA Tour, Jay Monahan, rifjaði upp við þetta tilefni Forsetabikarinn 2003 þ.e. fyrir 15 árum. Staðan var jöfn 17-17, jafnvel eftir að liðin reyndu að gera út um keppnina í epískum 3 holu bráðabana milli Tiger og Ernie. „Ég velti enn fyrir mér hvernig þeim leið,“ sagði framkvæmdastjórinn. „Þetta var eitt af bestu andartökum í þessari íþrótt (golfinu).“
Sergio Garcia nefnir dóttur sína eftir holu á Augusta National
„Fallega Azalea Adele Garcia fæddist 14. mars 2018 kl. 1:54am,“ tvítaði Sergio Garcia, eftir fæðingu frumburðar síns og eiginkonu sinnar Angelu Akins. Það er sem sagt þegar búið að gefa dótturinni nafn og hún er nefnd eftir par-5 13. holunni á Augusta National (einni holunni í Amen Corner). Það var þar sem Garcia setti niður 7 feta pútt á lokahring Masters 2017, eftir að hafa lent út í runnum og hafa þurft að taka á sig víti. Sergio bíður það verkefni að verja titil sinn í næsta mánuði. Á umræddum stað þ.e. Azalea brautinni var Sergio 2 höggum á eftir Justin Rose og mistök þarna myndu að öllum líkindum hafa Lesa meira
LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni í Arizona kl. 16:01 í kvöld! Fylgist með HÉR
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik kl. 16:01 að íslenskum tíma í dag, fimmtudaginn 15. mars 2018 á Bank of Hope Founders Cup mótinu. Mótið fer fram í Wildfire Golf Club at JW Marriott Phoenix Desert Ridge Resort & Spa í Phoenix, Arizona, Bandaríkjunum. Ólafía Þórunn verður með Daniela Darquea og Lauren Coughlin í ráshóp fyrstu tvo hringina á mótinu. Sjá má eldri kynningar Golf 1 á ráshópsfélögum Ólafíu Þórunn með því að smella á DANIELA DARQUEA eða LAUREN COUGHLIN Fylgjast má með Ólafíu Þórunni á skortöflu á Bank of Hope Founders Cup, sem hefst í kvöld með því að SMELLA HÉR: Alls verða leiknar 72 holur og Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur í 1. sæti í Pinehurst e. 1. dag!!! Glæsileg!!!
Ragnhildur Kristinsdóttir, afrekskylfingur úr GR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu Eastern Kentucky University taka þátt í Pinehurst Intercollegiate á Pinehurst nr. 8 vellinum í Norður-Karólínu. Þátttakendur eru 46 frá 8 háskólum og m.a. tveir aðrir keppendur frá Íslandi: Eva Karen Björnsdóttir, afrekskylfingur úr GR ásamt liði sínu University of Louisiana at Monroe (ULM) og Særós Eva Óskarsdóttir, afrekskylfingur úr GKG og liði hennar Boston University. Eftir 1. dag er Ragnhildur efst í 1. sæti og sama er að segja um lið hennar EKU í liðakeppninni. Ragnhildur hefir spilað 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum; fékk 2 fugla og 3 skolla!!! Hún er ein í 1. sæti og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Charlie Douglass – 14. mars 2018
Það er Charlie Douglass, sem er afmæliskylfingur dagsins en hún er fædd í Stevenage á Englandi, 14. mars 1989 og því 29 ára í dag. Hún byrjaði í golfi 13 ára, en það var pabbi hennar, George, sem kynnti hana fyrir golfinu. Charlie er félagi í Brockett Hall golfklúbbnum í Englandi. Meðal áhugamála Charlie er að vera með vinum sínum, lestur góðra bóka, horfa á kvikmyndir og Tottenham FC. Árið 2009, þá enn tvítugur áhugamaður sigraði Charlie á English Amateur Championship. Þann 26. nóvember 2010 gerðist Charlie atvinnumaður í golfi og stuttu síðar komst hún í gegnum Q-school LET og spilaði því 1. keppnistímabil sitt á Evrópumótaröð kvenna (LET) 2011. Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2018: Casey Danielson (25/25)
Golf 1 mun nú kynna þær stúlkur sem hlutu fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, en lokaúrtökumótið fór fram í Marokkó í 16.-20. desember 2017. Leiknir voru 5 hringir og voru stúlkurnar 60 að þessu sinni sem kepptu um kortið sitt, þ.á.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Það voru 25 efstu stúlkurnar sem komust á LET og baráttan í ár var hörð. T.a.m. voru 6 stúlkur jafnar í 24. sætinu á samtals 4 undir pari, 356 höggum og varð að koma til bráðabana milli þeirra því aðeins tvö sæti voru í boði þ.e. það 24. og 25. Það voru tvær norskar stúlkur sem sigruðu í bráðabananum þ.e. þær Celine Borge og Madeleine Lesa meira
Áskorendamótaröðin: Axel og Birgir báðir með í Kenía!!!
Atvinnukylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, og Axel Bóasson úr GK, hefja tímabilið á Áskorendamótaröðinni á Barclays mótinu sem fram fer í Kenía í Afríku. Axel, sem er Íslandmeistari í golfi 2017, komst inn á mótið í dag en hann var fyrsti maður á biðlista í upphafi þessarar viku. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Evrópu. Birgir Leifur sigraði á einu móti í fyrra á þessari mótaröð og var það jafnframt fyrsti sigur hjá íslenskum kylfingi á mótaröð í næst efsta styrkleikaflokki atvinnukylfinga. Mótið fer fram á Muthaiga vellinum dagana 22. – 25. mars. Axel er með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni eftir frábæran árangur á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn lauk keppni í 43. sæti á Pinecrest Int.
Birgir Björn Magnússon, GK keppti á Pinecrest Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 12.-13. mars 2018 og lauk í dag. Þátttakendur voru 60 frá 11 háskólum. Lið Birgis, Bethany, hafnaði í 1. sæti, en Birgir Björn keppti ekki í liði Bethany að þessu sinni heldur sem einstaklingur. Samtals lék Birgir á 159 höggum (81 78) og varð í 43. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Birgis og Bethany er mánudaginn nk.
Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Jónasson – 13. mars 2018
Það er Benedikt Jónasson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Benedikt er fæddur 13. mars 1957 og á því 61 árs afmæli í dag!!!Benedikt er í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði og má oft sjá hann spila á Hvaleyrinni á sumrin. Hann er kvæntur Ingveldi Ingvarsdóttur. Komast má á facebook síðu Benedikts hér að neðan til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn Benedikt Jónasson – Innilega til hamingju með 61 árs afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Andy Bean, 13. mars 1953 (65 ára); Sturla Höskuldsson, 13. mars 1975 (43 árs); Graeme Storm, 13. mars 1978 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Maria Beautell, 13. mars 1981 (37 ára); Ríharður Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún við keppni í Texas
Sigurlaug Jónsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake eru þessa stundina við keppni á Bradley Spring Inv. mótinu, í Farmers Branch í Texas. Mótið stendur dagana 12.-13. mars 2018. Þátttakendur eru 92 frá 16 háskólum. Sigurlaug hefir þegar lokið við 1. hring og er að keppa sem stendur á 2. hring. Fyrlgjast má með gengi Sigurlaugar með því að SMELLA HÉR:










