Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2018 | 09:30

Suzann Pettersen barnshafandi

LPGA.com staðfesti eftir hádegi í gær, 16. mars 2018,  að „norska frænka okkar“ Suzann Petterson sé barnshafandi. Golfweek var með frétt þess efnis, en LPGA.com staðfesti fréttina ekki fyrr eiginmaður Petterson, Christian Ringvold hafði staðfest gleðitíðindin. Petterson hefir ekkert spilað á LPGA Tour á þessu keppnistímabili. Síðasta mót sem hún tók þátt í var 2017 CME Group Tour Championship. Suzann hefir sigrað 15 sinnum á LPGA og er sem stendur í 36. sæti á Rolex heimslistanum. Þetta verður fyrsta barn Suzann, sem verður 37 ára, 7. apríl n.k. Suzann kynnti kærasta sinn Christian til sögunnar á blaðamannafundi í Kína 2014 og þau giftust í janúar 2017. Sjá má nokkrar myndir af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2018 | 08:00

PGA: Stenson og DeChambeau leiða í hálfleik á Bayhill – Hápunktar 2. dags

Það eru þeir Henrik Stenson og Bryson DeChambeau sem eru efstir og jafnir í hálfleik á Arnold Palmer Inv. á Bayhill. Báðir hafa þeir spilað á 11 undir pari. Einn í 3. sæti er Talor Gooch á samtals 9 undir pari. Gooch er e.t.v. ekki sá þekktasti á PGA Tour og má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Stórstjörnurnar Rickie Fowler er T-6 (samtals 6 undir pari); Rory McIlroy er T-11 (samtals 5 undir pari) og Tiger Woods er T-17 (á samtals 4 undir pari): Sjá má hápunkta 2. dags á Arnold Palmer Inv með því að SMELLA HÉR:  Sjá má stöðuna á Arnold Palmer Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2018 | 07:00

LPGA: Lokaholurnar léku Ólafíu grátt!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR og á LPGA komst ekki í gegnum niðurskurð á Bank of Hope mótinu. Reyndar var Ólafía nokkuð langt frá því að komast gegnum niðurskurð en hún var samtals á 6 yfir pari, 150 höggum (74 76). Niðurskurður miðaðist við 1 undir pari eða betra. Á hringnum í gær fékk Ólafía 2 fugla og 2 skolla, en skramba á lokaholurnar tvær, par-3 17. holuna og par-4 18.holuna. Það má því segja að lokaholunar hafi leikið Ólafíu grátt í þessu móti, en á fyrri hring fékk hún líka skramba á 18. holuna. Hún á því harma að hefna þarna á næsta ári 🙂 Þetta er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2018 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur sigraði!

Ragnhildur Kristinsdóttir, afrekskylfingur úr GR sem spilar með Eastern Kentucky University (EKU) sigraði í fyrsta sinn í bandaríska háskólagolfinu og það á ekki lakari velli en Pinehurst nr. 8!!!!  Stórglæsileg!!! Það er ekki mörgum íslenskum kylfingum, sem tekist hefir að sigra í einstaklingskeppni í bandaríska háskólagolfinu!!! Ragnhildur var í forystu alla 3 mótsdagana, 14.-16. mars 2018. Ragnhildur lék á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (73 82 75) og átti 3 högg á liðsfélaga sinn úr EKU, Elsu Moberly sem varð í 2. sæti.  Það þarf víst varla að nefna það, að lið þeirra Ragnhildar og Elsu, EKU, varð í 1. sæti í liðakeppninni af 8 sem þátt tóku. Í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigga Sif Sævarsdóttir – 16. mars 2018

Það er Sigga Sif Sævarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sigga Sif fæddist 16. mars 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Sigga Sif Sævarsdóttir (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lucy Barnes Brown, f. 16. mars 1859 (Vann fyrsta US Women´s Amateur); Richard Tufts, f. 16. mars 1896; Hollis Stacy, 16. mars 1954 (64 árs); Vincent Tshabalala, 16. mars 1943 (75 ára); Guðný Ævarsdóttir, 16. mars 1963 (55 ára); Simon Yates, 16. mars 1970 (48 ára); Joakim Bäckström, 16. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2018 | 23:59

PGA: Tiger sjálfum sér líkur á Arnold Palmer Inv. – Hápunktar

Tiger Woods er farinn að líkjast því hvernig hann var í gamladaga meir og meir, þó enn sé langt í land. Eftir 1. dag Arold Palmer Inv. er Tiger T-7 á 4 undir pari, 68 höggum. Þetta er bara allt að koma hjá honum!!! Efstur í mótinu er Henrik Stenson á 8 undir pari, 64 höggum. Sjá má hápunkta 1. dags á Arnold Palmer mótinu SMELLIÐ HÉR: Sjá má stöðuna á Arnold Palmr Inv. með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2018 | 23:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur enn efst e. 2. dag í Pinehurst – Eva Karen T-13 og Særós Eva í 39. sæti!!!

Stelpurnar okkar 3 eru að standa sig með mikilli prýði á Pinehurst Intercollegiate háskólamótinu. Þar fremst í flokki er Ragnhildur Kristinsdóttir, afrekskylfingur úr GR og EKU, en hún er efst 2. daginn í röð á samtals 11 yfir pari, (73 82). Ragnhildur á 2 högg á næsta keppanda sem er liðsfélagi hennar í EKU, en 3 liðsmenn úr Eastern Kentucky University raða sér í efstu 3 sætin og er lið EKU því efst í liðakeppninni. Eva Karen Björnsdóttir GR bætti sig mikið á 2. hring og er hún nú T-13; er nú samtals á 22 yfir pari (87 79). Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, er síðan í 39. sæti á samtals Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2018 | 23:00

LPGA: Ólafía Þórunn á 74 höggum e. 1. hring á Bank of Hope mótinu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR og LPGA hóf leik í dag á 3. LPGA mótinu sínu í ár; Bank of Hope mótinu, sem fer fram í Arizona Ólafía hóf keppni  kl. 16:01 að íslenskum tíma og  er beðist velvirðingar á mistökum í áður auglýstum rástíma Ólafíu Þórunnar, en í frétt Golf 1 fyrr í dag segir að rástími hennar sé kl. 23:01.  Byggðust þau mistök á því að Golf 1 taldi rástíma kl. 16:01 vera gefinn upp á staðartíma en 7 klst. tímamismunur er á Arizona og Íslandi. Ólafía Þórunn lék 1. hring í dag á 2 yfir pari, 74 höggum; fékk 3 fugla og 3 skolla og var á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Pontus Videgren (32/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. Nú nýlega voru kynntir þeir sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Síðan voru þeir 3 kynntir sem deildu 9. sætinu, sem léku á 17 undir pari, hver en það voru þeir Josh Geary, frá Ástralíu; Mark Foster frá Englandi og Connor Syme frá Skotlandi. Síðast var sá kynntur sem var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Arnarson –—- 15. mars 2018

Það er Hrafn Arnarson , sem er afmæliskylfingur dagsins. Hrafn er fæddur 15. mars 1953 og á því 65 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Hrafn Arnarson – Innilega til hamingju með afmælið!!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Þorvaldur Ásgeirsson, golfkennari 15. mars 1917-10. október 1988 (hefði orðið 101 árs í dag); Gerður Guðrúnar, 15. mars 1955 (63 ára); Tsuyoshi Yoneyama, 15. mars 1965 (53 ára); Arna Schram, 15. mars 1968 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Helgi Jóhannes Jónsson, 15. mars 1972 (46 ára);  Helen Beatty (áströlsk), 15. mars 1975 (43 ára); Lesa meira