LPGA: Ólafía T-53 e. 1. dag á Pinehurst 6
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur nú þátt í lokaúrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina. Fyrsti hringur var spilaður á Pinehurst nr. 6 í N-Karólínu. Ólafía Þórunn lék á 4 yfir pari, 76 höggum; fékk 5 skolla og 1 fugl. Keppendur eru 108 en Ólafía er fyrir miðju T-53, þ.e. deilir 53. sætinu ásamt 20 öðrum og verður að gera mun betur til þess að enda meðal efstu 20, ef hún ætlar að halda sæti sínu á LPGA. Eftir 1. dag er hin kanadíska Jaclyn Lee efst en hún lék á 4 undir pari, 68 höggum. Sjá má stöðuna á lokaúrtökumóti LPGA á Pinehurst nr. 6 með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ian Michael Baker Finch – 24. október 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Ian Michael Baker Finch. Hann fæddist 24. október 1960 í Nambour, Queensland í Ástralíu og er því 58 ára í dag. Ian Michael ólst upp í sama nágrenni í Queensland og heimsþekktir ástralskir kylfingar þ.e. Greg Norman og Wayne Grady. Þekktastur er Ian Michael fyrir að sigra á Opna breska, árið 1991. Ian Michal gerðist atvinnumaður í golfi 1979. Hann segir Jack Nicklaus hafa haft mest áhrif á feril sinn, þar sem hann segist hafa byggt golfleik sinn á bók Gullna Björnsins (Nicklaus) „Golf My Way”. Á atvinnumannsferli sínum sigraði Ian Michael 17 sinnum; 2 sinnum á PGA; 2 sinnum á Evróputúrnum; 3 sinnum á japanska PGA; Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Hank Lebioda (1/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og byrjað á þeim sem rétt slapp inn á mótaröðina en það er Hank Lebioda. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. En hér fyrst kynningin á Hank Lebioda. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn, Gunnar og félagar urðu í 7. sæti í Texas
Birgir Björn Magnússon, GK og Gunnar Blöndahl Guðmundsson, GKG tóku ásamt liði sínu Bethany Swedes þátt í Tyler JC Fall Invitational mótinu. Mótið fór fram dagana 22.-23. október 2018 og lauk því í gær. Þátttakendur voru 52 frá 7 háskólum. Birgir Björn varð T-23 með skor upp á 3 yfir pari, 147 högg (72 75). Gunnar lék á samtals 18 yfir pari, 162 höggum (84 78). Lið þeirra Birgis Björns og Gunnars, Bethany Swedes varð í 7. og síðasta sæti í liðakeppninni. Næsta mót Birgis Björns og Gunnars verður á vorönn næsta árs 2019. Mynd í aðalfréttaglugga: lið Bethany Swedes, Birgir Björn lengst til vinstri og Gunnar Blöndahl 2. frá hægri.
Karlalið GK hefur keppni á EM klúbbaliða á morgun, fimmtud. 25. okt
Þeir Benedikt Sveinsson, Helgi Snær Björgvinsson og Henning Darri Þórðarson eru í liði GK, sem keppir á EM klúbbaliða, en mótið stendur dagana 25.-27. október 2018 og hefst því á morgun. Mótsstaður er Chateaux golfvöllurinn á Golf du Médoc golfstaðnum nálægt Bordeaux í Frakklandi. Chateaux golfvöllinn er hannaður af hinum þekkta Bill Coore, 1989, en Coore útskrifaðist frá Wake Forest 1968 (sama háskóla og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir var í), en golfstaðurinn hefir hlotið verðlaun 2. árið í röð fyrir að vera sá besti í Frakklandi. Völlurinn, sem hefir mörg einkenni skosks linksara, er Par 71 – 6576 metra og var m.a. valinn besti golfvöllur Frakklands af World Golf Awards árið 2014. Lesa meira
LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni á lokaúrtökumótinu miðv.d. 24. okt.
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk 2018 keppnistímabilinu í 139. sætinu á stigalista LPGA og verður því að taka þátt í lokaúrtökumóti LPGA til þess að ávinna sér sæti sitt á LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn fer út á morgun 24. október 2018 kl. 13:16 að staðartíma í Norður-Karólínu (kl. 17:16 hér heima á Íslandi), þar sem Pinehurst nr. 6 og nr. 7 verða leiknir. Ólafía er í ráshóp með Amelíu Lewis og japanska áhugakylfingnum Suzuku Yamaguchi. Að venju frá 20 efstu og þær sem jafnar eru í 20. sætinu kortið sitt og fullan þátttökurétt á LPGA mótaröðinni og enn aðrar 25 takmarkaðan spilarétt á LPGA og þátttökurétt í 2. deildinni þ.e. Symetra Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og félagar urðu T-10 í Texas
Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og félagar í Kent State tóku þátt í Royal Oaks Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 22.-23. október 2018 og lauk í dag. Mótsstaður var Maridoe golfklúbburinn, í Carrollton, Texas. Þátttakendur voru 80 frá 14 háskólum. Bjarki lauk keppni T-41 með skor upp á 14 yfir pari, 224 högg (77 74 73). Gísli varð T-66 með skor upp á 24 yfir pari, 234 högg (78 77 79). Lið þeirra Bjarka og Gísla, Kent State deildi 10. sætinu í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Royal Oaks Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Kent State er 25. febrúar á næsta ári í Louisiana.
Bandaríska háskólagolfið: Saga og félagar luku keppni í 8. sæti á Las Vegas Showdown
Saga Traustadóttir, GR og félagar í Colorado State tóku þátt í Las Vegas Showdown mótinu, sem fram fór dagana 21.-23. október og lauk í dag. Mótsstaður var Boulder Creek golfklúbburinn í Boulder City, Nevada. Þátttakendur voru 90 frá 15 háskólum. Saga lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (76 72 74) og lauk keppni T-47 í einstaklingskeppninni. Lið Sögu, Colorado State varð í 8. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Las Vegas Showdown með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Sögu og félaga er 18. febrúar 2019.
Afmæliskylfingur dagsins: Hlynur Bergsson – 23. október 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Hlynur Bergsson, GKG. Hlynur er fæddur 23. október 1998 og er því 20 ára stórafmæli í dag. Hlynur er Íslandsmeistari pilta í höggleik 2015. Hann tók m.a. þátt í Duke of York mótinu 2015 og landaði 25. sætinu, sem er góður árangur. Árið 2016, varði Hlynur Íslandsmeistaratitil sinn í höggleik í piltaflokki og eins varð hann stigameistari í piltaflokki á Íslandsbankamótaröðinni. Hlynur spilar nú í bandaríska háskólagolfinu með liði North Texas en hann var einmitt að ljúka leik í bandaríska háskólagolfinu í dag, þar sem hann og félagar hans lönduðu 13. sætinu á Tavistock mótinu, sem fram fór í Windemere, Flórída. Hlynur varð í 24. sæti í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf Lóa Jónsdóttir – 22. október 2018
Afmæliskylfingar dagsins í dag , 22. október 2018 er Ólöf Lóa Jónsdóttir. Ólöf Lóa er fædd 22. október 1948 og á því 70 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ólöfu til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Ólöf Lóa Jónsdóttir (70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sonja B. Jónsdóttir, 22. október 1952 (66 ára); Júlíus Þór Tryggvason, 22. október 1966 (52 ára); Adam Gee, 22. október 1980 (38 ára); Peter Tomasulo, 22. október 1981 (37 ára); Hár Expo Hársnyrtistofa, 22. október 1987 (31 árs); Þórður Ingi Jónsson, 22. október 1988 (30 Lesa meira










