Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2018 | 08:00

PGA: 3 leiða í hálfleik á Quicken Loans

Það eru bandarísku kylfingarnir Beau Hossler, Ryan Armour og Brian Gay sem leiða eftir 2 hringi á Quicken Loans National mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Þremenningarnir eru búnir að spila á samtals 9 undir pari, hver. Francesco Molinari og Billy Horschel deila 4. sætinu einu höggi á eftir þ.e. á 8 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Quicken Loans SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Quicken Loans að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:  Sjá má kynningu Golf 1 á nýliðanum Hossler með því að SMELLA HÉR:  og kynningu á Ryan Armour með því að SMELLA HÉR:   Á mynd: Nýliðinn Beau Hossler

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2018 | 22:30

LPGA: Ólafía á parinu e. fyrri 9 á 2. hring KPMG risamótsins

Ólafía Þórunn er á parinu eftir fyrri 9 á 2. hring KPMG risamótsins. Sem stendur lítur vel út fyrir að hún muni ná niðurskurði … en samt það er eftir að spila 9 holur. Ólafía er búin að fá 2 fugla og 2 skolla. Þetta er 15. LPGA mót Ólafíu og það væri hreint frábært ef henni tækist að komast gegnum niðurskurð á risamóti!!! Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2018 | 21:00

LEK: Landslið karla 70+ varð í 5. sæti á ESGA móti í Portúgal!!!

Íslenska landsliðið skipað körlum 70 ára og eldri náði góðum árangri á ESGA Masters Team Championship & Cup 2018. Mótið fór fram í Lissabon í Portúgal dagana 18.-21. júní. Liðið endaði í fimmta sæti en alls tóku 19 þjóðir þátt. Þetta er besti árangur sem íslenskt lið skipað leikmönnum 70 ára og eldri hefur náð í þessari keppni. Í hópnum voru: Axel Jóhann Ágústsson, Bjarni Jónsson, Gunnsteinn Skúlason, Óli Viðar Thorstensen, Þorsteinn Geirharðsson og Þórhallur Sigurðsson. Fararstjóri var Baldur Gíslason. Texti: GSÍ Mynd: ESGA

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2018 | 20:00

Evróputúrinn: Kinhult leiðir í hálfleik í París

Það er sænski kylfingurinn Marcus Kinhult, sem er í forystu á HNA Open de France, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Kinhult hefir spilað á samtals 6 undir pari, 136 höggum (71 65). Hann hefir 2 högga forystu á þann sem næstur kemur, Englendinginn Chris Wood, sem spilað hefir á samtals 4 undir pari. Spilað er á sama velli og Ryderinn fer fram á næsta haust, Le Golf National í París. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á HNA Open de France SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á HNA Open de France SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2018 | 19:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel komst ekki í g. niðurskurð í Danmörku

Axel Bóasson, GK tók þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Made in Denmark Challenge. Mótið fór fram á Himmerland Golf & Spa Resort í Farsö, Danmörku. Axel lék á samtals 9 yfir pari, 151 höggi (74 77) og komst því miður ekki í gegnum niðurskurð. Niðurskurður var miðaður við samtals 1 yfir pari eða betra. Til þess að sjá stöðuna á Made in Denmark Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2018 | 18:00

LET Access: Berglind og Guðrún Brá úr leik á Belfius Ladies Open

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tóku þátt í Belfius Ladies Open, en eru báðar úr leik. Aðeins munaði 3 höggum að Guðrún Brá kæmist í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við 9 yfir pari eða betra eftir 2 hringi. Guðrún Brá lék á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (77 79). Berglind hins vegar lék á samtals 22 yfir pari, 166 höggum ( 79 87). Efst í mótinu eftir 2 hringi er Emma Nilsson frá Svíþjóð á samtals 4 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Belfius Ladies Open SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson og Jóel Gauti Bjarkason ———— 29. júní 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru Íslandsmeistarinn í holukeppni 2017, Egill Ragnar Gunnarsson og  Jóel Gauti Bjarkason. Báðir eru þeir í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.  Jóel Gauti er fæddur 29. júní 1998 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Jóels Bjarka til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Jóel Gauti Bjarkason – 20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Egill Ragnar er fæddur 29. júní 1996 og á því 22 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Egils Ragnars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Egill Ragnar Gunnarsson – Innilega til hamingju með 22 ára Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2018 | 15:00

Ólafía Þórunn fer út kl. 19:30 á KPMG risamótinu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer út kl. 19:30 á 2. hring KMPG Women´s PGA Championship, sem er 3. kvenrisamót ársins. Henni gekk ágætlega í gær – lék 1. hring á 1 yfir pari, Kemper vallarins í Illinois þ.e. 73 höggum og vonandi að hún haldi sínu striki í dag. Þetta er 15. LPGA mót Ólafíu Þórunnar í ár og hún hefir 4 sinnum komist í gegnum niðurskurð. Það er vonandi að Ólafía komist í gegnum niðurskurð og skemmtilegt föstudagskvöld framundan, þar sem fylgst verður með Ólafíu!!! Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Freyja Benediktsdóttir. Freyja er fædd 28. júní 1953 og er því 65 ára. Sambýlismaður Freyju er Einar Jóhann Herbertsson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Freyja Benediktsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter H. Oakley, 28. júní 1949 (69 ára); Jim Nelford, 28. júní 1955 (63 ára); Warren Abery 28. júní 1973 (45 ára) ….. og ….. Kollu Keramik (65 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2018 | 12:00

Bjarki byrjaði vel á Evrópumóti áhugakylfinga í Hollandi!

Aron Snær Júlíusson úr GKG, Bjarki Pétursson úr GB og Gísli Sveinbergsson úr GK eru á meðal 144 keppenda á Evrópumót áhugamanna. Mótið hófst á miðvikudag og fer það fram á Royal Hague Golf & Country Club, í Hollandi. Bjarki lék á 71 höggum – eða -1 á fyrsta hringnum og er T-16. Gísli lék á 77 höggum eða +5 á fyrsta hringnum. Aron Snær lék á 80 höggum eða +8 á fyrsta hringnum. Sjá má stöðuna á Evrópumóti áhugamanna með því að SMELLA HÉR:  Alls eru leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum og komast 60 efstu í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdeginum. Það er að miklu að keppa Lesa meira