Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2018 | 22:00

LPGA: Ólafía úr leik á ANA Inspiration

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir náði í kvöld ekki niðurskurði á ANA Inspiration, fyrsta kvenrisamóti ársins af fimm. Hún lék á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (72 78). Niðurskurðurinn miðaðist við 1 yfir pari og betra og hefði Ólafía því aðeins mátt vera á 1 yfir pari til að spila um helgina. Á hringnum í kvöld fékk Ólafía aðeins 1 fugl,  en 3 skolla og 2 tvöfalda skolla. Það slæma við að komast ekki í gegnum niðurskurð er að Ólafía er dottin út af topp-1oo á stigalistanum, er eftir mótið í 103. sæti. Hún þarf að vera meðal efstu 100 ef hún ætlar að halda spilarétti sínum á LPGA…. en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur T-22 e. 1. dag í Kentucky

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu hófu í dag keppni á Colonel Classic mótinu, sem fram fer í Arlington – University Club at Arlington, í Kentucky. Mótið stendur dagana 30.-31. mars og lýkur því á morgun. Þátttakendur eru 90 frá 14 háskólum. Eftir 1. dag er Ragnhildur jöfn í 22.. sætinu og á 3. besta skori liðs síns Eastern Kentucky University (EKU), en hún kom í hús í dag á 4 yfir pari, 76 höggum. Lið Ragnhildar, EKU er í 3. sæti í liðakeppninni. Í mótinu tekur einnig þátt Eva Karen Björnsdóttir, GR, með liði sínu University of Louisiana at Monroe (ULM). Eva Karen er T-67 eftir 1. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Húbertsson og Ólafur Hreinn Jóhannesson – 30. mars 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Húbertsson, „Gústi“ fyrrum framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Ágúst er fæddur 30. mars 1943 og á því 75 ára merkisafmæli í dag!!! Golf 1 tók fyrir nokkru viðtal við afmæliskylfing dagsins sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Hinn afmæliskylfingurinn er Ólafur Hreinn Jóhannesson. Hann er fæddur 30. mars 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Ólafur Hreinn Jóhannesson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Paul „Joey“ Sindelar, 30. mars 1958 (60 ára MERKSAFMÆLI!!!); Jenny Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2018 | 19:00

LPGA: Ás Ólafíu – Myndskeið

Það eru engin mörk á því hversu glæsileg Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR og á LPGA er! Hún hóf keppni fyrst af öllum í morgun, í fyrsta sinn sem hún tekur þátt á ANA Inspiration, sem reyndar er 4. risamótið sem hún keppir í – hún er sá íslenski kylfingur sem keppt hefir á flestum risamótum – …. og viti menn hún fer holu í höggi!!! Fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að fara holu í höggi á móti LPGA!!! Fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að fara holu í höggi á risamóti!!! Hún setur hvert metið á fætur öðru!!! Höggið góða kom á par-3 17. holunni á Dinah Shore Tournament vellinum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Aditi Ashok ——– 29. mars 2018

Afmæliskylfingur dagsins er indverski kylfingurinn Aditi Ashok, en hún er fædd 29. mars 1998 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Aditi spilar á bandarísku LPGA mótaröðinni. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ernest Joseph (E. J.) „Dutch“ Harrison f. 29. mars 1910 – 19. júní 1982; Toggi Bjöss, 29. mars 1944 (74 ára); Sue Fogleman, 29. mars 1956 (62 ára) spilaði á LPGA; Gunnar Páll Þórisson GKG, 29. mars 1961 (57 ára); Kirk Allan Triplett, 29. mars 1962 (56 ára); Lori Atsedes, 29. mars 1964 (54 ára); Ingimar Kr Jónsson, 29. mars 1970 (48 ára); Gudrun Þórs, 29. mars 1972 (46 ára); Gerina Piller, 29. mars Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2018 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og Drake urðu í 12. sæti á Red Rocks Inv.

