Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2018 | 05:00

LPGA: Ólafía á +1 e. 1. dag á Kia

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur þátt í Kia Classic mótinu í Carlsbad, Kaliforníu, en mótið er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni. Hún lék í kvöld á 1 yfir pari, 73 höggum á golfvelli Aviara golfklúbbsins, þar sem mótið fer fram. Sjá má völlinn sem Ólafía er að glíma við með því að SMELLA HÉR:   en völlurinn er sá eini, sem vinur Ólafíu, Arnold Palmer heitinn hannaði við Kaliforníustrendur. Smellið á „Course Tour“ og veljið síðan þá holu á Aviara sem þið viljið skoða. Á hringnum fékk Ólafía 1 glæsiörn (á par-5 8. holuna); 3 fugla (á par-4 9. holuna, par-4 15. holuna og par-5 17. holuna); 4 skolla (á par 4 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2018 | 20:15

LPGA: Ólafía Þórunn fer út kl. 20:28 – Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir , GR og LPGA hefur leik akkúrat núna,  kl. 20:28 að íslenskum tíma á KIA-Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í kvöld. Mótið fer fram í Carlsbad í Kaliforníu. Íþróttamaður ársins 2017 á Íslandi verður með Laetitia Beck frá Ísrael og Jeong Eun Lee frá Suður-Kóreu í ráshóp fyrstu tvo hringina. Sjá má kynningu Golf 1 á Beck með því að SMELLA HÉR:   og Jeong Eun Lee með því að SMELLA HÉR:  Ólafía hefur leikið á þremur mótum á þessu tímabili á LPGA mótaröðinni. Hún endaði í 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamas en komst ekki í gegnum niðurskurðinn á næstu tveimur mótum. Ólafía Þórunn er í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Davíð Arthur Friðriksson. Hann er fæddur 22. mars 1978 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Davíð Arhur Friðriksson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter McEvoy, 22. mars 1953 (65 ára); Lyndsay Stephen, 22. mars 1956 (62 ára); Ragnheiður Björk Guðjónsdóttir, 22. mars 1957 (61 árs); Diane Pavich, 22. mars 1962 (56 ára); Tim Elliot, 22. mars 1962 (56 ára); Jeffrey Wagner 22. mars 1964 (54 ára); Ragnar Baldursson,GR 22. mars 1966 (52 ára); Peter Lawrie, 22. mars 1974 (44 ára); Guðbjörg S Jónsdóttir, en hún er fædd 22. mars 1975 (43 ára); … og …..Hljómsveitin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2018 | 14:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel á 72 og Birgir Leifur á 73 e. 1. dag í Kenía

Atvinnukylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, og Axel Bóasson úr GK, hófu keppni í morgun á Barclays mótinu sem er hluti af  Áskorendamótaröð Evrópu og fer fram í Kenía í Afríku, á Muthaiga vellinum dagana 22. – 25. mars. Axel, sem er Íslandmeistari í golfi 2017, komst inn á mótið annarri viku í mars en hann var fyrsti maður á biðlista í upphafi þeirrar viku. Birgir Leifur sigraði á einu móti í fyrra á þessari mótaröð og var það jafnframt fyrsti sigur hjá íslenskum kylfingi á mótaröð í næst efsta styrkleikaflokki atvinnukylfinga. Axel er með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni eftir frábæran árangur á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á síðasta ári. Hann varð stigameistari Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2018 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn og Bethany urðu í 1. sæti á KCAC nr.1!

