Evróputúrinn: Norén sigraði í París
Það var Alexander Norén frá Svíþjóð sem stóð uppi sem sigurvegari í HNA Open de France. Sigurskor Norén var 7 undir pari, 277 högg (73 72 65 67). Öðru sætinu deildu 3 kylfingar: bandaríski kylfingurinn Julian Suri, Russell Knox frá Skotlandi og Chris Wood frá Englandi, allir aðeins 1 höggi á eftir Norén. Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á HNA Open de France SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á HNA Open de France SMELLIÐ HÉR:
Eimskipsmótaröðin (5): Rúnar og Ragnhildur Íslandsmeistarar í holukeppni
Íslandsmótið í holukeppni, Origo-bikarinn, fór fram á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja, þar sem að bestu kylfingar landsins kepptu um einn af stóru titlunum í íslensku golfi. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu á Íslandi. Rúnar Arnórsson úr Keili Hafnarfrði sigraði í karlaflokki eftir 3/2 sigur gegn félaga sínum í Keili Birgi Magnússyni. Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í kvennaflokki eftir 2/1 sigur gegn Helgu Kristínu Einarsdóttur úr Keili. Origo-bikarinn fór nú fram í 31. skipti en fyrst var keppt á Íslandsmótinu í holukeppni árið 1988. Alls voru 32 karlar og 24 konur sem hófu keppni s.l. föstudag en leikin var riðlakeppni í fyrstu þremur umferðunum. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Júlíana Kristný Sigurðardóttir – 1. júlí 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Júlíana Kristný Sigurðardóttir, Júlíana Kristný er fædd 1. júlí 1998 og á því 20 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Oddnýju til hamingju með afmælið hér að neðan: Júlíana Kristný Sigurðardóttir (20 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Oddný Hrafnsdóttir., 1. júlí 1962 (56 ára); Julien Guerrier, 1. júlí 1985 (33 ára); Jade Schaeffer, 1. júlí 1986 (32 ára); ….. og …..Classic Sportbar; Lipurtá Snyrtistofa (31 árs); Bluessamband Reykjavíkur (32 ára); Sportstöðin Selfossi; Glingur Net; Hljómsveitin Allt Í Einu; Veiðifélag Bjarnareyinga (108 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum Lesa meira
Svala og Sigmundur Íslandsmeistarar 35+
Íslandsmót (Mid/Am) Icelandair +35 í golfi lauk í dag á Húsatóftavelli hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Sigmundur Einar Másson úr GKG fagnaði sigri í karlaflokki og Svala Óskarsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni sigraði í kvennaflokki. Úrslitin í kvennaflokki réðust eftir þriggja holu umspil. Íslandsmeistarar 35 ára og eldri í kvenna og karlaflokkum verða fulltrúar Íslands á alþjóðlegu MidAm móti árið 2019, uppfylli þeir keppnisskilmála mótsins. Lokastaðan: 1. flokkur karla – 35 og eldri 1. Sigmundur Einar Másson, GKG (73-69-69) 211 högg (+1) 2. Guðmundur Arason, GR (73-71-70) 214 högg (+4) 3.-4. Nökkvi Gunnarsson, NK (85-66-68) 219 högg (+9) 3.-4. Þröstur Ástþórsson, GS (76-70-73) 219 högg (+9) 5.-6. Helgi Runólfsson, GK (76-75-69) 220 högg Lesa meira
Golfgrín á laugardegi 2018 (11)
The Montana State Department of Fish and Wildlife is advising golfers to take extra precautions, and be on the alert for bears while playing on Gallatin, Helena, and Lewis and Clark National Forest’s golf courses. They advise golfers to wear noise-producing devices such as little bells on their clothing to alert, but not to startle the bears unexpectedly. They also advise golfers to carry pepper spray in the case of an encounter with a bear. They say that it’s also a good idea to watch for signs of bear activity on the courses. They recommend that golfers be educated so that they can recognize the difference between Black bear and Lesa meira
