Íslandsbankamótaröðin (4): Kristófer Karl Íslandsmeistari í fl. 17-18 ára pilta
Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri sl. helgi. Íslandsmeistari í holukeppni 17-18 ára pilta 2018 er Kristófer Karl Karlsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM). Hann vann lokaviðureignina gegn Viktori Inga Einarssyni, GR 1&0. Í viðureign um bronsið hafði Sigurður Bjarki Blumenstein betur gegn Páli Birki Reynisson 3&2. Sjá má skema yfir viðureignir frá 16 manna úrslitum í flokki 17-18 ára pilta á Íslandsmótinu í holukeppni hér að neðan:
Íslandsbankamótaröðin (4): Nína Margrét Íslandsmeistari í stelpnaflokki
Það voru GR-ingarnir Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Nína Margrét Valtýsdóttir sem léku til úrslita á Íslandsmótinu í holukeppni unglinga í gær, í flokki 14 ára og yngri stelpna. Það var Nína Margrét sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni. Sjá má leiki í Íslandsmótinu í holukeppni í flokki 14 ára og yngri stelpna 2018 hér að neðan:
GF: Jónína Birna og Elías klúbbmeistarar 2018
Mótið hófst á föstudeginum, 20. júlí, en vegna veðurs varð að hætta leik. Mótsstjórn tók þá ákvörðun að fella niður 1. umferðina þar sem útséð var að ekki næðist að ljúka henni auk 2. umferðar á laugardeginum. Því var 2. umferð mótsins látin telja til úrslita. Leikinn var höggleikur með og án forgjafar í flokkakeppninni auk þess sem punktameistarar GF voru krýndir. Mótinu lauk með skemmtun, mat og léttum veitingum þar flottir tónlistarmenn léku fyrir veislugesti fram eftir kvöldi. Þátttaka var góð þar sem 50 kylfingar mættu til leiks. Klúbbmeistarar GF 2018 urðu þau Jónína Birna Sigmarsdóttir og Elías Kristjánsson. Heildarúrslit í Meistaramóti GF urðu eftirfarandi: Karlar 55+: 1 Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Francesco Molinari?
Stutta svarið við spurningunni í fyrirsögn greinarinnar er auðvitað: Francesco Molinari er sigurvegari 147. Opna breska! En hver er annars þessi hægláti og hógværi kylfingur, Francesco Molinari? Francesco Molinari fæddist 8. nóvember 1982 og er því 35 ára. Árið 2018 er búið að vera honum gott. Hann hefir auk Opna breska sigraði á fyrsta móti sínu á PGA Tour þ.e. Quicken Loans og eins sigraði hann í flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar 2018 BMW PGA Championship. Hann hefir sigrað í 9 mótum á atvinnumannsferli sínum 2 á PGA Tour og 6 á Evrópumótaröðrinni. Francesco Molinari er jafnframt fyrsti ítalski kylfingurinn til þess að sigra á Opna breska og reyndar fyrsti ítalski kylfingurinn til Lesa meira
Haraldur Franklín mætir á Íslandsmótið í Eyjum
Íslandsmótið í golfi hefst fimmtudaginn n.k. 26. júlí í Vestmannaeyjum. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni og keppendahópurinn er gríðarlega sterkur. Nú þegar hafa rúmlega 120 keppendur skráð sig til leiks en skráningarfrestur rennur út á miðnætti í kvöld, mánudaginn 23. júlí. Hægt er að komast inn á vefsíðu GSÍ til þess að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR: Íslandsmót í karlaflokki í golfi fór fram í fyrsta sinn árið 1942 og verður mótið í Vestmannaeyjum í ár það 77. í sögunni. Fyrstu fjögur árin var keppt í holukeppni á Íslandsmótinu en frá árinu 1946 hefur verið keppt í höggleik. Í kvennaflokki fór fyrsta Íslandsmótið fram árið 1967 Lesa meira
PGA: Barbasol lýkur á mánudaginn
Móti vikunnar á PGA mótaröðinni, Barbasol meistaramótinu, lýkur á morgun, mánudaginn vegna veðurs. Mótið fer fram í Keene Trace golfklúbbnum í Nicholasville í Kentucky. Þegar mótinu var frestað voru 4 kylfingar efstir og jafnir: Bandaríkjamennirnir Robert Streb, Hunter Mahan, Tom Lovelady og Troy Merritt. Þeir hafa allir spilað á 18 undir pari, 198 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Barbasol meistaramótinu SMELLIÐ HÉR: Í aðalfréttaglugga: Troy Merritt, sem búinn er að vera í forystu á Barbasol Championship mestallt mótið!
Opna breska 2018: Viðtal v/Tiger e. lokahringinn
Viðtal var tekið við Tiger Woods eftir lokahring Opna breska, en Tiger náði þeim glæsilega árangri að landa T-6 árangri. Tiger var á samtals 5 undir pari, 279 höggum (71 71 66 71) og 3 höggum á eftir sigurvegaranum Francesco Molinari. Sjá lokastöðuna á Opna breska 2018 með því að SMELLA HÉR: Aðspurður hvernig honum liði með árangurinn í lok móts í viðtalinu í myndskeiðinu hér að neðan, sagðist Tiger vera svolítið ergilegur út í sig; hann hefði átt tækifæri sem hann hefði ekki nýtt. Engu að síður þótti honum gott að vera í hópi þeirra sem kepptu um sigurinn og vera svona nálægt honum. Fyrir árangur sinn hlaut Tiger € Lesa meira
Opna breska 2018: Molinari sigraði!
Það var ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, sem stóð uppi sem sigurvegari á 3. risamóti ársins, Opna breska. Sigurskor Molinari var 8 undir pari, 276 högg (70 72 65 69). Molinari er fyrsti ítalski kylfingurinn til þess að sigra á Opna breska. Í 2. sæti urðu Bandaríkjamennirnir Xander Schauffele og Kevin Kisner; Rory McIlroy frá N-Írlandi og enski kylfingurinn Justin Rose. Þeir voru allir 2 höggum á eftir frábærum sigurvegara mótsins Francesco Molinari. Þetta er 147. Opna breska og fór mótið að þessu sinni fram á Carnoustie linksaranum í Skotlandi. Þetta var jafnframt fyrsta mótið sem íslenskur kylfingur var meðal keppanda, Haraldur Franklín Magnús. Til þess að sjá lokastöðuna á Opna Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2018 (6): Guðrún Brá og Henning Darri sigruðu í Hvaleyrarbikarnum
Kylfingar úr Keili stóðu uppi sem sigurvegarar á KPMG-Hvaleyrarbikarnum sem lauk í dag. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu á Íslandi. Henning Darri Þórðarson úr Keili hafði betur í bráðabana um sigurinn gegn Kristjáni Þór Einarssyni úr GM. Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði í kvennaflokki og var sigur hennar öruggur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir var með fjögurra högga forskot í kvennaflokknum fyrir lokahringinn. Hún bætti við það forskot og sigraði með sex högga mun á +4 samtals. Guðrún Brá lék jafnt golf alla þrjá keppnisdagana (72-73-72). Berglind Björnsdóttir úr GR varð önnur á +10 og Anna Sólveig Snorradóttir úr GK varð þriðja á +13 samtals. Rúnar Arnórsson úr Keili var Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þór Einarsson ——- 22. júlí 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Þór Einarsson. Þór er fæddur 22. júlí 2000 og er því 18 ára í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan: Þór Einarsson (18 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Susie Berning, 22. júlí 1941 (77 ára); Valur Valdimarsson, 22. júlí 1950 (68 ára); Carl Suneson, 22. júlí 1967 (51 árs); Rassar Í Sveit, 22. júlí 1967 (50 árs); Kristofer Helgason 22. júlí 1970 (48 ára); Kríla-peysur Fríðudóttir, 22. júlí 1973 (45 ára) Brendon Todd, 22. júlí 1985 (33 árs)…… og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og Lesa meira