Birgir Björn Magnússon, GK og lið hans Bethany Swedes í Kansas lönduðu 1. sætinu í fyrra móti KCAC, sem fram fór 19.-20. mars sl. í Crestview CC í Wichita, Kansas. Þátttakendur voru 50 frá 8 háskólum. Birgir Björn varð T-9. Hann lék á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (84 73). Lið Birgis í bandaríska háskólagolfinu, Bethany Swedes, lönduðu 1. sætinu í mótinu!!! Næsta mót Birgis Björn og Bethany Swedes  er viðureign við Colorado State University, í Pueblo, Colorado 9. apríl nk.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2018 | 12:00

Sergio fær golfáhanganda fjarlægðan

Sergio Garcia hóf keppni á WGC-Dell Technologies Match Play í morgun. Hann var að spila gegn indverska golfundrinu Shubhankar Sharma, þegar teighögg hans á par-5 12. holunni lenti á golfvagnaveginum og í staðinn að fá frídropp, kaus hann að spila boltanum þar sem hann lá. Hann fór úr golfskónum sínum til þess að renna ekki til og sló …. og boltinn lenti á flatarkantinum. Frábært högg. Eftir höggið góða benti Sergio lögreglumanni á að fjarlægja golfáhanganda sem sagði eitthvað óviðeigandi meðan Sergio sveiflaði. Bætist Sergio nú í hóp þeirra kylfinga, sem að undanförnu hafa fengið áhangendur fjarlægða af golfvöllum. Hegðun golfáhanganda á golfvöllum hefir ítrekað verið til umfjöllunar á sl. vikum. Justin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2018 | 17:00

8 kylfingar fá styrk úr Forskoti

Nýverið var úthlutað úr Forskoti afrekssjóði kylfinga en alls átta atvinnukylfingar fá styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Kylfingarnir eru: Andri Þór Björnsson (GR) Axel Bóasson (GK) Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK). Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR) Haraldur Franklín Magnús (GR) Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) Þetta er í sjöunda sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012. Aðstandendur sjóðsins eru ánægðir með að íslenskt afreksgolf hefur verið í stöðugri framför frá stofnun hans. Árið 2018 eru tveir íslenskir atvinnukylfingar, leika á sterkustu mótaröðunum. Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Þetta er annað árið í röð þar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Peter Campbell – 21. mars 2018

Það er bandaríski kylfingurinn Peter Campbell, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann fæddist 21. mars 1985 og á því 33 ára afmæli í dag. Campbell var í La Costa Canyon High School, þar sem hann spilaði bæði golf og fótbolta. Hann var í MVP deildinni nokkrum sinnum og CIF champion lokaárið sitt og var valinn í San Diego Hall of Champions Athlete of the Year. Campbell spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði UCLA og gerðist atvinnumaður í golfi 2008. Campbell spilaði í fyrsta PGA Tour móti sínu árið 2008 þ.e. á Buick Invitational. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Myra Abigail „Daria“ Pratt (Pankhurst-, Wright-, -Karageorgevich) f. 21. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Charley Hull –——- 20. mars 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Charley Hull. Charley fæddist 20. mars 1996 og er því 22 ára í dag. Charley er einn alefnilegasti kylfingur Bretlands. Hún komst fyrst í fréttirnar fyrir u.þ.b. 5 árum, þar sem hún fékk ekki að taka þátt í Curtis Cup vegna þess að hún þáði boð um að keppa á Kraft Nabisco risamótinu í lok þessa mánaðar og komst þ.a.l. ekki á æfingu með liði Breta&Íra. Sjá nánar eldri frétt Golf 1 þar um, SMELLIÐ HÉR: Charley var yngst í sigurliði Solheim Cup 2013 og lagði þar sitt lóð á vogarskálarnar. Eins var hún í Solheim Cup liði Evrópu 2015 og 2017. Charley er með keppnisrétt bæði Lesa meira

stjori | mars. 20. 2018 | 09:00

Golf 1 liggur niðri í dag!

Golf 1 fréttavefurinn mun liggja niðri í dag, 20. mars 2018,  vegna uppfærslna á honum. Það munu því ekki birtast neinar fréttir á Golf 1  a.m.k. næstu  24 klst. Verið er að gera vefinn skalanlegan á öll viðtæki, þannig að framvegis verði t.a.m. hægt að lesa fréttir á farsímum og öðrum snjalltækjum. Er þetta gert til þess að auka gæði og þjónustu við lesendur og auglýsendur Golf 1. Nýr og betri vefur lítur síðan dagsins ljós næsta dag! 🙂