Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2018 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen og ULM í 12. sæti e. 2. dag á Tiger Golf Classic

Eva Karen Björnsdóttir, GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu University of Louisiana at Monroe (ULM) taka þátt í LSU Tiger Golf Classic mótinu. Mótið fer fram í Baton Rouge, Louisiana, dagana 23.-25. mars og lýkur í dag. Þátttakendur eru 72 frá 12 háskólum. Eftir 2 spilaða hringi er Eva Karen á næstbesta skori háskólaliðs síns, á 22 yfir pari, 166 höggum (87 79)  og T-61. Lið Evu Karenar, ULM, er í 12. sæti liðakeppninnar. Til þess að sjá stöðuna á LSU Tiger Golf Classic SMELLIÐ HÉR:  Aðalfréttagluggi: Eva Karen Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2018 | 02:00

WGC: 4 manna úrslit – Hápunktar 16 manna og fjórðungsúrslita

Þeir 4 sem keppa til úrslita á heimsmótinu í holukeppni, m.ö.o. WGC Dell Technologies Match Play eru Justin Thomas sem mætir Bubba Watson og Kevin Kisner sem mætir Alex Norén. Einn af þessum fjórum stendur uppi sem heimsmeistari í holukeppni á morgun! Sjá má hápunkta í 16 manna og fjórðungsúrslitum með því að SMELLA HÉR:  Úrslit í fjórðungsúrslitunum voru sem hér segir: Bubba Watson vann Kiradech Aphibarnrat 5 &3 Justin Thomas vann Kyle Stanley 2&1 Alexander Norén vann Cameron Smith 4&2  og Kevin Kisner fór auðveldlega með Ian Poulter 8&6.   Svona fóru leikar í 16 manna úrslitum: Bubba Watson vann Brian Harman 2 & 1 Justin Thomas vann Si Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2018 | 21:00

LPGA: Ólafía á 68 á 3. degi Kia

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er að gera frábæra hluti á Kia Classic mótinu. Í gær komst hún í gegnum niðurskurð, lék 2. hringinn á 1 undir pari og var á sléttu pari fyrir 3. hringinn. Í dag á 3. hring lék hún á 68 glæsihöggum!!! Frábært hjá Ólafíu Þórunni!!! Samtals er Ólafía Þórunn því á 4 undir pari, 212 höggum (73 71 68). Á glæsihringnum í dag fékk Ólafía Þórunn hvorki fleiri né færri en 8 fugla, en því miður líka 4 skolla. Ólafía Þórunn er T-35, þ.e. deilir 35. sætinu með 4 frábærum kylfingum Solehim Cup stjörnunni Charley Hull, hinni kanadísku Brooke Henderson, Ayako Uehara frá Japan og Angelu Stanford Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Baldvin Jóhanns- son og Andrés Jón Davíðsson – 24. mars 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Andrés Jón Davíðsson og Baldvin Jóhannsson. Baldvin er fæddur 24. mars 1938 og því 80 ára stórafmæli í dag. Sjá má skemmtilegt eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Elsku Balli – innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Andrés Jón er fæddur 24. mars 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Andrés Jón er í einu orði frábær!…  m.a. sem golfkennari og hefir á ferli sínum t.d. þjálfað Birgi Leif Hafþórsson. Elsku Andrés Jón – innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Pat Bradley,(frænka Keegan) 24. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2018 | 08:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel og Birgir úr leik í Kenía

Atvinnukylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, og Axel Bóasson úr GK, eru báðir úr leik á Barclays mótinu sem fram fer í Kenía í Afríku. Mótið var jafnframt fyrsta mót tímabilsins á næst sterkustu mótaröð Evrópu í karlaflokki, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Íslensku kylfingarnir léku báðir fyrstu tvo hringina á +2 samtals og voru þeir einu höggi frá því að komast áfram. Sjá má stöðuna á Barclays mótinu með því að SMELLA HÉR: Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Evrópu. Birgir Leifur sigraði á einu móti í fyrra á þessari mótaröð og var það jafnframt fyrsti sigur hjá íslenskum kylfingi á mótaröð í næst efsta styrkleikaflokki atvinnukylfinga. Mótið fer Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2018