Sigurlaug Rún Jónsdóttir og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu kepptu á Red Rocks Invitational mótinu. Mótið fór fram dagana 25.-26. mars sl. í  Oak Creek Country Club, í Sedona, Arizona. Þátttakendur voru 96 frá 16 háskólum. Sigurlaug Rún varð T-78 í einstaklingskeppninni á heildarskori upp á 254 högg (86 84 84). Drake varð í 12. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Red Rocks Inv. SMELLIÐ HÉR:  Næst mót Drake er 30. mars í Illinois.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2018 | 08:30

Daníel Ísak lauk keppni T-13 á Möltu

Daníel Ísak Steinarsson, GK tók þátt í Malta Junior Main Open Competition 2018, en mótið fór fram í Royal Malta Golf Club, dagana 26.-28. mars 2018 og lauk hann því keppni í gær. Komast má á heimasíðu þessa klúbbs, sem stofnaður var 1888 með því að SMELLA HÉR:  Þátttakendur í mótinu voru 94. Daníel Ísak lék mótshringina 3 á samtals 20 yfir pari, 224 höggum (74 68 82) og varð jafn 2 Þjóðverjum í 13. sæti. Daníel Ísak átti glæsilegan 2. hring, þar sem hann lék völlinn á 68 höggum, sem er par vallar, en mjög fá viðlíka skor sáust í mótinu. Fyrir lokahringinn var Daníel Ísak í 3. sæti. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2018 | 06:30

LPGA: Ólafía fer út kl. 14:10 í dag

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur þátt í 1. kvenrisamóti ársins, ANA Inspiration, sem hefst í dag í Mission Hills Country Club í Rancho Mirage, sem er suð-austur af Palm Springs í Kaliforníu. Spilað er á Dinah Shore Tournament vellinum, en mótið hét lengi vel eftir leikkonunni, Dinuh Shore, sem verður lengi minnst sem einum mesta bakhjarli kvennagolfs, en hún spilaði einnig golf sjálf. Þannig hét mótið á fyrstu árum sínum eftir Dinuh þ.e.  1972-1980 „The Colgate-Dinah Shore Winner’s Circle“; árið 1981 Colgate-Dinah Shore og 1982 Nabisco Dinah Shore Invitational og 1983-1999  Nabisco Dinah Shore. Mótið hefir borið nafnið Ana Inspiration frá og með árinu 2015, en hét frá árinu 2000 og þar til það hlaut núverandi nafn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og The Ragin Cajuns sigruðu!!!

Björn Óskar Guðjónsson, GM, og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, The Ragin Cajuns í Louisiana Lafayette háskólanum tóku þátt í Lake Charles Invitational mótinu, sem fram fór 26.-27. mars sl. Mótið fór fram í The Golden Nugget CC við Lake Charles í Louisiana. Þátttakendur voru 61 frá 11 háskólum. Björn Óskar náði þeim glæsilega árangri að landa 3. sætinu í einstaklingskeppninni, en hann lék á 8 undir pari, 208 höggum (71 69 68). Lið Björn Óskars sigraði í mótinu!!! Glæsilegt!!! Næsta mót Björns Óskars og The Ragin Cajuns er 7. apríl n.k. Aðalfréttagluggi: Björn Óskar Guðjónsson, GM og The Ragin Cajuns. Björn Óskar er 4. frá vinstri  

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Svansson – 28. mars 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Arnar Svansson. Arnar er fæddur 28. mars 1977 og á því 41 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Arnars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Arnar Svansson (Innilega til hamingju með 41 árs afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Ray, 28. mars 1872 – d. 26. ágúst 1943; Jónas Þórir Þórisson, 28. mars 1956 (62 ára); Áslaug Auður Guðmundsdóttir, 28. mars 1972 (46 ára); Axel Óli Ægisson, 28. mars 1976 (42 ára); Liebelei Elena Lawerence, 28. mars 1986 (32 ára); Scott Langley, 28. mars 1989 (29 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum sem Lesa meira