Áskorendamótaröðin (3): Úrslit
Fyrir viku síðan, 23. júní 2018, fór fram keppni í yngri flokkum á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Mótsstaður var Kálfatjarnarvöllur á Vatnsleysunni. Vegna veðurs spiluðu allir yngri flokkarnir 9 holur. Úrslit urðu eftirfarandi: Hnátur 10 ára og yngri 1. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR 52 2. Ebba Guðríður Ægisdóttir, GK 60 Hnokkar 10 ára og yngri: 1. Hjalti Kristján Hjaltason, GR 42 2. Gunnar Þór Heimisson, GKG 56 3. Máni Freyr Vigfússon, GK 59 Hnokkar 12 ára og yngri: 1. Jón Gunnar Kanishka Shiransson, GÍ 45 2. Stefán Jökull Bragason, GKG 49 3. Daníel Björn Baldursson, GR 50 Hnátur 12 ára og yngri: 1. Lilja Grétarsdóttir, GR 66 2. Una Karen Guðmundsdóttir, GSS Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ómar Bogason —– 30. júní 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Ómar Bogason. Ómar er fæddur 30. júní 1960 og er því 58 ára í dag. Ómar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar (GSF). Ómar er kvæntur Margréti Urði Snorradóttur og á börnin: Arnar Boga, Helga, Urði Örnu og Dagnýju Erlu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér til þess að óska honum til hamingju með daginn Ómar Bogason – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: William Park Sr., f. 30. júní 1833 – d. 25. júlí 1903 ; Harriot Sumner Curtis, f. 30. júní 1881 – d. 25. október 1974; Veronica Felibert frá Venezuela, 30. júní 1985 (33 ára) …. og Lesa meira
Bjarki lauk keppni T-21 á Evrópumóti áhugakylfinga
Aron Snær Júlíusson úr GKG, Bjarki Pétursson úr GB og Gísli Sveinbergsson úr GK voru á meðal 144 keppenda á Evrópumót áhugamanna. Mótið hófst á miðvikudag og fór fram á Royal Hague Golf & Country Club, í Hollandi. Alls voru leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum og komust 60 efstu í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdeginum. Aron Snær og Gísli komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Það gerði hins vegar Bjarki og lék hann á samtals og landaði 21. sætinu!!! Glæsilegt hjá Bjarka!!! Lokaskor Bjarka var 1 undir pari, 287 högg (71 75 69 72) Sjá má lokastöðuna á Evrópumóti áhugamanna með því að SMELLA HÉR: Það var að miklu Lesa meira
PGA: Tiger m/ högg 2. dags á Quicken Loans
Tiger Woods er T-11 á 5 undir pari, 135 höggum (70 65) á Quicken Loans National, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Aðeins 4 höggum frá þremenningunum sem deila forystunni!!! Tiger spilaði gullfallegt golf og glitti í gamla snilli á köflum og var högg hans á lokaholunni m.a valið högg dagsins. Högg dagsins hjá Tiger kom á par-4 18. holunni og var fyrir fugli af 33 m fjarlægð . Til þess að sjá hápunkta í leik Tiger á 2. hring Quicken Loans SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Munaði 1 höggi að Ólafía næði niðurskurði á KPMG risamótinu!
Það munaði aðeins 1 höggi að Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, kæmist í gegnum niðurskurð á KPMG Women´s PGA Championship risamótinu. Niðurskurður var miðaður við 3 yfir pari eða betra en Ólafía var á 4 yfir pari. Ólafía lék fyrri hringinn á 1 yfir pari, 73 höggum og var jafnvel í ágætis málum eftir fyrri 9 á 2. hring, þ.e. á sléttu pari fyrri 9 og því samtals 1 yfir pari. Seinni 9 á 2. hring spiluðust hins vegar afar illa – Ólafía fékk aðeins 1 fugl en 4 skolla og því samtals á 3 yfir pari, 75 höggum seinni daginn. Allt gerði þetta að verkum að Ólafía var á Lesa meira