Það er Kristín Sigurbergsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristín er fædd 23. mars 1963. Kristín er úr mikilli, landsfrægri golffjölskyldu úr Hafnarfirðinum, sem öll eru í Golfklúbbnum Keili. Af fjölmörgum afrekum fjölskyldu Kristínar á golfsviðinu nægir að nefna Kristín sigraði í 1. flokk á Íslandsmóti 35+, árið 2011 auk þess sem hún hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og er alltaf meðal þeirra efstu. Kristín varð Íslandsmeistari í flokki 50+ með forgöf 2013. Kristín er gift Bóas og eiga þau eins og áður segir tvö börn Axel og Jódísi. Komast má á facebooksíðu Kristínar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Kristin Sigurbergsdóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2018 | 10:00

Dagbjartur með í sterku móti í Frakklandi

Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur verður á meðal keppenda á sterku piltamóti í Frakklandi, Internationaux de France U18 Garçons – Trophée Michel Carlhian. Keppt er á Golf de Saint Germain vellinum dagana 29. mars – 2. apríl.  Keppendur eru 18 ára og yngri. Dagbjartur varð tvöfaldur Íslandsmeistari í fyrra í aldursflokknum 15-16 ára. Hann sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni og á Íslandsmótinu í golfi í flokki 15-16 ára. Komast má á heimasíðu Golf de Saint Germain með því að SMELLA HÉR:  Aðalfréttagluggi: Dagbjartur Sigurbrandsson. Mynd: Golf 1

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2018 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Albany luku keppni í 2. sæti á Hilton Head

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany tóku þátt í Wofford Low Country Intercollegiate Golf Championship í Moss Creek golfklúbbnum, á Hilton Head Island, í Suður-Karólínu, dagana 17.-18. mars sl. Þátttakendur voru 76 í 14 háskólaliðum. Helga Kristín lauk keppni T-16  í einstaklingskeppninni, lék samtals á 11 yfir pari, 155 höggum (78 77). Lið Albany varð í 2. sæti í liðakeppninni, sem er glæsilegt!!! Sjá má lokastöðuna á Wofford Low Country mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Helgu Kristínar og Albany hefst á morgun 24. mars 2018 í Deland, Flórída.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2018 | 08:00

WGC: Viðureign Reed og Spieth í dag

Dell Technologies heimsmótið í holukeppni er í fullum gangi. Í dag fer fram spennandi viðureign Patrick Reed og Jordan Spieth. Þeir eru samherjar í Forsetabikarnum og Ryder bikarnum, en í þessu móti eru þeir andstæðingar. Og það er allt undir því sá sem tapar fer heim. Jordan Spieth hafði betur gegn Haotong Li 4&2  og í 4. riðli mætir hann því Ryder Cup félaga sínum Patrick Reed, sem hafði betur gegn Charl Schwartzel með fugli á lokaholunni. Barátta upp á líf og dauða framundan í dag hjá Reed og Spieth og verður gaman að sjá hvor hefur betur!

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2018 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku keppni í Georgíu í 11. sæti!

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans i bandaríska háskólagolfinu luku leik á Schenkel Invitational mótinu, sem fram fór dagana  í Forest Heights CC í Statesboro í Georgíu. Rúnar lék samtals á 3 yfir pari, 219 höggum (75 69 75) og lauk keppni T-48. Lið Rúnars University of Minnesota lauk keppni í 11. sæti í liðakeppninni af 14 háskólaliðum, sem kepptu í mótinu. Sjá má lokastöðuna á Schenkel Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Rúnars og Minnesota „The Goodwin“ hefst 29. mars í Kaliforníu.