Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Brady Schnell (4/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 22. sæti peningalistans, Brady Schnell. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Brady Schnell fæddist 3. apríl 1985 í Spencer, Iowa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helga Jóhannsdóttir – 26. október 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Helga Jóhannsdóttir. Helga er fædd 26. október 1963 og á því 55 ára afmæli í dag!!!! Helga er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Helga hefir verið virk í kvennastarfi Keilis og hefir tekið þátt í mörgum opnum golfmótum hérlendis með góðum árangri og spilar golf hér á landi sem erlendis. Helga er gift Aðalsteini Svavarssyni og á tvær dætur: Írisi Ösp og Agnesi Ýr. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Helga Jóhannsdóttir; GK (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark Bucek, f. 26. október Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Kramer Hickok (3/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 23. sæti peningalistans, Kramer Hickok. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Kramer Hickok fæddist 14. apríl 1992 í Houston, Texas Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2018 | 08:00

WGC: Finau efstur e. 2. dag í Kína

Það er Tony Finau sem er efstur eftir 2. dag á WGC-HSBC Champions, sem fram fer á Sheshan International golfvellinum í Shanghaí í Kína. Finau hefir spilað hringina 2 á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67). Hann hefir 3 högga forskot á þá 3 sem næstir koma en það eru Tommy Fleetwood, Justin Rose og Patrick Reed, sem allir hafa spilað á samtals 8 undir pari, hver. Til þess að sjá högg dagsins eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Sheshan Int. Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2018 | 04:00

Golfvellir í Frakklandi: Château du Coudreceau

Flestir íslenskir kylfingar fara í golfferð til Spánar, til Flórída eða eltast við golfbolta á þokuhuldum skoskum linksurum. Þegar veðrið er orðið leiðinlegt hér á landi að hausti til er nauðsynlegt að fara af landi brott og hlaða batteríin svolítið … og þá er bara spurning um hvaða stað farið er á. Margir eiga sína uppáhaldsstaði. Næsta spurning er HVERNIG frí fara eigi í? Ef ætlunin bara að spila golf ?- Er mest lagt upp úr því að völlurinn sé tæknilega erfiður? Eða er ætlunin að gera vel við líkama og sál í hreinum lúxus. Þá gæti frí í Château du Coudreceau í Loury í Loire dalnum í Frakklandi verið lausnin. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2018 | 18:30

Keilir í 19. sæti e. 1. dag á EM klúbbliða

Golfklúbburinn Keilir keppir á Evrópumóti félagsliða í Frakklandi dagana 25.-27. okt. Keilir vann sér inn réttinn til að keppa á mótinu með því að sigra á Íslandsmóti klúbbliða á Akranesi sl. sumar. Lið Keilisí Frakklandi er skipað þeim Henning Darra Þórðarsyni, Benedikt Sveinssyni og Helga Snæ Björgvinssyni. Liðstjóri er Karl Ómar Karlsson. Tuttugu og sex lið eru með í keppninni í ár frá allri Evrópu og er lið Keilis í 19. sæti eftir 1. dag Hægt er að fylgjast með skori karlaliðs Keilis með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2018 | 18:00

LPGA: Ólafía á +5 e. 2. dag á Pinehurst 6

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir átti erfiðan dag á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina. Hún hefir nú nýlokið 2. hring sem hún lék á 5 yfir pari, 77 höggum. Skorkortið hennar var ansi skrautlegt, en á því mátti sjá 2 fugla, 11 pör,  3 skolla og 2 skramba. Ólafía Þórun hefir því samtals spilað á 9 yfir pari, 153 höggum (76 77) … en það eru 6 hringir eftir og nægur tími til þess að bæta skorið …. en það þarf helst að byrja á að bæta það strax á næsta hring!!! Sem stendur er Ólafía Þórunn T-83 af 106 þátttakendum í lokaúrtökumótinu Efst í lokaúrtökumótinu er tékkneski kylfingurinn Klara Spilkova á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brynjar Eldon —-— 25. október 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Brynjar Eldon Geirsson. Brynjar er fæddur 25. október 1977 og er því 41 árs í dag. Komast má á facebook síðu Brynjars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Brynjar Eldon Geirsson (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Herman Densmore „Denny“ Shute f. 25. október 1904 – d. 13. maí 1974; Muffin Spencer-Devlin, f. 25. október 1953 (65 ára); Guan Tian-lang, (kínverskur kylfingur) 25. október 1998 (20 ára STÓRAFMÆLI – var yngstur til að spila á the Masters risamótinu (14 ára) og komast í gegnum niðurskurð) …… og …..Oddný Rósa Halldórsdóttir, 25. október Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Roberto Castro (2/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 24. sæti peningalistans, Roberto Castro.  Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Roberto Castro fæddist í Houston, Texas 23. júní 1985 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2018 | 08:00

Kona slær og pils hennar flýgur af – Myndskeið

Sjá má þegar kona slær golfhögg og pils hennar flýgur af með því að SMELLA HÉR: