Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2018 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki lauk keppni í 5. sæti og Gísli T-29 á Hootie Int.

Þeir Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson tóku þátt í mótinu Hootie at Bulls Bay líka nefnt Hootie Intercollegiate. Mótið fór fram í Charleston, S-Karólínu, dagana 25.-27. mars og lauk í dag. Bjarki náði þein glæsilega árangri að landa 5. sætinu en heildarskor hans var 7 undir pari, 209 högg (70 70 69)!!!! Frábært hjá Bjarka!!! Gísli lauk keppni T-29. Heildarskor hans var 2 yfir pari, 218 högg (73 75 70). Til þess að sjá lokastöðuna á Hooti Int. SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2018 | 22:00

Hvað var í sigurpoka Bubba?

„Ég hata að þurfa að breyta um golfútbúnað“ sagði Bubba Watson fyrir nokkrum árum og flestir kylfingar eru e.t.v. sömu skoðunar, en sumir fastheldnari en aðrir. Eftirfarandi kylfur og útbúnaður voru í poka Bubba, þegar hann varð heimsmeistari í holukeppni: Bolti: Titleist Pro V1x. Dræver: Ping G400 LST (Grafalloy BiMatrx), 7.6° með bleiku skafti. 3-tré: Ping G, 13.2°. Járn (2): Ping iBlade; (4-PW): Ping S55. Fleygjárn: Ping Glide 2.0 (51.6, 55.3, 62.8 °) Pútter: Ping PLD.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2018 | 20:00

Heimslistinn: Bubba kominn í 21. sætið

Bubba Watson, nýbakaður heimsmeistari í holukeppni fór upp um 18 sæti vegna sigurs síns í Dell Technology heimsmótinu í holukeppni, sem lauk nú um helgina. Hann var í 39. sæti heimslistans en er nú kominn í 21. sæti. Bubba hækkar sig ekki jafnmikið og þegar hann sigraði á Genesis Open fyrr á árinu en þá var hann fyrir mót í 117. sæti og fór upp í 40. sæti vegna sigursins eða um heil 77 sæti. Eftir því sem ofar dregur á heimslistanum því hægar hækka kylfingarnir sig. Sjá má stöðu 10 efstu kylfinga á heimslistanum hér fyrir neðan: 1 Dustin Johnson 9.88 stig 2 Justin Thomas 9.49 stig 3 Jon Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku keppni í 11. sæti í Georgia

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon tóku þátt í John Kirk/Panther Intercollegiate mótinu. Mótið fór fram dagana 25.-27. mars og lauk því í dag. Mótsstaður var Eagle’s Landing Country Club, í Stockbridge, Georgía, en völlurinn þar er par-72 og 6043 yarda (5525.7 metra). Þátttakendur voru 89 frá 17 háskólum. Gunnhildur lauk keppni T-46, þ.e. jöfn 2 öðrum keppendum í 46. sæti en heildarskor hennar var 21 yfir pari, 237 högg (74 81 82). Elon varð í 11. sæti í liðkeppninni. Í mótinu tók einnig þátt Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, og golflið hennar Eastern Kentucky University (EKU) en hún varð að draga sig úr mótinu vegna meiðsla. Næsta mót Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ricardo Mario Villalobos – 27. mars 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Ricardo Mario Villalobos. Ricardo er fæddur 27. mars 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Hann hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum, með góðum árangri. Komast má á facebook síðu Ricardo til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Ricardo Mario Villalobos (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: June Beebe Atwood, f. 27. mars 1913 – d. 10. nóvember 2003; Steinunn Jónsdóttir, 27. mars 1951 (67 ára); Eysteinn Marvinsson, 27. mars 1969 (49 ára); Ignacio Garrido, 27. mars 1972 (46 ára); David Dixon, 27. mars 1977 (41 árs); rússneski kylfingurinn María Verchenova, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2018 | 23:00

