stjori | mars. 19. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Kristín Bachmann. Hún er fædd 19. mars 1953 og á því 65 ára afmæli í dag. Guðrún Kristín er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Guðrún Kristín Bachmann – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Henry Taylor, f. 19. mars 1871 – d. 10. febrúar 1963 ; Gay Robert Brewer, f. 19. mars 1932 – d. 31. ágúst 2007; Aðalheiður Jóhannsdóttir, 19. mars 1956 (62 ára); Paul Davenport, 19. mars 1966 (52 ára); Louise Stahle 19. mars 1985 (33 ára) … og Lesa meira

stjori | mars. 19. 2018 | 10:00

LPGA: Inbee sigraði á Bank of Hope mótinu!

Það var hin suður-kóreanska Inbee Park, sem sigraði á Bank of Hope Founders Cup, sem var mót LPGA í síðustu viku. Inbee lék á samtals 19 yfir pari, 269 höggum (68  71  63  67) og átti heil 5 högg á næstu keppendur, Lauru Davies, Ariyu Jutanugarn og Marinu Alex, sem höfnuðu í 2. sæti. Sigurtékki Inbee var upp á $225,000.00.  Þetta var 19. sigur hennar á LPGA mótaröðinni Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir var meðal þátttakenda, en komst ekki í gegnum niðurskurð í mótinu að þessu sinni. Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR:

stjori | mars. 19. 2018 | 09:00

PGA: Rory sigraði á Bay Hill – Hápunktar

Það var Rory McIlroy sem stóð uppi sem sigurvegari á Arnold Palmer Invitational, sem venju skv. fór fram á Bay Hill í Flórída. Rory lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum (69 70 67 64). Hann átti 3 högg á þann sem varð í 2. sæti, Bryson DeChambeau. Í 3. sæti varð Justin Rose á samtals 14 undir pari og í 4. sæti varð síðan Henrik Stenson á samtals 13 undir pari, en hann var í forystu fyrir lokahringinn. Tiger Woods lauk keppni T-5 á samtals 10 undir pari.  Allt að koma hjá Tiger og örugglega skammt í að við sjáum hann í sigursæti!!! Til þess að sjá lokastöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson – 18. mars 2018

Það er Bragi Bryjarsson, sem er afmæliskylfingar dagsins. Bragi er fæddur 18. mars 1968 og á því 50 ára stórafmæli! Bragi er einn mesti stuðningsmaður Liverpool FC hér á landi og þótt víðar væri leitað! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Bragi Brynjarsson (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!) Aðrir frægir sem afmæli eiga í dag eru: Macdonald „Mac“ Smith,f. 18. mars 1892 – d. 31. ágúst 1949; Helgi Hólm, GSG, 18. mars 1941 (77 ára); Rúnar Hartmannsson 18. mars 1952 (66 ára); Soffia Björnsdóttir, 18. mars 1956 (62 ára); Einar Aðalbergsson, 18. mars 1960 (58 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2018 | 12:00

PGA: „Þetta er þreytandi“ segir Rory – vill takmarka áfengissölu á mótum

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, sem nú er í 3. sæti fyrir lokahringinn á móti vikunnar á PGA Tour, Arnold Palmer Invitational, hefir stungið upp á að takmarka til muna áfengissölu á PGA mótum, þar sem hann varð fyrir óatkvæðisorðum drukkins áhorfanda. „Þetta er þreytandi,“ sagði Rory eftir hringinn í gær og sagðist vera með höfuðverk eftir lætin, niðurdreginn þrátt fyrir frábæran hring upp á 67 högg. „Það var einn náungi þarna sem hrópaði stöðugt nafn konunnar minnar,“ sagði Rory. „Ég var við það að fara yfir til hans til þess að ræða þetta við hann.“ „Ég veit ekki, mér finnst þetta svolítið of mikið, ef satt skal Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2018 | 00:01

PGA: Stenson í forystu f. lokahringinn!

Það er sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem er í forystu fyrir lokahring Arnold Palmer Invitational, sem fram fer á golfvelli konungsins, Bay Hill í Flórída. Stenson er búinn að spila á samtals 12 undir pari 204 höggum (64 69 71). Bryson DeChambeau er í 2. sæti á samtals 11 undir pari og Rory McIlroy er búinn að tylla sér í 3 sætið á samtals 10 undir pari; en þessi þrír forystumenn Stenson, DeChambeau og McIlroy eru þeir einu Til þess að sjá stöðuna á Bay Hill SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Bay Hill SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2018 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar á 69 á 2. degi!

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans i bandaríska háskólagolfinu eru við keppni á Schenkel Invitational mótinu, sem fram fer í Forest Heights CC í Statesboro í Georgíu. Fyrir lokahringinn sem spilaður verður í mótinu á morgun er Rúnar T-29 af 84 þátttakendum í mótinu. Í dag lék Rúnar á glæsiskori 3 undir pari 69 höggum; fékk 6 fugla og 3 skolla. Samtals er Rúnar búinn að spila á sléttu pari, 144 höggum (75 69). Lið Rúnars University of Minnesota er í 12. sæti í liðakeppninni af 14 háskólaliðum, sem keppa í mótinu. Sjá má stöðuna á Schenkel Invitational með því að SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2018 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2018 (5)

Kvæntur maður stóð í framhjáhaldi við ritara sinn. Dag einn náðu tilfinningar þeirra  til hvors annars yfirhöndinni og þau fóru heim til hennar. Þar sofnuðu þau eftir erilsama nótt og vöknuðu ekki fyrr en kl. 8:00 morguninn eftir. Þegar maðurinn var að klæða sig bað hann framhjáhaldið sitt að fara út með skóna hans og núa þá með mold og grasi. Hissa fór hún eftir því sem beðið var um og hann smeygði sér í skóna og keyrði heim. „Hvar hefirðu eiginlega verið?“ spurði konan hans þegar hann kom heim. „Elskan“ svaraði maðurinn. „Ég get ekki logið að þér. Ég hef staðið í framhjáhaldi við ritarann minn. Ég sofnaði hjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Albany í 2. sæti e. 1. dag á Hilton Head

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany hófu keppni í dag á Wofford Low Country Intercollegiate Golf Championship  í Moss Creek golfklúbbnum,  á  Hilton Head Island, í Suður-Karólínu. Eftir 1. dag er lið Albany í 2. sæti af 14 háskólaliðum, sem þátt taka í mótinu. Helga Kristín er T-21, þ.e. deilir 21. sætinu með 6 öðrum keppendum af 76 alls. Í dag fékk hún 2 fugla 6 skolla og 1 skramba. Sjá má stöðuna á Wofford Low Country mótinu með því að SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Tumi Hrafn Kúld. Hann er fæddur 17. mars 1997 og á því 21 árs afmæli í dag. Tumi er í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Tumi varð m.a. holukeppnismeistari Akureyrar 2011. Hann hefir tekið þátt í mótum Unglingamótaraðarinnar á undanförnum árum og gengið vel. Það sama má segja um fjölmörg opin mót, sem Tumi Hrafn hefir verið þátttakandi í. Hann sigraði t.a.m. út í Vestmannaeyjum á Eimskipsmótaröðinni 2016. Komast má á facebook síðu Tuma til þess að óska honum til hamingju með afmæli hér að neðan: Tumi Hrafn Kúld (21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Mynd: Golf 1 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru Lesa meira