WGC: Bubba heimsmeistari í holukeppni

Það var Bubba Watson sem stóð uppi sem sigurvegari á heimsmótinu í holukeppni, (ens. Dell Technologies Match Play) í Austin Texas. Bubba komst í úrslitaleikinn með því að hafa betur gegn Justin Thomas (JT) og kom þannig í veg fyrir að Thomas næði 1. sæti heimslistans í fyrsta sinn. Í úrslitaleiknum sjálfum fór hann léttilega með mótherja sinn Kevin Kisner, sem áður var búinn að vinna Svíann Alex Norén. Lokatölur í viðureign Bubba og Kevin Kisner voru 7&6. Bubba var ekki eins skarpur í leik sínum gegn Kisner og gegn JT. Þannig hefði hann getað unnið  fyrstu 6 holurnar ef hann hefði ekki misst rúmlega 1,3 m pútt fyrir fugli á par-5 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2018 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen og ULM luku keppni í 12. sæti í Louisiana

Eva Karen Björnsdóttir, GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu University of Louisiana at Monroe (ULM) tóku þátt í LSU Tiger Golf Classic mótinu. Mótið fór fram í Baton Rouge, Louisiana, dagana 23.-25. mars sl. Þátttakendur voru 72 frá 12 háskólum. Eva Karen lauk keppni á  36 yfir pari, 252 höggum (87 79 86) og varð T-67 þ.e. jöfn einum öðrum keppanda í 67. sæti í mótinu. Lið Evu Karenar, ULM, varð í 12. sæti liðakeppninnar og Eva Karen á næstbesta skori liðsins. Til þess að sjá lokastöðuna á LSU Tiger Golf Classic SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Evu Karenar og ULM er 30. mars nk. í Kentucky. Aðalfréttagluggi: Eva Karen Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brynja Haraldsdóttir – 26. mars 2018

Það er Brynja Haraldsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún er fædd 26. mars 1968 og á því 50 ára stórafmæli!!! Brynja er í Golfklúbbi Patreksfjarðar (GP). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Brynja Haraldsdóttir – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru Edith Cummings, 26. mars;  David Delong, 26. mars 1959 (59 ára); Debbie Hall, 26. mars 1960 (58 ára); Arnar Birgisson, 26. mars 1965 (53 ára); Lee Porter, 26. mars 1966 (52 ára); Ian Guy Hutchings, 26. mars 1968 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Rachel Raastad, (norsk – spilar á LET access), Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2018 | 23:00

LPGA: Ólafía lauk keppni á Kia Classic T-76

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk keppni á  Kia Classic mótinu, sem fram fór í Carlsbad, Kaliforníu. Fyrir lokahringinn var Ólafía Þórunn T-35, eftir frábæran hring upp á 4 undir pari, 68 höggum!!! Hún átti hins vegar ekki draumalokahringinn, lauk keppni með 10 högga sveiflu á 6 yfir pari, 78 höggum og féll þar með niður skortöfluna um 41 sæti. Samtals lék Ólafía Þórunn því á 2 yfir pari, 290 höggum (73 71 68 78). Fyrir frammistöðu sína í mótinu hlaut Ólafía Þórunn tékka upp á $3,215.00. Til þess að sjá lokastöðuna á Kia Classic SMELLIÐ HÉR: Í mótinu sigraði Eun-Hee Ji á samtals 16 undir pari, 272 höggum (70 68 67 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Brá Björgvinsdóttir – 25. mars 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Guðrún Brá er fædd 25. mars 1994 og á því 24 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Guðrúnu Brá til hamingju með afmælið Guðrún Brá Björgvinsdóttir (24 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Guðrún Brá er fædd 25. mars 1994 og á því 24 ára afmæli í dag!!! Guðrún Brá er í Golfklúbbnum Keili. Hún er útskrifuð frá Fresno State háskólanum í Kaliforníu, þar sem hún spilaði golf með The Bulldogs, kvennaliði skólans í golfi. Guðrún Brá var valin efnilegasta golfkona Íslands 2010 og átti mjög farsælan feril á unglingamótaröðunum. Þannig varð Lesa meira